Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 11
233
En það, sem væri grundvallað á guðsorði, gæti hann með
engu móti tekið til baka. Hvernig gat hannn það ?
“Sannið mér, að eg hafi á röngu að standa með sönnunum
heilagrar ritningar”—þannig lauk hanrt máli sínu — “eða,
að öðrum kosti, með skýrum rökum heilbrigðrar skynsemi.
öðruvísi get eg ekki afturkallað orð mín. pví að það er
viðurhlutamikið, og ekki viturlegt, að gera nokkuð á móti
samvizku sinni. Hér stend eg; get ekki annað. Guð
hjálpi mér!” — petta var þýðingarmesta stundin í allri
nýju sögunni. Hin enska hreintrúarstefna, hið enska
þingbundna stjórnarfyrirkomulag, saga hins nýja heims,
og ógrynnin öll af tveggja alda viðbui'ðum; stjórnarbylt-
ingin franska, nútíðar-ástand allrar Evrópu—alt þetta á
rót sína að rekja til þessarar stundar. Ef Lúter hefði á
þessari stundu komið öðruvísi fram, þá hefði alt þetta farið
öðruvísi. Evrópa beindi að honum þessari spurningu: Á
eg alt af að sökkva dýpra og dýpra niður í ósanninda-foræði,
fúla stöðupolla og hryllilegan svartadauða; eða á eg með
tröllslegum umbrotum.að varpa frá mér ósannindafargi
þessu, til þess ao eg læknist og lifi?
Stórkostleg stríð, barátta allskonar og sundrung leiddi
af siðbótinni, og heldur áfram þann dag í dag, og ekki sér
enn fyrir endann á. Allmikið veður hefir út af þessu verið
gert. Og satt er þao, að hryggilegt er til alls þessa að
vita; en þegar öll kurl koma til grafar, hvaða sök á Lúter
í þessu, eða málefni það, sem hann barðist fyrir? pað er
undarlegur hugsunarháttur, sem kennir siðbótinni um alt
þetta. pegar Herkúles veitti vatnsföllunum inn í fjós
Ageasar konungs til að hreinsa þau, þá er vafalaust að
meira en lítið uppþot hefir orðið inni þar; en eg held, að
Herkúles hafi enga sök átt í þessu, heldur einhver annar!
Siðbótin hlaut að hafa margt í för með sér, þegar hún kom,
en siðbótin hlaut að koma. Öllum vafningum, sorgartöl-
um og ásökunum páfa og málsaðila hans verður beinast
svarað með þessu: í eitt skifti fyrir öll,—páfadómur yðar
er ósannur orðinn. Hversu góður sem hann var, og hversu
góður sem þér segið að hann sé, gerir minst til, vér höfum
mist trú á honum; ljós anda vors, gefið oss af himnum til
að ganga fram í, trúir honum ekki lengur. Vér viljum
ekki trúa honum, ekki reyna það einu sinni,—vér þorum
það ekki! Hann er ósannur; vér myndum svíkja gjafar-
ann alls sannleika, ef vér svo mikið sem létumst trúa hon-
um. Burtu með hann; í stað hans komi hvað sem vill; en
við h a n n höfum vér ekkert meira saman að sælda!—
Lúter og siðbót hans ber enga ábyrgð á stríðum; hinn ó-
sanni tálvefur, sem neyddi hann til mótmæla, hann einn
ber ábyrgðina. Lúter gerði ekkert annað en það, sem hver