Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1916, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.10.1916, Blaðsíða 31
253 Anna ypti öxlum. Hún hélt áfram verki sínu, a'ö ganga frá vél- rituðum eyöublööum, svo aö þau litu út eins og þau væru einkabréf. Katrín beiö stundarkorni eftir svari. Svo hélt hún áfram aö talá. “Eg held ekki, aö þaö sé neitt gagn í þessum heyrnartólum,” sagði hún. “Þú veizt sjálf, að þau kosta ekki nema hálft annað cent hvert, því þú afgreiðir reikningana fyrir þau. En hann býöur þau fyrst fyrir fimm dollara; ef ekki er svarað, sendir hann annað bréf þess efnis, að hann skuli láta þau fyrir þrjá dollara, ef undir eins sé keypt; og ef því er ekki heldur sint, þá skrifar hann enn aftur og býöur þau fyrir einn dollar. Eg held ekki, að vandaður verzlunar- maður myndi reka verzlun á þann hátt; heldur þú það?” “Hvaö varðar okkur um það ?” svaraði Anna. “Hann borgar okkur kaupið skilvíslega. Fyrir mitt leyti held eg ekki aö þessi á- höld séu annað en hégómi, því þegar eg var nýkomin í v’innuna ætl- aði eg aö kaupa eitt af honum handa ömmu, en hann eyddi því. Amma er dálítið heyrnarsljó, en hann sagði, að þessi áhöld myndi ekki bæta henni heyrn, og þó segir hann í bréfum sínum, að þau muni töluvert bæta veiklaða heyrn og jafnvel hjálpa þeim, sem séu orðnir alveg heyrnarlausir.” “Ef eg vissi, að hann v’æri óráðvandur, færi eg undireins úr vist- inni,” sagði Katrín. “Vertu ekki að þessari vitleysu!” svaraði Anna önuglega. “Hvers vegna ætlar þú að fara úr vistinni? Eg útvegaði þér þessa atvinnu, og þú veizt, að það er ekki hlaupið að því að fá góða at- vinnu sem stendur. Þú ættir að vera ánægð og þakklát.” “Heldur þú annars, að hann sé læknir?” spurði Katrín að stund- arkorni liðnu. “Auðvitað er hann ekki læknir,” svaraði Anna; “hann kallar sig lækni til þess að telja fólki trú um, að hann hafi v'it á því, sem að því gengur. Mér þætti ekki óliklegt, að hann héti eitthvað annað en Doktor Guy Humphries—eins og eg skrifa undir bréf fyrir hans hönd svo hundruðum skiftir á hverjum degi.” Katrín horfði lengi hugsandi á Önnu, en hún veitti því enga eft- irtekt. Þær höfðu útskrifast úr skóla saman, og þeim þótti skemti- legt að vinna saman á skrifstofunni: þar voru þær einar mestan hluta dagsins, því “doktorinn” var þar sjaldan, nema þegar hann var að taka á móti bréfunum, sem til hans komu. Flest voru bréfin peningabréf. Dg Katrín hafði það starf á hendi, að afgreiða litlar öskjuf með heyrnartólunum svonefndu ti! þeirra, er pöntuðu. Þau voru öll-eins, hvort sem fyrir þau höfðu verið sendir fimm dollarar eða þrír eða einn. Bréf komu með fyrir- spurnum svo hundruðum skifti, og öll voru þau frá fólki, sem þjáð- ist af heyrnarleysi; og Katrínu var mjög órótt í skapi, þegar hún hugsaði til þess, að eiga nokkurn þátt í því, að svíkja fé út úr sjúklingum fyrir það, sem væri líklega einskis virði. En hún þurfti á peningunum að halda, sem hún v’ann sér inn, því hún varð að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Anna hafði séð auglýsingu frá “Doktor” Humphries og sótt um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.