Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1916, Síða 5

Sameiningin - 01.10.1916, Síða 5
227 hann upp meðal hluta en ekki skuggamynda af hlutum. Drengur sá var gervilegur, en veikbygður samt, með stóra síþyrsta sál, fulla af efni í alt gott og hátt; og þess vegna leið honum oft illa. En starf hans var í því falið, að kom- ast í kynni við veruleikann og vera alt af í kynni við hann, hvað sem það kostaði. Alt starf hans laut að því, að leiða heiminn aftur til veruleikans; því heimurinn var búinn að vera of lengi að eins til sýnis. pessi unglingur var alinn upp í vetrarbyljum, í ömurlegu myrkri, og við harðan kost, til þess að hann gæti að lokum ýtt á flot frá hinni stórviðrasömu Noregs-strönd, með styrk hins sanna manns í sér—jafnvel sem goð, kristinn óðinn, eða sem prumu-pór enn þá einu sinni kominn á kreik með hamar sinn til að mylja sundur með ferlega risa og jötna- lýði. Ef til vill var það dauði Alexis vinar hans af eldingu við hlið Erfurt-borgar, sem beindi lífi hans í nýjan farveg. Lúter var nú kominn af bernskuskeiði og orðinn talsvert að manni, eins og gerist, og hafði sýnt, þrátt fyrir alla erfiðleika, skarpan skilning og fróðleiksþorsta. Faðir hans, sem vafalaust sá að hann gæti rutt sér braut í heim- inum, lét hann byrja á laganámi. Lúter, án þess að láta vilja sinn í ljós með eða móti, samþykti þetta. Nú var hann nítján ára að aldri. Alexis og hann höfðu farið að heimsækja gömlu Lúters-hjónin í Mansfeldt, og voru næst- um komnir til Erfurt aftur, þegar þrumuveður skall á. Alexis varð fyrir eldingu og féll dauður niður við fætur Lúters. Hvað er líf þetta—sem fer á einu vetfangi, brenn- ur upp eins og blað og hverfur út í djúp eilífðarinnar ? Hvað er jarðnesk vegsemd, tign og konungsríki? Hjóm, og annað ekki. Jörðin svelgir það alt í sig. Á einu vetfangi hverfur alt þetta og eilífðin tekur við. Svo mikið félzt Lúter um þetta, að upp frá þessu hét hann bví, að verja æfi sinni einvörðungu í þjónustu Guðs prátt fyr- ir það þó faðir hans letti hann þess, varð hann munkur í Ágústínusar-klaustrinu í Erfurt. petta var að líkindum hin fyrsta skíma af ljósi í sögu Lúters, og hin ákveðna viljastefna hans hafði nú fyrst komið fram; en enn sem komið var, var þó þetta að eins fyrsta skíma af degi á niðdimmri nótt. Hann segist hafa verið guðhræddur munkur, “Ich bin ein frommer Mönch gewesen”; dyggilega og með miklum erfiðismunum reyndi hann að komast til fulls skilnings á því, hvað lægi í þessu heiti sínu; en lítill árangur varð af því. Böl hans minkaði ekki að heldur; en reyndist aftur á móti verða að voða- fargi. Ekki varð honum það til hugarangurs, þó hann yrði, eins og aðrir, er nýkomnir voru til klaustursins, að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.