Sameiningin - 01.10.1916, Síða 34
256
hún gat sent lögmann Önnu til aöstoðar og útvegað veð, svo að
henni var leyft að fara heim til sín.
Önnu leiS afskaplega illa. Og ekki bætti það, að í kveldblöðun-
um var mynd af henni á fyrstu blaðsíðunni og frá því sagt með stóru
letri og mikilli mælgi, að hún heföi hjálpað svika-“doktornum” til
þess að komast undan lögreglunni. Þess var i'ka getið, að mokkru
áður hefði önnur ung stúlka verið í þjónustu þess manns, en hún
hefði komist á smoðir um hverskyns atvinnu hann rak, og verið sv’o
ráðvönd að fara undir eins úr vistinni.
Hún fann sárt til þess, að mannorð hennar var í veði. Allir
vissu, að hen-ni hafði verið vel kunnugt um það, að atvinna hús-
bónda hennar var ekki heiðarleg; hún hafði meðgengið það fyrir
réttinum. Að vísu var málið gegn henni látið falla niður, af þv'í að
lögmaður hennar gat samnað það, að hún hefði ekki verið í ráðum
með svikaranum, þó að hún hins vegar vissi, að hann hafði pretti i
frammi. En þrátt fyrir það vissi hún vel, hvaða álit fólkið í bæn-
um hafði á henni. Hún hafði selt mannorð sitt fyrir peninga, og
hún vissi, að henni var ekki til neins að reyna að komast þar að
nokkurri atvinnu.
Ömmu sína gat hún ekki yfirgefið. Gamla konan lifði nokkur
ár eftir þetta, og Anna var hjá henni og *stundaði hana. Þegar
amma hennar þurfti hennar ekki lengur með, ætlaði hún sér að fa.ra
burtu og leita sér atvinnu á ný einhversstaðar þar, seni menn væru
búnir að gleyma yfirsjón hennar. Og þá ætlaði hún sér að reynast
betur, með Guðs hjálp.
---------------------------------v
Einálök blöð af “Sameiningunni ”
fást keypt, bæði frá nýrri og eldri tíÖ. Kostar bvert
hefti 10 ŒNT. Ekki verða slíkar pantanir teknar
til greina nema full borgun fylgi. :: :: ::
ÚTGÁFUNEFND KIRKJUFÉLAGSINS
Jón J. Vopni, rá?*smaSur. Box 3144, WINNIPEG
___________________________________________________/
“SAMKINIPíGIN” kemur út mánaöarlega. Hvert númer tvær arkir
heilar. VeriS einn dollar um áriö. Skrifst 65!'William Ave., Winnipeg,
Canada.—Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráösmaöur "Sam.”—Addr.:
Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg, Man.