Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 12
234
maður skapaður í Guðs mynd, á ekki einasta heimtingu á
að gera, heldur er siðferðislega skyldur að gera: hann
svaraði, þegar ósannindin kröfðust svars. Trúir þú þessu ?
—Nei!—Hvað sem. það kostar, og án þess að sjá í kostnað-
inn, varð þetta að gerast. Bræðralag, andlegt og tíman-
legt mannfélags-fyrirkomulag, miklu göfugra en á sjálfum
gullaldardögum páfadæmisins og lénsherradæmisins, er
vafalaust að innleiðast í heiminn; því verður ekki móti
mælt. En þetta framtíðar-fyrirkomulag verður að grund-
vallast á sannleikanum einum, en ekki á missýningum
og hrófatildri, til þess að það eigi sér langan aldur. Yér
viljum ekki líta við bræðrabandi, sem bygt er á ósannind-
um, sem neyðir oss til að ljúga í orði og verki. Friður?
Hroðalegur dofinskapur á nógan frið; gröfin full rotnunar
á nógan frið. Vér vonumst eftir lifandi friði, ekki
dauðum.
En um leið og vér metum réttilega hin ómissandi hnoss,
er hið nýja færir oss, skulum vér ekki niðra um of hinu
gamla. Hið gamla v a r satt, enda þótt ekki lengur sé. Á
dögum Danté þurfti það einskis orðagjálfurs, engra staur-
blindu-gleraugna, eða annara óheiðarlegra meðala við, til
þess að vera álitið satt. pað var nógu gott þá; og í insta
eðli þess er margt gott, sem aldrei deyr. Orðin “niður með
páfavaldið” lætur heimskulega í eyrum á vorum dögum.
Sú skoðun, að páfaveldið sé að vaxa, bygð á því að nýjar
kirkj ur séu reistar og þar fram eftir götunum, er heilaspuni
og annað ekki. pað getur verið nógu gaman að telja á
fingrum sér fáeinar pápiskar kapellur, að hlusta á hár-
fínar rökræður sumra Mótmælenda, — á svæfandi, innan-
tómar langloku-þulur, er skipa sér undir merki siðbótar-
innar og álykta svo: Sjáið, siðbótin er dauð; páfadómur-
inn hefir í sér meira líf en hún, og mun lifa hana! — Satt
er það, margt svæfandi orðafumið, er siglir undir mótmæl-
endaflaggi, er dautt; en mótmælenda-stefnan sjálf er ekki
dauð enn, að eg viti. Mótmælenda-stefnan hefir á þessum
tímum framleit sinn Goethe, og sinn Napóleon; hinar
þýzku bókmentir og stjórnarbyltinguna frönsku; býsna á-
kveðin lífsmörk! pegar öllu er á botninn hvolft, hvað er
lifandi n e m a mótmælenda-stefnan ? Hér um bil alt ann-
að líf, sem verður fyrir oss, er galvaniskar krampateygjur,
—heldur en ekki óviðkunnanlegt og endaslept líf.
Páfaveldið getur reist nýjar kapellur; má reisa eins
margar og það lystir. En páfadómurinn getur ekki aftur
komið, á sinn hátt eins og heiðindómurinn getur ekki aft-
ur komið—sem þó enn þá eimir eftir af í ýmsum löndum.
En það er með þessa hluti eins og flóð og fjörur sjávar-
ins: vér horfum á öldurnar rísa og lækkka hér og hvar