Sameiningin - 01.10.1916, Qupperneq 33
255
Anna átti nú mjög annríkt eftir þetta. í>ag Var enginn efi á
þv'i, aö þúsundir heyrnardaufra manna um alt landiö höföu frétt af
þessu dásamlega áhaldi, sem lét heyrnarlausa heyra, því peningarnir
streymdu inn í skrifstofuna og hún þurfti aö bera hverja hrúguna
á fætur annari af öskjunum litlu á pósthúsiö, stundum oft á dag.—
Einn morgun, þegar “'Doktor” Humphries var nýkominn á skrif-
stofuna og var aö fara úr yfirhöfninni, sagði Anna við hann: “Það
kom hingað maður þrisvar sinnurn í gær og er aö spyrja um yður.”
Hann hrökk við. Svo fór hann í hægðum sínum í yfirhöfnina
aftur og tók saman bréfin, sem komin voru. “Eg þarf að skreppa
út snöggvast,” sagði hann; “ef maðurinn kynni að koma á meðan
eg er úti, getið þér sagt honum aö eg komi aftur klukkan ellefu.”
Hann tók bréfin með sér; og Anna furðaði sig á atferli hans, því
hann var aldrei vanur að fara út aftur undir eins á morgnana.
Ekki voru tíu minútur liönar, þegar ókunni maðurinn barði að
dyrum. “Er Doktor Humphries kominn?” spurði hann.
Önnu v’ar einhvern veginn hálf órótt, en hún reyndi aö láta ekki
á neinu bera. “Hann kemur klukkan ellefu,” svaraði hún.
“Klukkan ellefu!” svaraði maðurinn; “þér sögðuð mér í gær,
að hann kæmi alt af klukkan níu.”
“Hann kom hingað áðan, og fór út aftur,” svaraði hún; “en
hann kemur aftur klukkan ellefu.”
■‘Hvar eru bréfin, sem komu til hans í morgun?” spurði mað-
urinn.
“Hanm tók þau með sér; hann stóð ekki við, nema allra snöggv-
ast.”
“En nógu lengi samt til þess, að þér gætuð sagt honum frá því,
að spurt hefði verið eftir honum?”
Hún roðnaði út undir eyru og henni fór ekki að verða um sel,
þegar maðurinn fór að talsímanum og bað um samband við lög-
reglustöðina. “Hiélló, kapteinn; það er Riley. Stúlkan hér á skrif-
stofunni hefir varað hann við. Hann er allur á burtu. Hann kem-
ur ekki hingað aftur. 'Bezt að setja vörð á járnbrautarstöðina.
Taka hana fasta? Já, það skal eg gjöra.” Hann gekk að Önnu og
sagði: “Mér þykir fyrir því, en eg v’erð að biðja yður um að koma
á lögreglustöðina.”
“Þér .ætlið þó ekki að fara að taka mig fasta?” sagði Anna og
varð föl eins og nár. “Eg hefi ekkert rangt gjört.”
“Það þýðir ekkert að ræða það við mig,” svaraði maðurinn.
“Þér fáið að segja sögu yðar seinna. Höfðuð þér enga hugmynd
um það, hvað hér hefir farið fram?”
Hún svaraði engu, en fór í yfirhöfn sína og varð manninum
samferða út.
Amma hennar, sem hún átti heima hjá, var 72 ára gömul.
Bins og nærri má geta, fékk það mjög á hana, þegar henni var sagt
að Anna væri í varðhaldi, sökuð um það, að hafa verið riðin við
svikav'erzlun. En samt jafnaði hún sig svo seinna um daginn, að