Sameiningin - 01.10.1916, Blaðsíða 14
236
mark: hann gerir greinarmun á því, sem ekki má missa
sig, og hinu, sem sleppa má; það, sem má sleppa, má eiga
sig. Umkvörtun er send til hans, að hinn eða þessi re-
formeraði prestur “vilji ekki prédika hempulaus.” “Nú, hvað
skyldi hempan gera honum til?” svarar Lúter. “Lofum
honum að hafa hempu til að prédika í; lofum honum að
vera í þremur hempum, ef hann heldur að hann hafi gagn
af því!” Framkoma hans í uppþotinu í Karlstadt, er líkn-
eskin voru brotin; við endur-skírendur; í bændastríðinu,
ber vott um göfugan sálarstyrk, sem ekkert á skylt við
krampakendan hamgang. Með óskeikulli vissu sér hann
undir eins hvað í efni er: síðan úrskurðar hann, hinn
sterki og réttláti maður, hvað sé bezt að gera í þessu efni,
og allir hlíta ráðum hans. Ritverk Lúters sýna sömu
mynd af manninum. Búningur þessara hugsana hans er
orðinn úreltur, svo að vér fáum hans vart notið; en samt
eru rit hans sérstaklega hugnæm fyrir oss. Og jafnvel
stýllinn á þessum ritum er góður aflestrar; á bókmenta-
himninum sjálfum er nafn Lúters stjarna af fyrstu stærð:
stýll hans varð fyrirmynd allra ritsmíða. pessi tuttugu
og fjögur rit hans eru ekki neitt vel skrifuð; skrifuð í flýti,
í alt öðru augnamíði en bókmentalegu. En í engum öðrum
bókum hefi eg oröið var við styrkari, sannari, göfugri hæfi-
leika hjá manni, en í þessum bókum. par var maður heið-
virður frá rótum, laus við tildur og tepruskap; maður með
óheflað marinvit og andans styrk. pað lýsir sér vit í hverj u
orði hans; kjarnyrðin smjúga sem hvassir meitlar að instu
rót efnisins. par er líka nóg af sannri fyndni, viðkvæmum
tilfinningum, göfgi og sálardýpt. pessi maður hefði getað
verið skáld líka. Hann varð að koma drápu í v e r k, ekki
í búning orða. Eg segi, að þessi maður hafi verið mikill í
hugsunum; og hið mikla hjarta, er bærðist honum í brjósti,
bendir í þá átt líka.
Richter segir um orð Lúters: “Orð Lúters eru hálf-
unnar orustur.” Og er þetta rétt. Aðal-kjarni hans var,
að hann gat barizt og sigrað; að hann var sannarlega hug-
djarfur. Hugaðri maður, hugprúðara hjarta í mannlegu
brjósti, sem vér höfum sagnir af, var aldrei uppi með
hinni þýzku frændþjóð vorri, sem er hugprýðin sjálf.
Storkunaryrði hans um “djöflana” í Worms voru ekki að
eins tóm hreyst-yrði, eins og þau gætu verið, ef töluð nú.
pað var bjargföst trú Lúters, að til væru djöflar, andlegir
íbúar neðri bygðanna, sem sífelt væru að leggja menn í
einelti. Hvað eftir annað í ritum hans, verðum vér þessa
varir; og hafa sumir menn gert svo lítið úr sér, að fá úr
þessu efni í skopsögu. í herberginu í Vartburg, þar sem
hann sat við að þýða biblíuna, sýna þeir manni svartan blett