Sameiningin - 01.08.1909, Blaðsíða 4
164
1 staðinn fyrir stríðsöl, sem fyrrum var gefið lier-
mönnum á undan orrustu, til þess að hleypa í þá víga-
móð, segir liann nú leikmönnunum sögu, rnjög átakan-
lega, sem einhver „skvr maðr vestan úr landi“ liefir rit-
að greinarhöfundinum, um ógurlegan haglbyl, sem eyði-
lagði lífsbjörg mannsins, sona hans og nágranna þeirra.
Samí var sá sársauki sama sem ekkert í huga bóndans í
samanburði við bað stórtjón, er Vestr-lslendingar líða
fvrir aðgjörðir síðasta kirkjuþings.
Eflaust kenna góðir menn í brjósti um þá, sem
urðu fyrir þessum efna-skaða, og mundu vera fiisir að
rótta þeim bjálparhönd, ef nauðsyn ber til; en auðsjá-
anlega er þessarri sögu skotið inn í greinina til þess að
tala hug og kjark í leikmennina, sem standa „liöggdofa
og liikandi“, eins og höfundrinn kemst að orði á einum
stað.
Eftir þennan undirbúning ber svo greinarhöfundr-
inn fram ákærur sínar gegn meira hlutanum á kirkju-
þinginu. Þær eru nokkuð óskipulegar, ,.í sundrlausum
molum, og efni þeirra er helzt þetta:
Engin lernpni sýnd né bróðurhugr þeim, sem aðrar
skoðanir liöfðu en meiri hluti, er œstr hefir verið upp
með öllum brögðum.
Margir í meira hlutanum liöggdofa og ráðvilitir, en
leiðtogum hans nœgir ekki annað en ofríki og ofbeldis-
verk.
Þetta, sem gjört liefir verið, á að vera sú raunaleg-
asta liarmsaga, sem fyrir hefir komið í íslenzkri kristni
síðan Jón biskup Arason var höggvinn. Nú var sama
ofbeldisverk framið andlega.
„Sameiningin“ gjörð hæstiréttr, sem Vestr-lslend-
ingar eiga að lúta í sáluhjálparefnum. Þegar einhver
fáráðlingr lendir í vafa, eru úrræðin að fara í „Samein-
inguna.“
Kirkjuþingið látið bœta síðasta árgangi „Samein-
ingarinnar“ við trúarjátninga upptalning kirkjufélags-
ins, sem mörgum þótti áðr nógu löng.
Yfirlýsingin um óskeikulleik „Sameiningarinnar“