Sameiningin - 01.08.1909, Side 15
i75
lærisveinanna ? Ávöxtrinn, sem drottinn liét aÖ gefa,
var auglýstr í orÖum Ivrists: „óttastu ekki, kéðan í frá
skaltu menn veiða.“ Þetta eru orð, töluð til hvers þess
manns, sem staðfesta vill líf sitt í Kristi. Hér er oss
sýnt lilutverk hinnar himnesku köllunar vorrar. Vér
eigum allir, með öllu voru lífi, að vera sífellt að veiða
menn, draga þá til Krists. Gríska sagnorðið í þessum
orðum Jesú er eftirtektarvert. Það er samsett orð, sem
merkir að líf-veiða. Fiskana höfðu þeir veitt til að
deyða þá; mennina áttu þeir að veiða til lífs, til að
bjarga þeim frá dauða. Getr nokkur bent á veglegra
starf ! — Yfirforingi Sáluhjálparhersins, BootJi general,
sagði í rœðu, er hann hélt hér í Winnipeg: „Öll stór-
vekli lieimsins kosta œrnu fé til að halda við lierafla og
œfa hann í þeirri list að drepa menn. Mér fannst eg
hafa rétt til að stofna her, sem hefði það fyrir markmið,
að frelsa menn frá dauða.“ Slíkr her á allr liinn
kristni heimr að vera.
Þá komum vér að seinustu orðum guðspjallsins.
Þau sýna árangrinn af öllu því, sem áðr hafði komið
fram á þeim degi. Þau sýna, hvað það merkir, að verða
staðfastr lærisveinn Jesú. „Þeir yfirgáfu allt, og
fylgdu lionum.“ Þessi orð skifta æfisögu þeirra alveg
í tvennt. Áðr höfðu þeir ekki yfirgefið allt hans vegna.
Héðan í frá yfirgáfu þeir allt. Þeir ruddu burt grjót-
inu úr jarðvegi hjartna sinna, og því var það, að kenn-
ingar Jesú gátu á endanum borið þar hundraðfaldan á-
vöxt. Og þetta er það, sem Kristr býðr oss öllum. Vér
eigum að yfirgefa allt, og fylgja honum. En hvað
merkir það? Vér þurfum ekki allir að yfirgefa hús vor,
eignir eða ættfólk, þótt orðin geti þýtt það fyrir sunm
af oss. En vér eigum að kasta frá oss öllu því, sem
hindrar oss á göngunni á eftir Jesú, hversu mikið sem
oss iangar til að halda því eftir.
Ilvað er það, sem stendr kristninni fyrir þrifurn?
Hvers vegna eru svo margir al-heiðnir eða hálf-heiðnir ?
Það eru ekki örðugleikarnir fyrir skynsemina á vegi
trúarinnar; ekki myrku staðirnir í ritningunni; hvorki
asna Bíleams, né sagan um byggkökuna, sem vér vorum