Sameiningin - 01.08.1909, Page 19
179
um orðmn liafnað ? Einmitt „nú á tímum' ‘ liefir kristi-
leg rannsókn ritninganna ekkert síðr stntt liinar eldri
og sögulegu skoðanir heldr en en hinar nýju og óreyndu.
Kristileg biblíurannsókn er vafalaust fullt svo mikil og
vísindaleg hjá þeim, sem enn fylgja trú og játningum
kirkjunnar, eins og hjá liinum, sem frá hafa vikið. Lít-
um til hinnar miklu og göfugu lútersku kirkju hér í
landi. Til liennar teljast um tólf milíónir manna hér í
Bandaríkjunum. Engin kirkja er í meiri metum höfð
en hún, og það ekki sízt fyrir þá sök, að menntaskólar
hennar og frœðimenn þykja bera af öðrum. „Nú á tím-
um“ hera nokkrir lúterskir frœðimenn af öllum öðrum
hér í landi á sunnun svæðum biblíurannsóknanna, og
ætti oss lúterskum mönnum að vera það ánœgjuefni.
Lúterski prestrinn Hilpreeht, prófessor við Pennsyl-
vania-háskólann, og samverkamaðr hans, dr. Clay, liafa
áunnið sér frægðarorð um öll kristin lönd fyrir vísinda-
legar rannsóknir á fornfrœðinni austrlenzku og kunn-
áttu í biblíumálunum gömlu. Þessir og þeirn líkir rann-
sóknarmenn „nú á tímum“ eru einbeittir andstœðingar
nýju guðfrœðis stefnanna. Öll hin lúterska kirkja
þessa lands, af öllum þjóðflokkum og tungumálum, fylg-
ir hiklaust hinum gömlu og sögulegu kenningum biblí-
una áhrœrandi. Allir prestaskólar kirkju vorrar í álfu
þessarri, 23 talsins, fvlgja þeim kenningum. Hvert eitt
og einasta lútersku tímaritanna hér í Yestrlieimi fylgir
hinni gömlu stefnu. 1 engum söfnuði lúterskra manna,
blaði eða skóla um þvert og endilangt þetta meginland
hefir liin nýja niðrstaða rannsóknanna verið innhýst.
Þér sjáið því, að þér ekki einungis slítið sambandi við
kirkjufélag vort, heldr líka trúarlegu sambandi við gjör-
valla lúterska kirkju í Vestrlieimi. Söfnuðr yðar hefir
stigið spor, sem enginn annar lúterskr söfnuðr í öllum
Bandaríkjunum hefir stigið, með því að aðhvllast trú-
arskoðanir þær, er kirkjuþingið hafnaði og öll lútersk
kirkja í Ameríku hafnar og farin er nú víða annarsstað-
ar í heitninum að hrista af sér, þar sem þær skoðanir
voru búnar að ryðja sér til rúms. Það tiltœki er söfn-
uðinum auðvitað í alla staði heimilt, hafi hann verið bú-