Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 10
170' ungsmannsins í Kapernaum. Þeir höfðu sjálfsagt lilýtt á samtal hans við Nikódemus. Þeir liöfðu skírt menn í nafni hans. Þeir höfðu hlýtt á kenningar lians í Júdeu og Galíleu. En þó liöfðu þeir enn sem komið var ekki slegizt í stöðuga fylgd með honum. Þessir lærisveinar höfðu leitazt við að skifta lífi sínu í tvennt. Hin jarð- neska köllun þeirra var fiskimanns-iðnin; hin himneska köllun þeirra var postula-embættið. Svo lengi sem þeir reyndu að rœkja þær báðar, gafst þeirn hvortveggja illa. Þeir voru lélegir fiskimenn og lélegir mannaveið- arar. Orð drottins: „Héðan í frá skaltu menn veiða‘ ‘ sýna, að Pétr hafði ekki snúið mörgum áðr; og heil nótt á sjó án nokkurs afla gefr oss liugboð um, að þeir hafa ekki verið orðnir heppnir fiskimenn upp á síðkastið. Þetta er bending til vor um að vera ekki óstöðugir, hvik- ulir lærisveinar. Yér erum ekki allir kjörnir til post- ula-embættis, og þurfum því ekki að yfirgefa jarðneskt æfistarf vort; en vér eigum allir að vera sannir læri- sveinar, og megum því ekki reyna að skifta lífi voru í tvennt, með því að þjóna guði stundum, en mammoni þess á milli, kærleikanum annað slagið, en eigingirninni flestum stundum, guðrœkninni á sunnudögum, en heims- elskunni liina dagana sex, frelsara vorum í orði, en höfðingja þessa heims í verki. Nei, frelsari vor vill enga hálfleiks-þjónustu; hann vill líf vort allt, hjarta vort allt, hugskot vort allt, krafta vora alla, áhuga vorn allan, elsku vora alla. Og vér getum allir veitt honum það, hver sem stétt vor er eða staða í lífinu. Vér getum þjónað honum í skrifstofunni, í lestrarlierberginu, á verkstœðinu, í skurðinum, í þvottahúsinu, í eldaskálan- um. Engin köllun er svo lítilmótleg, að vér getum ekki gjört hana himneska, ef líf vort allt er ein stöðug leit eftir ríki guðs og réttlæti hans. Hrottinn hefir umskap- að hjarta hvers sannkristins manns, en sá, sem er þannig vakinn, á síðan sjálfr að umskapa hið ytra líf sitt að vilja drottins síns og frelsara, svo að hann geti sýnt öðrum mönnum þá dýrð föðursins, sem hefir lýst upp sál hans. Og knýttar hendr eru guði til dýrðar, ef sann- kristið hjarta stjórnar þeim.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.