Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1909, Page 2

Sameiningin - 01.08.1909, Page 2
lýsa yfir því, að málgagn þess hafi farið rétt með stefnn féiagsinsf Myndi annað dœmi finnast þess á byggðu bóli, að félag sé ásakað fyrir það, þótt það á ársfundi sínum segi til eða frá um það, bvort starfsmenn þess eða málsvarar liafi farið rétt með umboð sitt? Það hafði verið ráðizt á stefnu „Sam.“ Þingið átti að skera úr því, hvort stefna málgagnsins væri réttmæt stefna kirkjufélagsins, hvort málgagnið héldi fram þeirri stefnu, sem því lmfði verið trúað fyrir og kirkjuþingið vildi að það héldi fram, ellegar það ætti að skifta um stefnu. Var ekki sjálfsagt, að þingið segði til um stefnu blaðsins ? Átti ekki félagið sjálft að ráða stefnunni ? Engum blandast víst hugr um það. Svo gjörði þingið það, sagði: „Stefna ‘Sam.’ er lögmæt stefna kirkjufé- lagsins.“ Þinginu datt ekki í hug að gjöra sjálft sig eða stefnu ,,Sam.“ að „hæstarétti, sem Vestr-lslending- ar eiga að lúta.“ Þingið biðr engan mann að hafa sömu stefnu fremr en honum sýnist, en það biðr leyfis tií að hafa sína stefnu og taka fram, liver hún sé. Dœmi er til þess, að söfnuðr hefir með fundarsam- þykkt lýst yfir því, að hann samþykkti stefnu prestsins síns. Engum datt þó í hug að segja, að með því hefði söfnuðrinn bœtt við sig nýrri trúarjátning, né úrskurð- að, að prestrinn væri „óskeikull£< maðr, „hæstiréttr“ eða neitt þvílíkt. Söfnuðrinn lýsti yfir engu öðru en því, að stefna prestsins væri réttmæt stefna safnaðarins. Enginn munr er á yfirlýsing þeirri og þeirri yfirlýsing kirkjuþingsins, að „Sameiningin“ hafi á liðnu ári hald- ið fram þeirri stefnu, sem sé stefna kirkjufélagsins. Ætlar nokkur maðr annars í alvöru að halda því fram, að kirkjufélagið hafi ekki liaft bæði rétt og skyldu til þess, að segja til um það á kirkjuþingi sínu, hvort málgagn þess hafi farið rétt með stefnu félagsins? Og líklega neitar enginn þinginu um rétt til þess að segja, hver stefna sín sé. Og þá verðr ekki heldr þing- inu neitað um rétt til að mótmæla hverju því, sem það skoðar gagnstœtt stefnu sinni. Ekkert annað en þetta tvennt gjörði nú kirkjuþing- ið: tók fram stefnu sína og mótmælti árásum á hana.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.