Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1909, Síða 31

Sameiningin - 01.08.1909, Síða 31
í Aþenuborg- en hermanni. Vagnmenn og þeir, sem hraö- ® ast hlaupa, eru enn nokkurskonar átrúnaöargoö þeirra, sem bundnir eru viö leikvöllinn, en engu aö síör eru þó ódauð- leika-blómin geymd þeim, er sœtast syngja. Sjö borgir deildu um fœðingarstaö eins skáldmæringsins og hver um sig taldi hann hjá sér borinn. En myndi Hellenar hafa orðið fyrstir til aö hafna gömlu villimannatrúnni ? Nei, sonr minn! þann heiðr eigum vér; guð reis upp hjá feðrum vorum móti villidóms-athœfinu; í vorri trú dó hræðslu- kveinið út, en í þess stað fœddist hósanna og lofgjörðar- sálmrinn. Hebrear og Grikkir myndi þá hafa hrifið gjör- vallt mannkynið áfram og upp á við. En því miðr heimtar stjórn heimsins, að hernaðr haldi áfram um aldr og æfi, og því er það, að upp yfir anda og hærra en guð hafa Róm- verjar sett keisarann í hásæti, og þangað dregst saman allt vald, sem menn geta eignazt, og þar heftist allt annað, sem mikið er. „Meðan Grikkir höfðu yfirráðin, stóð yfir blómstrtið mannlegs hugvits. Og feykilega stór er hópr spekinganna, sem andinn leiddi fram eins og að endrgjaldi fyrir frelsi það, er hann naut. Hvenær sem menn sýndu einhverja mikla yfirburði, voru þeir vegsamaðir, og svo mikilli full- komnan tókst Grikkjum að ná, að í öllu nema hernaði hafa Rómverjar jafnvel látið svo lítið að hafa þá sér til fyrir- myndar. Mælskumennirnir á Torginu í Rómaborg stæla Grikki, og — taktu eftir því — í hverju rómversku kvæði má heyra hljóðfallið gríska; opni rómverskr maðr munninn til þess af vísdómi að tala um siðalærdóm eða um heim- spekileg hugtök eða um leyndardóma náttúrunnar, þá er hann annaðhvort ritþjófr ellegar hann heyrir til einhverj- um frœðimannaflokki, sem rót sína á að rekja til Grikkja. Rómverjar geta ekki talið sér til gildis frumleik í neinu nema hernaði — eg tek það aftr fram. Leikir þeirra og sýningar eru að öllu leyti frá Grikkjum, og er á skemmtun- um þeim hert með blóðsúthellingum til þess að svala grimmúð hins rómverska skríls; trúarbrögð Rómverja, ef svo má nefna efni átrúnaðar þeirra, eru sambland aðfeng- inna trúarhugmynda frá öllum öðrum þjóðum; guðirnir, sem þeir hafa í mestum heiðri, eru frá Olympus—, jafnvel Mars, herguðinn sjálfr, og alveg eins að því leyti Júpíter, sem þeir hafa í svo frábærum hávegum. Það vill því svo til, sonr minn kær! að af öllum þjóðum heimsins er það ísraelslýðr einn, sem getr mótmælt því, að Grikkir standi öllum öðrum framar, og tileinkað sér andspænis þeim frægðina af því að hafa sýnt allra mest og frumlegast hugvit. „Rómverjar eru starblindir fyrir yfirburðum annarra jr

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.