Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 13
173 sú biblía, sem ekki legði fyrir skynsemi mína og trúar- vitund allt að því ókleyfa örðugleika, þá myndi eg hik- laust kasta frá mér þeirri biblíu, því liún gæti ekki verið guðs orð. — Nei, þökkum guði fyrir eldraunir trúarinn- ar, því í gegn um margar 'þrautir ber oss inn að ganga í guðs ríki. En orð frelsarans benda oss ekki að eins út í trúar- raunina, lieldr benda þau líka á leiðina til sigrs. „Legg þú út á djúpið“—segir drottinn við oss. Ivannaðu djúp þinnar eigin sektar, og þá muntu finna þörf þína á frelsara. Kannaðu djúp réttlætis guðs, og þá muntu aldrei sofna á grunnsævi birðuleysis. Ivannaðu djúp miskunnar drottins, og þá mun þig aldrei bera upp á sker vonleysisins. Kannaðu djúp vizku þeirrar, sem fólgin er í orðum Krists, og þess kærleika, sem liann auðsýndi mönnunum í lífi sínu og dauða, og þá munt þú aldrei bíða skipbrot trúar þinnar. Kannaðu djúp mannlegra eymda allt í kring um þig, og þá mun drott- inn auðga þig að kristilegum kærleik. 1 öllum bœnum, strandaðu aldrei á grynningum; byggst þú aldrei að finna ailan sannleikann á yfirborðinu, heldr legg þú á- vallt út á djúpið. Og árangrinn af þessum undrsamlega fiskidrætti verðr andleg vakning Pétrs. Iíann fellr til fóta Jesú og segir: „Far þú frá mér, herra! því eg em maðr syndugr.“ Það er eins og bann komi allt í einu auga á hinn guðdómlega heilagleik frelsara síns, og verði um ieið í fyrsta sinn á æfinni hræddr við syndasekt sjálfs sín. Og bvað olli þessarri andlegu vakning? Hann bafði kvnnzt Jesú áðr, bafði heyrt hann kenna, bafði séð bann gjöra kraftaverk. En þó hafði ekert orð eða verk Jesú baft þessi áhrif á hann. Hér er fóigin önnur mikilvæg trúarlexía fyrir oss, þegar vér gáuni betr að. Þetta kraftaverk snerti Pétr sjálfan. Það var bann, sem bafði verið á sjó alla nóttina, og ekki orðið var. Það var bann, sem orðinn var vonlaus og þreyttr og uppgefinn. Það var í bans eigin atvinnugrein, á bans eigin skipi, í bans eigin neti, með hans eigin Iiöndum, að þetta undr var látið verða

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.