Sameiningin - 01.08.1909, Page 12
172
er þá um að kenna nema sjálfum oss, ef vér viljum ekki
]júka upp fyrir honum ?
Og nú komum vér að brennideplinum í sögunni allri.
Það er trúarraunin, sem Pétr varð að ganga í gegn um.
Iíún felst í orðum frelsarans: „Legg þú rit á djúpið, og
leggið net yðar til fiskidráttar.‘ ‘ Pétr liafði áðr þreytt
sig heila nótt, en ekki orðið var. ILann var hættr.
Hann hafði gefizt upp. Vér vitum öl I, livernig árangrs-
laust erviði þreytir bæði líkama og’ sál, og dregr úr
manni allan kjark. Ekki liafði Pétr lieldr séð neitt
kraftaverk þessu líkt áðr; og mannsandinn efast um
flest, sem hann hefir ekki enn lært af reynslunni. Þó
sigrar trúin hjá Pétri. Dauðþreyttr og niðrbeygðr
treystir hann samt frelsara sínurn og leggr út á djúpið.
Idér er fólginn afar mikilsverðr lærdómr fyrir livern
þann, sem staðfesta vill líf sitt í Kristi. Hann þarf að
ganga í gegn um einhverja trúarraun áðr. Allir kraft-
ar mannsins þurfa að þreyta við einhver móttsöðuöfl.
Enginn stvrkir vöðva sína nema hann reyni á þá. Eng-
inn skerpir vitsmuni sína nema hann þreyti við vanda-
samar ráðgátur. Engum fer fram í lieilagleik nema
hann stríði við freistingar. Enginn lærir að treysta
föður sínum, jarðneskum eða himneskum, nema einhvern
tíma reyni á það traust. Og enginn verðr sanntrúaðr
nema trú hans styrkist við eldraunir efasemdanna. Það
er fyrir þessa sök, að skynsemistrúin gjörir út af við
andlegan áhuga. Þá er burt liefir verið numið allt það,
sem reynir á trú vora, þá liverfr trúin sjálf, alveg eins
og sjónin hverfr, er ljósöldurnar skella ekki lengr á aug-
anu. Ef mér væri boðin ókeypis kennsla við þá mennta-
síofnun, þar sem eg þyrfti ekki að reyna neitt á sálar-
krafta mína, þá væri það boð mér einskisvirði, af því
eg myndi ekki læra neitt í þeim skóla. Ef mér væri
boðnar allsnœgtir án erviðis, þá hlyti eg að hafna því
boði, af því eg veit, að guð hefir ekki ætlað neinum
manni slík lífskjör. Ef mér væri boðin þau trúarbrögð,
sem skynsemin sæi ekki á blett eða hrukku, þá hlyti eg
að hafna þeim trúarbrögðum, af því þau gæti hvorki
verið sönn, né guðleg að uppruna. Ef mér væri boðin