Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 6
liðnu ári, sé réttmcet stefna Mrkjufélagsins, en mót-
mœlir þeim árásum á þá stefnu, sem komið hafa fram
innan kirkjufélagsins frá séra Friðrik J. Bergmann í
tímariti hans, „Breiðablikum“.
Eg get ekki skilið, hvernig nokkur óruglaðr maðr
getr komizt að þeirri ályktan, að meiri hlutinn hafi með
þessum ummælnm gjört yfirlýsing nm óskeikulleik
„Sameiningarinnar“. Þó sé eg, að forsprakki minna
hlutans hefir það fylgi, að tveir eða þrír fylgifiskar
hans*) liafa gripið í strenginn og ritað í blöðin um þetta
efni, samkvæmt því er hann vill vera láta. Lýsir það
trú þeirra á það, að ekki þurfi að rannsaka það, sem for-
sprakkinn segir. En ekki hafa þeir þó gjört neina form-
lega yfirlýsing um óskeikulleik hans.
Eg þykist nú hafa fœrt rök fyrir því, að meiri hlut-
inn liafi ekki gjört yfirlýsing um óskeikulleik „Samein-
ingarinnar“. Og um leið og það er sannað hrapar til
grunna öll sú lirúga af ákærum, sem greinarhöfundrinn
hefir tildrað ofan á þann ímyndaða hyrningarstein sinn.
Þá hefir meiri hlutinn ekkert ofríkisverk framið.
Ekkert gjört til þess að endrreisa rómverskt einokunar-
vald í trúarefnum. Ekki fjölgað játningarritum kirkju-
félagsins. Ekki svift nokkurn mann kristilegu liugs-
anafrelsi — og þá eflaust ekki getað staðið „höggdofa og
liikandi“ með ótta og iðran fyrir það, sem hann aldrei
hafði gjört.
En meiri hlutinn hefir lýst yfir því, að honum sé
það alvara, að halda uppi þeirri kristindómsstefnu ó-
breyttri, er kirkjufélagið hefir fylgt að undanförnu,
samkvæmt þeim grundvallarlögum félagsins, er séra F.
J. Bergmann og aðrir merkir og góðir menn hafa samið
og komið í gildi. — Og meiri hlutinn hefir enn fremr
skýlaust neitað um leyfi kirkjufélagsins til þess að
kennimenn þess hafi rétt til að kenna hvað sem þeim
*) Samber flœkjugreinina illyrtu eftir hr. George Peter-
son í „Heimskringlu“ frá 12. Ág. og langlokuna í sama blatSi
um úrgöngu-fundinn fræga á Garba.r eftir br. Hjálmar A.
Bergmann. Ritst. „Sam.“