Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.08.1909, Qupperneq 18
i/B Varla get eg trúað því, að nokkrum manni sé alvara með það, að bera þann óliróðr á kirkjufélagið, að það banni „kristilega rannsókn ritningarinnar“ eða nokkra þá niðrstöðu, sem það teldi slíkri rannsókn samfara. Það er síðr en svo, að kirkjufélagið vilji halda aftr af kristi- legri rannsókn ritningarinnar; yfir engu gleðst það meir en því, að menn rannsaki ritninguna frá kristilegu sjónarmiði. Er hœgt að benda á nokkurt orð, sem ritað hefir verið eða talað í nafni kirkjufélagsins, þar sem því er haldið fram, sem á kirkjuþingið er borið í fundar- samþykktinni ? Hver einstakr maðr og hver söfnuðr um sig hefir fyllsta leyfi til að rannsaka ritninguna og helga skyldu til þess að fylgja þeirri niðrstöðu, sem hann af sannfœring aðhyllist. En verði eftir slíka rannsókn skoðanir manna gagnólíkar, svo þær geti ekki lengr samrímzt undir sömu lögum og játningum, þá hlýtr allt frjálslyndi að benda til þess, að hvorug stefn- an þrengi sér að hinni, heldr skilji þær vinsamlega og búi svo hvor að sínu. Engin sanngirni væri það, að hafa á móti því, að kirkjufélagið fylgi þeirri stefnu, sem það hefir lögbundna hjá sér og allr þorri félagsmanna aðhyllist. Engin sanngirni væri heldr í því, að átelja söfnuð yðar, þótt hann skilji við kirkjufélagið, sé hann orðinn þess fullviss af „kristilegri rannsókn ritning- anna“, að hin fvrri trú sín, sem hann með kirkjufélag- inu hefir haft í aldarfjórðung, sé nú allt í einu fallin úr gildi. Fvrir sinni trú finnst kirkjufélaginu að það hafi „niðrstöðu kristilegra rannsókna ritningarinnar‘ ‘ elcki síðr en söfnuði yðar finnst það um sig, og þar fyrir gjörir söfnuðrinn kirkjufélaginu rangt til með ummæl- um sínum um bann kirkjuþingsins á kristilegum biblíu- rannsóknum. En getr það verið, að hugsan þeirra, sem sleggju- dóminn fella í fundarsamþvkktinni vfir kirkjuþingið, sé svo „einskorðuð“, að þeir álíti, að „kristileg rannsókn ritningarinnar nú á tvmum“ leiði að eins að þeirri niðr- stöðu í trúarefnum, sem kirkjufélagið hefir með ákveðn-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.