Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 6
374 gegn heilbrigðri skynsemi mannsins, ekki sízt, ef trúin á Jesúm, er veik eða dauð. Mun þá maðrinn týna því, sem hann sœkist eftir?—spyr liin meðfœdda skynsemi manns- ins. Mun sá lielzt iýna, týna lífinu og öllu, sem gjörir ]>að þess vert að það sé lifað, sem sœkist eftir að tryggja sér það með öllum þess unaðsemdum?Mun sá vinna það, gjöra sér það þess vert að það sé lifað. öðlast hamingju þess, sem sœkist ekkj. eftir að tryggja sér þetta lmoss, heldr varpar því frá sér fyrir draumkenndar hugsjónir ‘timbrmannsins frá Nazaret’? En trúuð sál finnr hinn djúpa sannieik í þessum orðum. Hún finnr, að sá sem sœkist eftir lífi sínu, hugsar að eins um að ná unaði lífs- ins fyrir sjálfan sig, hvað sem skapara hans og með- brœðrum líðr, hann stefnir burt frá markmiði lífsins, fer á mis við lífið sjálft, týnir eigin lífi sínu, missir úr eign sálar sinnar allt það, sem gjörir lífið ]>ess vert að það sé 'lifað, af ])ví að uppspretta þess er ekki í manninum, heldr í guði. „Minn matr er að gjöra vilja þess, sem mig sendi, og leysa af hendi hans verk.“ Þroski lífsins allr, ávinningr þess allr, er í því fólginn, að lifað sé sam- kvæmt vilja guðs. Því er það, að sá, sem lætr sér annt um það eitt að lifa fyrir sjálfan sig, hann glatar sjálfu lífinu. Sjálfselskan dregr þannig sjálfa sig á tálar, missir það, sem hún þóttist vera að sœkjast eftir, — œðsta hnoss lífsins. Og það, sem má virðast enn ótrúlegra, er, að orð Jesú eru sönn að því er snertir jarðneska hagsmuni. Sá, sem vill vera sannr lærisveinn Krists, á að vera til þess búinn, að fórna öllum jarðneskum hagsmunum sínum fyrir málefni Krists, ef til þess kemr; en þó er enginn Iilutr betr sannaðr en sú staðreynd, að kristilegt líf leið- ir af sér margfalda jarðneska blessun fyrir þjóðfélög og einstaklinga. En þessi orð Jesú hafa víðtœkari merking. Eigin- girnin býr ekki að eins í sál einstaklingsins; hún getr líka búið í hugarfari heillar þjóðar, lieillar kynslóðar, lieillar kirkjudeildar eða allrar kirkjunnar sýnilegu. Sérhvert mannlegt félag — sé tilvera þess sjálf ekki gagnstœð guðs vilja — hefir skyldur að inna af hendi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.