Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 10
378
rœmi hennar, lielgandi áhrif og sáluhjálplegan kraft,
er hezt sannar hinn guðlega uppruna hennar. Lík-
sknrðarlierbergið er nauðsynlegt; en sá staðr er ekki
sem heppilegastr, er vér viljum læra að sjá fegrð og sam
svarandi vaxta,rlag lifandi mannslíkama, og auka lotn-
ing vora fyrir honum. Vart niun ]>að auðveldara, að
glœða hjá ossandlegan skilning á ritningunm, þegar vér
fáum ekki að kynnast neinu riti hennar fyrr en það hefir
verið lagt upp á borð frœðimannsins, sneitt þar niðr og
liðað allt og tætt sundr, þar til ekkert lífsmark finnst
framar með því, og helzti árangr rannsóknarinnar er
Jeiðinieg skrá yfir kafla, máJsgreinir eða. greinarparta,
sem eiga að vera eftir ýmsa liöfunda eða ritara. Sem
Jifandi bók hefir biblían sín sérlcenni og sinn kraft; og
það er ekki nema rétt, að gjöra þessarri hlið bókarinnar
sörou skil, áðr en bvrjað sé að tæta hana sundr.
Skoðum þá biblíuna á þann hátt, sem til hefir verið
mælzt. Líklega verðr það fyrst til að vekja eftirtekt
vora, að bókin er ein dásamleg heild. Frá öðru sjónar-
miði skoðuð er biblían auðvitað ekki ein bók, heldr sam-
safn a.f bókum, „guðlegt bókasafn“, eins og Híeronvmus
kirkjufaðir kallaði hana. Tímabil það, er rit liennar
voi'u fœrð í letr á, nemr þósund árum að minnsta kosti.
En það, sem vekr undi’un vora, er, að þegar þessi rit eru
komin saman, þá mynda þau eina samgróna lieild; mynda
„biblíu“, eins og vér köllum safnið, með upphafi, miðju
og niðrlagi, er ber það með sér, að fullkomið samrœmi
er milli Jónna ýmsu parta Jiennar og að heiJdin er full-
gjör.
Ekki hefir nein ályktan eða „niðrstaða rannsókn-
anna“ náð ao hagga þessu einkenni heilagrar ritningar.
Því það liggr í augum uppi, að eftir því, sein frœðimaðr-
inn finnr, eða þykist finna, fleiri frumrit, eftir því sætir
meiri undrum eining og samrœmi ritasafnsins í lieild
sinni. Þessa eining sjáum vér bezt, er vér berum ritn-
inguna saman við önnur lieJgiritasöfn. Því til eru
margar biblíur, sem heyra til ýmsum trúarbrögðum.
Þannig liafa Múhameðsmenn Ivóraninn, Búddatrúar-
menn sitt helgiritasafn, fylgjendr Zóróa.sters bókina