Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 8
376
móti til a.ð ;iuka vald sitt, og henni tókst það um stund-
arsakir — en hón glataði um leið lífi sínu. Varð að
dauðri kirk.ju, af því að hún hafði gleymt sinni himnesku
köllun og stjórnaðist af veraldlegum hvötum.
Mótmælenda-kirkjudeildirnar liafa sumar reynt að
sjá lífi sínu horgið með því að hjófra sig inn undir
verndarvæng ríkisins, eða hinnar veraldlegu valdstjórn-
ar. Og ávöxtinn sjáum vér nó — til dœmis á Islandi.
Og nó er á ýmsum stöðum í kirkjunni verið að leit-
ast við að sjá lífi liennar borgið með því að slá svo og
svo miklu af sannleik þeim, sem henni var tróað fvrir,—
laga kenningar kristindómsins eftir hugsunarhætti
heimsbarna aldar þessarrar, elta heiminn í stað þess að
leiðbeina honum. Ætti ekki vegr kirkjunnar að vaxa
við það? Oss er sngt, að fjöldinn, sem stendr utan við
kirkjulegan félagska.p, geti ekki verið með fyrir þá sök,
að kirkjan sé svo ófrjálslynd og fastheldin við fornar
kreddur. Mun þá ekki allr bessi sœgr koma hlaupandi
jmngað, sem „frjálslvndis“-faðmrinn er breiddr á móti
honum ? Ekki liafa verið mikið meiri brögð að því nó
en fyrrum.
Únítara-hreyfingin er bráðum orðin aldargömul hér
í álfu. Nýja Englands-menninguna hafði hón að bak-
hjarli. Og ekki fælir hón frá sér með „kreddunum“.
En þó stendr allr kirkjulausi sœgrinn fvrir utan þennan
tróflokk enn í dag. Astfóstr hafa ýmsar deildir kírkj-
unnar lagt við „nýju guðfrœðina“ og talið hana lieilla-
vænlega til að efla veg og vöxt kirkjunnar. En hver er
ávöxtrinn? Hann sjáum vér meðal annars á Andover-
prestaskólanum, sem eitt sinn var einhver mesta guð-
frœðastofnun Bandaríkja, en er nó ór sögunni að öllu
nema nafninu, af því að nemendr fást ekki til að sœkja
Iiann. Ekki hefir nýja guðfrœðin aukið áhuga í þeim
hluta kirkjunnar. Og fleiri dœmi þessu lík mætti nefna.
Síða.stliðið ár var viðburðaríkt í sögu lótersku
kirkjunnar íslenzku. Þær tvær deildir hennar, ríkis-
kirkjan á íslandi og kirkjufélagið lóterska hér vestan
hafs, áttu um tvo kosti að velja, og tóku sinn kostinn
hvor. Ríkiskirkjan á íslandi tók þann kostinn, að sjá