Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 15
383 um ytra búningi heldr í liinu innra lífi orðsins; og það er fyrir þessa sök enn dásamlegra, og á ekki sinn líka. (Meira.) Maðr einn dularklæddr úti á íslandi var hvaö eftir annaö í fyrra og hitt hið fyrra i blööum þar—„Norðrlandi" og „ísafold'*— aö dýrðast yfir frjálslyndis-boðskap nýju guðfrœðinnar og þvi sam- fara að gefa ritstjóra „Sameiningarinnar" ýmisleg olnbogaskot. Var þess eitt sinn í fyrra getið í blaði þessu, að náungi sá væri þó auöþekktr í gegn um dulargerfið, enda myndi hann ekki mjög lengi sökum hins taumlausa sjálfsálits, sem er sérkenni hans, geta setið svo á sér, að ekki segði hann til nafns síns. Nú hefir og skemaðr- inn látið alþjóð vita, að hann heitir Guðmundr Friöjónsson. ,.Norðrland", blað Sigurðar Hjörleifssonar, bróður Einars Hj., það sem með síðasta pósti kom hingað vestr, flytr heiftarmál frá Guð- mundi móti Jóni Bjarnasyni, takmarkalausan vaðal. Að rökrœða nokkurt ágreiningsmál við annan eins flysjung og flautaþvril kemr ekki til mála, og gat oss sízt dottið í luig að fara að svara persónu- legum skömmum úr þeirri átt. Bent skal þó á eitt í þessarri grein Guðmundar. Hann fárast mjög út af því, hve kærleikslaus, heiftugr og grimmr guð sé •— eftir því, sem honum sé lýst í gamla testamcntinu, og eftir þeirri trú, sem hann eignar oss. En í ógáti læðist þaö þó út hjá honum. að þetta er nú einmitt hans trú og í þeirri trú Iifir hann sjálfr; því afdráttarlaust segir hann, að ritverk þetta sendi hann frá sér til þess að hefna sín á ritstjóra „Sam.“ — samkvæmt lögmálinu gamla: „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Myndi ekki nýja guðfrœðin íslenzka heldr lítið grœða á því að hafa fengið annan cius manrr- sér að formælanda? 1 sömu grein er frá því sagt, að séra Jón Bjarnason hafi á síðasta kirkjuþingi voru hér flutt fyrirlestr cinn, er svo hafi verið úr garði gjörðr, að séra Friðrik J. Bergmann hafi þá ekki lengr þolað mátið og gengið af þingi með flokk manna. Svo sem allir vita, þeir er nokkuð til þekkja, átti fyrirlestr sá, sem hér er um getið, alls engan þátt í úrgöngu séra Friðriks og hans manna. Fyrir þá félaga vitanlega yfir engu í erindi því að kvarta, nema ef vera skyldi þyí, að þar var alls engin áeás á séra Friðrik og að því leyti engin ástœða til að vonzkast. — Er ritstjóri „Norðrlands" svo blindr, að hann sjái ekki, að Guðmundr Friðjónsson fer hér með rakalaus ósannindi ? Eða stendr honum alveg á sama, þó að blað- hans breiði út herfilegustu lygafréttir ?“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.