Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 7
375 þarf að laga sig eftir vilja þess, er stjórnar alheimi, og hvenayi- sem slíkr félagskapr hugsar meir um að njóta en að inna af hendi, þá fer fyrir honxim eins og þeim ein- staklingi, sem vill fá borgið sínn eigin lífi: hann glatar því, sem hann hugðist að njóta — dregr sjálfan sig á tál- ar, missir líf sitt, glatar sál sinni. Hvergi kemr þessi sannleikr ja/nskýrt í ljós og í sögu kirkjunnar. Hún hefir skyldur að inua af hendi við þann, sem stofnaði hana, málefni að flytja, sem henni var trúað fyrir, boðskapinn um Krist og hann krossfestan, um synd mannsins og náð guðs. Henni hefir verið trúað fyrir heimildum þess boðskapar — heilagri ritning. Og liún hefir sífellt þurft að eiga í stríði gegn heiminum, stríði við svnd, vantrú og hroka- fulla veraldarvizku. Lífi liennar sem stofnunar hefir oft virzt hætta búin. Og hvað er þá eðlilegra en að kirkjan hafi stundum freistazt til að hugsa fyrst um eigið líf sitt? — látið sér mest um það hugað, að auka mátt sinn, bœta við fylgi sitt, afla sér vinsælda meðal barna heimsins, en minna um að reynast köllun sinni trú? En slíkar tilraunir hafa aldrei verið heillavænlegar fyr- ir kirkjuna; hún hefir glatað lífi sínu, einmitt þegar htin hugðist að sjá því borgið. Tökum nokkur dœmi. Fyrst á öldum átti kirkjan að stríða AÚð vantrú, siðlevsi, heiðinn hugsunarhátt, frœðakerfi heiðinnar heimspeki. Hvað gat þá virzt fýsilegra fyrir kirkjuna en að blanda heiðnum hugmynd- um saman við sannindi kristindómsins, til þess að heiðn- um mönnum geðjaðist betr að fagnaðarboðskapnum? Myndi ekki slíkt hafa flvtt fvrir vexti heiinar og við- gangi? Svo má virðast; en reynslan sýndi hið gagn- stœða. Mörg villutrúarkerfi mynduðust, sem blönduðu allskonar lieiðinni villu — er þá var í mestu afhaldi — sa,man við sannindi kristindómsins, og gjörðu siðferðis- kröfum hans lágt undir höfði. Þessi villutrúarkerfi voru algjörlega sniðin eftir heiðnum og spilltum tíðaranda, en samt breiddust þau ekki út. Hlutu aldrei nema fáa áhangendr, og dóu út. Kaþólska kirkjan á miðöldunum revndi með öllu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.