Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 23
39i Frelsis-söfn. — Fulltrúar: Björn Andrésson (forsetij, F. S. FreJerickson fskrifari,), O. Frederickson fféhiröirj, Hjörtr Sigurðs- son og Jón S. Christopherson. Djáknar: Sigurör Antoniusson og Mrs. GuiSrún Sigpnar. Immanúels-söfn.—Fulltrúar: Chr. Johnson iforseti), Ó. And- ersson ('skrifarij, C. Bened ktsson JféhirðirJ, Sigrjón Christopherson og H. J. Eggertsson. Djáknar: Jósef Daviðsson og Mrs. Helga Björnsson. Fjárhagr safnaSanna allra reyndist í góöu lagi. Immanúels- söfn. hafði borgaS $330 af kirkjuskuld sinni, svo aS hún er nú ekki nema $900, en kirkjueignin er $4.000 virSi; söfnuSrinn stofnaSr fyrir rúmum 2 ártmi. Samþykkt var aS haldnar skyldi í vetr nokkrar guSsþjónustur aS Brú. SmíSi kirkjunnar nýju þar verSr liraSaS eins og kostr er á undir eins og veSr leyfir á komanda vori. Fr. H. Ólafr Þorsteinsson andaSist á heimili sínu í Pembina, N.-Dak., 19. Jan. síSastl., og var greftraSr 23. Hann hafSi níu um sjötugt (í. nýársd. 1831); um marga mánuSi áSr en hann lézt þjáSist hann af innan-meinsemd. Hann lætr eftir sig ekkju, Elínu Stefánsdóttur, fjögur börn og fóstrbarn. Mörgum íslendingum var Ólafr kunnr bæSi vestan hafs og austan, og aS góSu. Urn aldarfjórSung höfSu flestir íslendingar, sem til Pembina komu, gist hjá þeim hjónum. Þótti mörgum gott aS koma til þeirra og munu nú sakna heimilisins. 'Þau voru fjörutíu og átta ár í hjónabandi. Giftust í Hruna hjá séra Jóhanni Briem, frænda Elínar, sem hélt brúSkaupiS. HafSi Elín ver'S hjá honum frá þvi um fermingaraldr. fólafr Árnason, afi Elínar, var bróSir frú ValgerSar á Grund, móSur séra Jóhanns.J Ólafr og Elín tóku svo viS búi Þorsteins, föSur Ólafs, í Tungu í Grafningi í Árnessýslu, og bjuggu þar þangaS til þau fluttust vestr um haf fyrir þrjátíu og tveim árum. Settust þá fyrst aS i Nova Scotia meS íslenzka hópnum, sem þangaS fluttist, og voru þar í fjögur ár. En er sýnt var, aS íslenzk nýlenda gat þar ekki þrifizt, fluttu þau sig vestr til Dakota og settust aS t bœnum Pembina, þar sem nokkrir íslendingar voru fyrir. Og þar bjuggu þau úr því.— Ólafr komst í góS efni; því hann var fyrirhyggjumaSr og búmaSr bezíi, ákafr e’jumaSr, og verkmaSr góör. HafSi lært gullsmíSi, eu var auk þess bæSi járnsmiSr ogtrésmiSr; því höndin var frábærlega hög. Talsvert fróSr maSr var hann, minnugr vel og las mikiS. Islendingr var hann í húS og hár, og fylgdist meS öllu, sem gjörSist meSal íslendinga bæSi á íslandi og hér. Hann var ákveSinn í skoS- unum um stjórnmál Islands og eindreginn fylglsmaSr fyrrverandi stjórnar. PTann tók þátt i kirkjumálum vorum frá upphafi. Var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.