Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 11
379
Zendavesta, og,Bramatrúarmenn Vedabœkrnar. Allar
þessar bœkr geta enskumælandi menn lesið í áreiðanleg-
nm þýðingum, og borið þær saman við heilaga ritning.
Ekki viljum vér að þessu sinni rœða am hina stór-
kostlegu yfirburði biblíunnar yfir allar aðrar bœkr, jafn-
vel að bókmenntalegu gildi—, því efalaust myndi fáum,
sem vit la.ia. á, detta í liug að jafna saman hinum allra
göfugustu sálmum Vedabóka eða Bábylonarsafnsins og
hebresku Sálmunum, að því er snertir kraft og hátigaar-
Jeik; eða líkja liinum fáu verulega mikilfenglegu tilþrif-
um í Kóraninum við ]>að stöðuga háfleygi hugsunarinn-
ar, sem kemr í Ijós lijá spámömmnum liebresku; eða
leggja að jöfnu hófleysið og öfgarnar í bókinni Lalita
Vistara hjá Búddatrúarmönnum, og þann einfaldleik, þá
fegrð og það látleysi, er kemr fram í guðspjöllum krist-
inna manna. — En vér viljum leiða athygli lesandans að
einu atriði — mismuninum, að því er snertir cining efn
isins. Vér leitum árangrslaust í hiuum heiðnn helgirit-
um að nokkru því, sem kalla megi þessu nafni. Kóran
inn, til dœmis, er safn af sundrlausum lesköflum, sem
ómögTilegt er að gefa neina samfellda. framhaldandi
niðrröðun. Sama má segja um iielgirit Zóróasters og
Búdda-manna. Þar er ekkert upphaf, miðja eða endir.
Þau eru að mestu leyti samsöfn af óskyldum, ósamstœð-
um þáttum, sem ekki hafa neitt innra samhengi. En því
er allt annan veg varið með biblíuna; við ]>að verða allir
að kannast. Vér finnum allir til þess, að bókin er ein
lieild frá uppliafi til enda. Þar sjáiun vér ekki safn af
brotum, heldr samfast smíði. Bókin öll hefir eina sam-
stœða sögu að segja. Þar er efni, sem vex fyrir augum
vorum. Þar er grundvöllr, tilgangr, framþróun. Niðr-
lagið snertir upphafið aftr. Þegar öllu er lokið, þá
finnst oss sköpunarsagan endrtaka sig, guð hafa lokið
dásem larverkum sínum, og sjá, þau eru harðla góð. Að
sjálfsögðu er með þessu litið að eins á hinn ytra búning
biblíunnar; en það atriði hefir samt sem áðr stórvægilegt
gildi. Það sýnir oss fyrst og fremst, að biblían á ekki
sinn líka — ekki í öllum ritverkum heimsins. Til að
finna hina réttu skýring á efni hennar verðum vér, hvort