Sameiningin - 01.02.1910, Blaðsíða 21
ckki annað en hi'ð bezta að segja af viötökum fólksins og kirkju-
rœkni.
Á niánudaginn kom eg til Winnipeg aftr, og fór í sömu vikunni
norör í Álftavatns- og Grunnavatns-byggðir. og dvakli jjar fram í
m ðjan Xóvembermánuð. Eg hélt jjar guðsjjjónustur ellefu alls;
guðsjjjónustustaðir voru: Oak Point, Mary Hill, Lundar, Háland,
Vestfold. Otto og Markland. Fremr voru Jtasr samkomur vel sóktar
meðan góð tíð hélzt, en lakar eftir að veðr tók að kólna. Eg dvaldi
að mestu levti í Grunnavatns-byggö, fyrir ])á sök, að söfnuðrinn að
Lundar naut þjónustu séra Jóns Jónssonar. Hann prédikaði jtar
tvisvar á mánuði.
Byggðir þessar eru betr lagaðar til kvikfjárrœktar en akryrkju.
Jarðvegr er þar víðast frernr rýr og mjög grýttr. En nóg hefir
verið þar um engi og haglendi nema i votviðratíð; j)á eru allar
tjarnir og keldur fullar, og verðr lítið heyjað í kring um ]>ær; en
aldrei sprettr til neinna muna á (rlkali-böhmum, sem ])ar eru víða á
skóglausu harðvelli. — En nú fer hvað af hveriu að verða skortr á
haglendi og engi, jafnvel í þurrkárum. að minnsta kosti fyrir hina
stœrri bœndr, eftir J)ví sem byggðin j)éttist. Pótt landgreöin sé ekki
niikil, eru þó margir bœndr þar komnir í bjargáinir og sumir í góð
efui.
Um andlegar horfur hefi eg litlu að bœta við J)aö. sem J)egar
hefir verið látið í ljós. Ástandið er eins gott og búast mátti við, ef
allar ástœður eru teknar til greina. Eg hefi þá trú, að hinn and-
legi fjársjóðr standi j)ar að sínu leyti landgœðitnum framar aö mikl-
tim mun.
Miss Helga Bardal kenndi sunnudagsskóla að Vestfold og Miss
A. M. Thorláksson á Marklandi, og er enginn vafi á J>ví. að starf
þeirra hefir haft blessunarríkan árangr.
Eg ætlaði að búa börn undir ferming austr að Vestfold, en var
kallaðr 1>urt áðr tök væri á að byrja ])að verk. Alls skírði eg 18
börn á j>essu sumri.
Hjartans ])akkir vil eg votta fólkinu fyrir alúð og greiðvikni,
er }>að lét mér í té, sérstaklega J)eim, sem greiddu fyrir ferðalagi
mínu. Vil eg svo kveðja a!1a J)á, sem eg átti mök við á trúboðs-
ferðum mínum síðastliðið sumar með niðrlagsorðum heilagrar
ritningar: ,,Náðin drottins vors Jesú Krists sé með yðr öllum.“
Séra Sigurðr S. Christopherson er nú aftr frá byrjan langa-
föstu tekinn til starfa á svæði j)ví við Narrows og Dog r'reek út frá
norðrenda Manitoba-vatns, ]>ar sem hann vann að trúboði meðal
landa vorra í J)jónustu kirkjufélagsins á síðasta ári. Og er búizt
við, að hann starfi j>ar fyrst um sinn fram að næsta kirkjuþingi og