Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 29

Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 29
FIMMTUDAGUR 7. apríl 2011 3 Þorbjörg Valdimarsdóttir text- ílhönnuður og Heiða Eiríks- dóttir fatahönnuður frum- sýndu sína fyrstu fatalínu undir merkinu Rain Dear, á hátíðunum Hönnunar- Mars og Reykjavík Fashion festival nú á dögunum. Þar vöktu þær athygli bæði erlendra og innlendra gesta og þótti línan koma á óvart. „Við fengum frábær viðbrögð og mikla athygli og hittum meðal annars blaðamenn stórra erlendra tískutímarita um helgina. Það skiptir alltaf miklu máli fyrir hönnuði, upp á trúverðugleika vör- unnar,“ útskýrir Heiða. „Við hönnum hátískufatnað á konur á aldrinum 25 til 55 ára af öllum stærðum og gerðum. Við vinnum mikið með plastefni en Rain Dear er þó ekki hugsað sem útivistarfatnaður, heldur hátíska,“ segir Heiða en línan inniheldur meðal annars litríkar kápur, slár og samfestinga. Fyrirtækið hafa þær stöllur undirbúið síðustu tvö ár og eru nú þegar komnar í samvinnu við ítalskan framleiðanda sem bæði býr til efnið í flíkurnar og fram- leiðir þær. „Allt efnið er sérútbúið fyrir okkur en við látum vinna saman ólíkar tegundir af efnum í eitt, sem er nýsköpun út af fyrir sig, en efnið er síðan gert vatnshelt. Plast er auðvitað ekki umhverfis- vænt efni en stefnan hjá okkur er að hver kápa verði afhent í tösku sem nýtist kaupandanum áfram. Í framhaldinu verður svo skila- gjald á gömlum kápum þannig að afsláttur fæst af nýrri kápu og við endurnýtum gömlu kápuna í hluti í samvinnu við aðra hönnuði.“ Eftir vel heppnaða frumsýningu er næsta skref að koma línunni á markað. Von er á fyrstu vörunum í verslanir snemma árs 2012 og er stefnan tekin á útlönd. „Við stefnum á Bretlandsmarkað en erum að vinna markaðskönnun í Skandinavíu líka. Nú leitum við að umboðs- og dreifingaraðilum til að koma vörunni á markað, en varan fer í verslanir í byrjun árs 2012.“ Heiða segir mikinn kraft vera í íslenskum hönnuðum, Hönnunar- Mars og RFF sanni það og sýni. Hún segir aðstandendur hátíðanna eiga hrós skilið fyrir fagleg vinnu- brögð. „Það var frábærlega að öllu staðið, sérstaklega að fá hingað blaðamenn frá virtum erlendum fjölmiðlum í hönnunargeiranum. Mér fannst einnig mikil samstaða meðal íslenskra hönnuða, sem er mikilvægt.“ heida@frettabladid.is Tískulínan Rain Dear er ekki hugsuð sem útivistarfatnaður þó vatnsheld sé, heldur hátísku götufatnaður. Línan vakti athygli bæði innlendra og erlendra gesta á Reykjavík Fas- hion Festival og stefna hönnuðirnir á markaðssetningu erlendis. Efnin eru samsett úr ólíkum efnisteg- undum hjá ítölsku framleiðslufyrirtæki, sem framleiðir einnig flíkurnar. Heiða Eiríksdóttir og Þorbjörg Valdi- marsdóttir hanna hátískufatnað á konur af öllum stærðum og gerðum. MYND/BJARNEY LÚÐVÍKSDÓTTIR Rain Dear tískulínan á koppinn Fatalínan Rain Dear vakti talsverða athygli gesta á nýafstöðnum HönnunarMars og á Reykjavík Fashion Festival, þar sem hún var frumsýnd. Að baki línunni standa tvær konur – fatahönnuðurinn Heiða Eiríksdóttir og textílhönnuðurinn Þorbjörg Valdimarsdóttir. CHANEL dagar í Hygeu Kringlu og Hygeu Smáralind 7. - 10. apríl. Verið velkomin í snyrtivöruverslun Hygeu. Chanel sérfræðingar munu taka vel á móti ykkur og veita faglega ráðgjöf. Nýjungar í Chanel: • Rouge Coco Shine varalitur, nýjasta æðið í Chanel. Varalitur sem eykur vellíðan og gefur 8 tíma raka. Frábærir litir. • Nýtt “look” fyrir augu. Nýr maskari “Sublieme De Chanel” augnhárin eru í aðalhlutverki, hann lengir, brettir og þykkir. • Næring fyrir augnhárin, góð undir maskarann og einnig ein og sér yfir nótt. Verndar og nærir augnhárin. • Augnskuggar bæði einfaldir nýir litir og fjórfaldir í bláum tónum. • Hydramax + Active kremlínan hjálpar þér að fríska upp og viðhalda heilbrigði húðarinnar. Hydramax ver húðina gegn eiturefnum frá umhverfinu og gefur henni mjög góðan raka. Nýtt í línunnni; Hydra Beauty serum, mjög kröftugur rakagjafi fyrir húðina, mýkir hana og fyllir orku svo hún ljómar af heilbrigði. Glæsileg gjöf fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir eða fleiri, þar af eitt krem í Chanel. Gjöfin er Chanel snyrtitaska.* * Á meðan birgðir endast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.