Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 54
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is GUNNAR EINARSSON þekkir það manna best að vera að fara að spila oddaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeist- aratitilinn. Gunnar hefur spilað sex slíka oddaleiki á ferlinum, þar af þann fyrsta fyrir sextán árum. Keflavík hefur reyndar aðeins unnið tvo af þessum sex leikjum en þar á meðal er sá síðasti sem var á móti ÍR fyrir þremur árum. Leikur kvöldsins verður jaframt 17. oddaleikur Gunnars í úrslitakeppni en hann hefur verið í sigurliði í tíu þeirra. KÖRFUBOLTI KR og Keflavík mæt- ast í Vesturbænum í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslands- meistaratitilinn. KR-ingar unnu tvo fyrstu leiki sína og voru um það bil að sópa öðru Reykjanes- bæjarliðinu í röð út úr keppni en Keflvíkingum tókst það sem aðeins einu liði hefur tekist áður, þeim sjálfum fyrir þremur árum, að koma einvígi í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir. Magnús Þór Gunnarsson var langt frá sínu besta í tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann var bara með 7,0 stig að meðaltali og hitti aðeins úr 18,2 prósentum skota sinna. Framlag Magnús- ar í þessum tveimur tapleikjum var aðeins upp á 5,0 framlagsstig í leik og hann fann ekki fjölina sína eins og fleiri leikmenn í lið- inu. Magnús hafði þó ekki glat- að sjálfstrausti sínu eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. „Við erum vissulega 2-0 undir en þetta snýst um að vera fyrst- ur að vinna þrjá leiki. Þetta er ekkert flókið, við þurfum bara að byrja á því að vinna einn úti- leik,“ sagði Magnús Þór Gunn- arsson í viðtali við Fréttablað- ið eftir leik tvö. „Við þekkjum þessa stöðu og það verður gaman að sjá hvað gerist. Þetta er mikil áskorun fyrir okkur að sjá hvort við getum þetta eða ekki,“ sagði Magnús enn fremur og það er ljóst að hann tók þessa áskorun persónulega. Magnús skoraði 21 stig í leik þrjú og var síðan með 29 stig í síðasta leik. Hann hefur því skor- að 25,4 stig að meðaltali í und- anförnum tveimur leikjum þar sem hann hefur sett niður 51,7 prósent skota sinna og státar af framlagi upp á 24,5 framlagsstig í leik. Magnús hefur því bætt sig um 19,5 framlagsstig í leik, um 18 stig í leik og um 33 prósent í skot- nýtingu frá því í fyrstu tveim- ur leikjunum. Magnús náði því að hækka framlag sitt um 390 prósent og það vefst ekki fyrir neinum að frammistaða hans á mikinn þátt í upprisu Keflavík- urliðsins. Gunnar Einarsson er annar leikmaður sem hækkaði sig gríð- arlega en framlag hans fór úr 1,0 upp í 11,5 eða upp um 1.150 pró- sent. Gunnar var með 3,0 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjun- um en hefur skoraði 12,0 stig í leik í undanförnum tveimur leikjum. Magnús er einn af þremur skyttum Keflavíkurliðsins sem fundu fjölina sína á ný og eiga mikinn þátt í því að Keflavík- urliðið skoraði 18 fleiri þriggja stiga körfur í leikjum 3 og 4 en í fyrstu tveimur leikjunum þar sem KR-liðið fékk 27 fleiri stig en þeir úr þriggja stiga skotum. Þeir Magnús, Gunnar Einars- son og Hörður Axel Vilhjálms- son hittu saman ekki nema úr fjórum af 27 þriggja stiga skot- um sínum í fyrstu tveimur leikj- unum en hafa nú skorað saman 19 þrista í sigurleikjunum tveimur. Nýting þeirra hefur því hækkað um 30 prósent og það hefur svo sannarlega munað um þessi 57 stig sem þeir félagar hafa skorað fyrir utan þriggja stiga línuna í undanförnum tveimur leikjum. ooj@frettabladid.is MAGGI „GUN“ FANN SKOTIN Í BYSSUNA Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum bætti Magnús Þór Gunnarsson framlag sitt um 390 prósent og hefur átt stóran þátt í því að Keflvíkingar hafa risið upp frá dauðum og mæta KR í oddaleik í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. EINN AF SJÖ Magnús Þór Gunnarsson skoraði 7 þrista í leik fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Safamýri 61 108 Reykjavík Rúmgóð hæð í Safamýrinni Stærð: 178,5 fm Fjöldi herbergja: 4-7 Byggingarár: 1963 Fasteignamat: 30.100.000 Bílskúr: Já Verð: 40.900.000 RE/MAX Senter og Þóra kynna glæsilega sérhæð með bílskúr í Safamýrinni. Íbúðin er með 3-4 svefnherbergjum, tvö hafa verið sameinuð í eitt, bjart eldhús og stórar stofur. Baðherbergi á svefnherbergisgangi auk gestasnyrtingar í forstofu. Eigninni tilheyrir stór bílskúr, sérþvottahús og geymsla í kjallara. Húsð er allt í mjög góðu ástandi, málað að utan 2010. Allar frekari upplýsingar veitir Þóra í s. 777-2882 eða thora@remax.is Senter Kristján Ólafsson Lögg. fasteignasali Þóra Birgisdóttir Sölufulltrúi kol@remax.is thora@remax.is Opið Hús Opið hús i dag kl. 18-18.30 RE/MAX Senter - Skútuvogur 11a - 101 Reykjavík - Sími: 4144700 - www.remax.is 0 7772882 3ja stiga skotnýtingin Leikur eitt og tvö Magnús Þór 18 prósent (2/11) Hörður Axel 18 prósent (2/11) Gunnar Einarsson 0 prósent (0/5) Allt Keflavíkurliðið 23 prósent (11/47) Leikur þrjú og fjögur Magnús Þór 50 prósent (11/22) Hörður Axel 44 prósent (4/9) Gunnar Einarsson 36 prósent (4/11) Allt Keflavíkurliðið 45 prósent (29/65) Breytingin Gunnar Einarsson +44 prósent Magnús Þór Gunnarsson +31 prósent Hörður Axel Vilhjálmsson +18 prósent Allt Keflavíkurliðið + 21 prósent Mikill munur á Magga Leikur eitt og tvö Stig í leik 7,0 Skotnýting 18,2 prósent (4/22) 3ja stiga körfur í leik 1,0 Framlag í leik 5,0 Leikur þrjú og fjögur Stig í leik 25,0 Skotnýting 51,7 prósent (15/29) 3ja stiga körfur í leik 5,5 Framlag í leik 24,5 KÖRFUBOLTI Fimm Keflvíkingar og einn KR-ingur, þá ÍR-ingur, voru með fyrir þremur árum þegar Keflavík náði eitt liða í sögu úrslitakeppninnar að koma til baka eftir að hafa lent 0-2 undir. Gunnar Einarsson (23 stig), Þröstur Leó Jóhannsson (5), Jón Norðdal Hafsteinsson (12), Magnús Þór Gunnarsson (10) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (9) skoruðu þá saman 59 stig í 93-73 sigri í oddaleiknum en Hreggvið- ur Magnússon lék þá með ÍR og skoraði 5 stig. - óój Endurkoma Keflvíkinga: Sex með fyrir þremur árum HREGGVIÐUR MAGNÚSSON Var í liði ÍR sem tapaði fyrir Keflavík í undanúrslit- unum 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI KR-ingar verða í kvöld í sömu stöðu og þeir voru í í fyrra þegar þeir mættu Snæ- felli í oddaleik í DHL-höllinni og í boði var sæti í úrslitaeinvíginu. KR tapaði leiknum 83-93 og Snæfell fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Brynjar Þór Björnsson, Fannar Ólafs- son, Skarphéðinn Freyr Ingason, Finnur Atli Magnússon, Ólafur Már Ægisson, Jón Orri Krist- jánsson og Pavel Ermolinskij fá allir annað tækifæri í kvöld. - óój Oddaleikur í DHL-höllinni: KR-ingar í sömu stöðu og í fyrra HANDBOLTI Þórir Hergeirsson, þjálf- ari norska kvennalandsliðsins, er einn af þremur þjálfurum í kvenna- boltanum sem koma til greina sem þjálfari ársins hjá Alþjóðahand- knattleikssambandinu. Þórir gerði eins og kunnugt er norska landsliðið að Evrópumeist- urum í Danmörku í desember en það var fyrsti stóri titillinn sem liðið vinnur undir hans stjórn. Aðrir sem koma til greina sem besti þjálfarinn í heimi í kvenna- boltanum eru þeir Oliver Krumb- holz, landsliðsþjálfari Frakka, og Jan Pytlick, landsliðsþjálfari Dana. Claude Onesta, landsliðs- þjálfari heims-, Evrópu- og Ólymp- íumeistara Frakka, Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, og Valero Lopez Rivera, landsliðsþjálfari Spánverja eru tilnefndir í karla- flokki. Það er hægt að taka þátt í kosn- ingunni á netinu og þeir sem vilja gefa Þóri atkvæði sitt geta gert það inni á heimasíðu Alþjóðahandknatt- leikssambandsins. - óój Tilnefningar Alþjóðahandknattleikssambandsins: Verður Þórir þjálfari ársins? ÞÓRIR HERGEIRSSON Gerði Noreg að Evrópumeisturum. MYND/AFP HANDBOLTI Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaup- mannahöfn á Tvis Holstebro í gær í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Ege varði víti á lokasekúndun- um áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiks- ins. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir AG og Arnór Atlason var með 2 mörk. Hansen var markahæstur með 8 mörk. Úrslitakeppni dönsku deildar- innar er riðlakeppni þar sem átta efstu liðunum er skipt niður í tvo riðla. AG vann deildarmeistara- titilinn en Team Tvis Holstebro var áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Hin liðin í riðl- inum eru lið AaB Håndbold og Nordsjælland Håndbold. - óój AG í úrslitakeppninni: Sluppu með skrekkinn í gær SNORRI STENN Skoraði þrjú mörk fyrir AG-liðið í gær. MYND/HEIMASÍÐA AG FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson er eftirsóttur þessa dagana eftir frábæra frammistöðu sína með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. Meðal þeirra sem hafa mikinn áhuga á landsliðsframherjanum samkvæmt fréttum erlendra miðla eru ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle, Everton, Sunderland, Bolton og West Ham. Kolbeinn hefur skorað 11 mörk í 28 deildarleikjum á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað inn á í 15 leikjum. - óój Kolbeinn Sigþórsson: Mikill áhugi í Englandi KOLBEINN SIGÞÓRSSON Hefur skorað 14 mörk í öllum keppnum. MYND/AP Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.