Fréttablaðið - 15.04.2011, Qupperneq 18
18 15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Mark-miðið með því að veita Samfélagsverðlaun hefur frá upphafi verið að vekja athygli á góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu, oft í svo miklu hljóði að fáir vita af þeim aðrir
en þeir sem njóta.
Með veitingu Samfélagsverðlauna er kastljósinu beint að þeim
samborgurum okkar sem leggja meira á sig en þorri fólks til þess
að láta gott af sér leiða. Sumt af þessu fólki hefur fundið sér far-
veg í starfi þar sem framlag þess er heldur meira en til er ætlast
eða í frumkvöðlastarfi þar sem allt hefur verið lagt í sölurnar til
að sjá hugsjónirnar verða að veruleika. Aðrir eru virkir í félaga-
samtökum þar sem þeir láta gott
af sér leiða og enn aðrir vinna
góðverk sín einir og sér.
Fyrirkomulag Samfélagsverð-
launanna hefur verið hið sama
frá upphafi. Í ársbyrjun er lýst
eftir tilnefningum til Samfélags-
verðlauna frá lesendum. Með því
er efnt til samtals við lesendur
blaðsins og þeir beðnir að nefna til sögu einstaklinga og félaga-
samtök sem þá langar að vekja athygli á, ekki síst vegna þess að
starf þeirra er til eftirbreytni fyrir aðra. Lesendur bregðast jafnan
vel við og senda inn fjölda tilnefninga. Svo var einnig í ár.
Þegar tilnefningafrestur er úti tekur dómnefnd við. Hún velur úr
tilnefningum og útnefnir þrjá í hverjum hinna fjögurra flokka sem
Samfélagsverðlaunin eru veitt í, Hvunndagshetju, Frá kynslóð til
kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og Samfélagsverðlaununum
sjálfum. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut
Reykjadals í Mosfellsdal. Í Reykjadal starfar drífandi hópur
ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að
leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal af vegna fjárskorts. Þá
efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda
starfseminni gangandi í vetur.
Ásmundur Þór Kristmundsson var valin Hvunndagshetja vegna
þess afreks síns að bjarga erlendum ferðamönnum sem höfðu fest
bíl sinn í Krossá og hætta með því lífi sínu.
Jón Stefánsson hlýtur í ár verðlaun í flokknum Frá kynslóð til
kynslóðar. Í kórstarfi sínu í Langholtskirkju hefur hann opnað
heim tónlistarinnar fyrir fjölda barna og sum þeirra hafa svo lagt
tónlistina fyrir sig síðar.
Í flokknum Til atlögu gegn fordómum komu verðlaunin í hlut
Listasmiðjunnar Litrófs sem starfar í Fella- og Hólakirkju. Í lista-
smiðjunni er stuðlað að vináttu og sterkari tengslum milli barna
af erlendum uppruna og íslenskra barna.
Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins féllu Jennu
Jensdóttur, kennara og rithöfundi, í skaut. Hún átti langan og far-
sælan kennsluferil auk þess að rita á þriðja tug barnabóka í félagi
við mann sinn, Hreiðar heitinn Stefánsson.
Verðlaunahafarnir eru fulltrúar þeirra fjölmörgu sem leggja lóð
sem um munar á vogarskálar þess að búa hér til betra samfélag.
Það framlag ber að þakka.
HALLDÓR
Höskuldur
Stjórnmálamenn eiga það til að segja
eitt í dag en annað á morgun. Á
þriðjudag sagði Höskuldur Þórhalls-
son í þingræðu: „Væri þá ekki
réttast, í ljósi þess að ég treysti ekki
ríkisstjórninni, að hér kæmi fram
vantraustsyfirlýsing … Hinn eðlilegi
farvegur slíkrar tillögu væri að hún
kæmi frá formanni stærsta
stjórnarandstöðuflokksins
á Alþingi og ég fagna
því að hún er nú komin
fram. Hún verður að koma
úr þeirri átt til að
mark sé á henni
takandi.“
Daginn eftir
Þegar Höskuldur greiddi atkvæði um
tillöguna, sem sannarlega kom frá for-
manni stærsta stjórnarandstöðuflokks-
ins, var komið annað hljóð í strokkinn.
Nú var grunnur hennar veikur þar
sem það var Sjálfstæðisflokkurinn
sem lagði hana fram en hann hafði,
að meginstofni til, fylgt ríkisstjórn-
inni að málum í Icesave. Og
Höskuldur hélt áfram: „Hún
er líka að mínu mati með
öllu ótímabær, vegna þess
að ef menn hefðu beðið og
andað með nefinu, þá tel ég
að það hefði verið hægt
að leggja fram hér
síðar á þessu þingi vantrauststillögu
sem hefði getað leitt það af sér að
ríkisstjórnin hefði farið frá völdum.“
Að gefnu tilefni
„Nenntu ekki að sitja undir umræð-
unum,“ var fyrirsögn fréttar hér í
blaðinu í gær. Var þar vísað til þess
að enginn sextán þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins var í þingsalnum
þegar í það minnsta einn þingmaður
hóf mál sitt í umræðunum um van-
trauststillöguna. Svo því sé til haga
haldið var Bjarni Benediktsson og
hans fólk víst að hlusta, bara ekki í
þingsalnum heldur í matsal
Alþingis. bjorn@frettabladid.is
Langt er síðan við fengum tækifæri til að sprengja vinstri stjórn, það verður
skemmtilegt,“ sagði við mig gamalreyndur
sjálfstæðismaður, þegar Jóhanna og Stein-
grímur mynduðu ríkisstjórnina 2009.
Áformin mjakast, þrír þingmanna VG
hafa yfirgefið stjórnina. Sumir vegna
ESB-aðildarumsóknar, sem VG samþykkti
með ríkisstjórnarsáttmálanum, um leið
og flokkurinn áskildi sér rétt til að vera
á móti þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu
kæmi. Önnur í þremenningahópnum
bera við flokksaga og kalla foringjaræði.
En er slíkt annað en skuldbinding við
gerða samninga, sem hlýtur að vera
meginregla flokka sem vilja axla ábyrgð
í samsteypuríkisstjórnum? Ef allir færu
alltaf eftir eigin geðþótta (sem sumir kalla
samvisku), er lítið að marka kosningar milli
flokka og samsteypustjórnir virkuðu ekki.
En skyldu félagsmenn VG vera sáttir?
Ætla þeir að horfa á nokkra þingmenn
eyðileggja VG sem stjórntækan flokk
er axlar ábyrgð á erfiðum tímum? Vilja
þeir að flokkurinn sé dæmdur frá mögu-
legum áhrifum og ríkisstjórnarþátttöku á
komandi árum? Eru þeir ekki eins og við
flest í Samfylkingunni, bærilega sáttir við
árangur sem náðst hefur í þröngri stöðu.
Árangur sem þau Jóhanna og Steingrímur,
sem bæði standa sig mjög vel, gerðu grein
fyrir í vantraustsumræðunni: Jöfnuður
hefur aukist, efnahags- og kjaramál á réttri
leið, margvís leg málefni kvenna lagfærð,
réttarbætur komist á fyrir innflytjendur,
stjórnkerfisumbætur og lýðræðismál komin
á rekspöl, rammaáætlun um nýtingu orku-
auðlinda og langþráðar umbætur á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu í sjónmáli.
Telja þingmennirnir þrír að betri árang-
ur náist í baráttumálum VG í öðru ríkis-
stjórnarsamstarfi? Eða er þeim kannske
alveg sama? Aðalatriðið sé að raddir þeirra
heyrist, þau láti ekki kúga sig til mála-
miðlana?
Allir sjá hvernig ritstjóri Morgunblaðsins
hefur tekið stjórnarandstöðuna í VG uppá
sína arma, hampar henni sífellt á síðum
blaðsins. Með þeim árangri að þingmenn-
irnir þrír telja sig í fararbroddi mikils-
verðrar þjóðmálahreyfingar gegn ríkis-
stjórninni.
Við þurfum, bæði í Samfylkingu og VG
að fara yfir árangur ríkisstjórnarinnar og
meta hvort þau áhrif sem við höfum þar,
réttlæti málamiðlanir sem báðir flokkar
hafa gert. Ég er ekki í vafa um, að niður-
staðan verður sú að þessu samstarfi beri að
halda áfram. Þó ekki sé allt eins og við helst
kysum, er árangurinn umtalsverður og síst
ástæða að láta andstæðinga ríkisstjórnar-
innar ráða ferðinni.
Samsteypustjórnir krefjast málamiðlana
Stjórnmál
Margrét S.
Björnsdóttir
formaður
framkvæmda-
stjórnar
SamfylkingarinnarÖflugur greiðendavefur með hagnýtum
upplýsingum s.s.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins:
Framlag til betra
samfélags
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is