Fréttablaðið - 15.04.2011, Side 30

Fréttablaðið - 15.04.2011, Side 30
4 föstudagur 15. apríl Feikuð fullnæging ? Sæl Sigga Dögg. Geta karlmenn feikað fullnægingu án þess að upp um þá komist? Svar: Já, það geta þeir svo sannarlega! Þeir geta gert það ef notað- ur er smokkur og hann þá fjarlægður og fargað að samförum loknum án þess að kynlífsfélaginn sjái nokkur ummerki um sæði. Svo geta karlmenn líka gert sér upp stunur, líkt og konur, og sagst hafa fengið fullnægingu en ekki sáðlát. Karlmenn geta verið góðir í að gera sér upp fullnægingu og get ég persónulega vitnað um það! ? Sæl Sigga, karlmenn eru sagðir hugsa um kynlíf á nokkurra mínútna fresti, en konur mun sjaldnar. Af hverju hafa karlmenn almennt meiri áhuga á kynlífi en konur? Er ein kona þannig séð nóg til að seðja þörf karl- manns um langa ævi eða erum við mannfólkið eitthvað öðruvísi en geng- ur og gerist í dýraríkinu þar sem karldýr festast sjaldnast með einum maka? Svar: Þessi spurning inniheldur margar ólík- ar og flóknar spurningar en í stuttu máli er mikill einstaklingsmunur á milli manna. Það er því erfitt að fullyrða að allir karlmenn séu svona því þeir eiga það til að hugsa um kyn- líf á ólíkan hátt. Hluta af því má skýra út frá því að karlmenn tengja oft stinningu lims við kynferðislega örvun og fara þá að hugsa um kynlíf þrátt fyrir að stinning hafi orðið án þess að þeir hafi hugsað um kynlíf. Konur eiga oft erfiðara með að greina aukna kynferðislega spennu í kynfærum og veita því síður athygli. Þetta er mögulega ein skýring á þessum mis- munandi „áhuga“ kynjanna. Oft er líka talað um að karlmenn séu meira fyrir sjónrænt áreiti og það vantar ekki slíkt í okkar umhverfi svo það getur verið önnur skýring. Sé mannkynssagan skoðuð (og nú í nútímasamfélagi) þá hafa konur iðulega verið lattar frá því að hugsa og haga sér kynferðislega og því getur það verið enn ein skýr- ing á þessum mismun. Hvað varðar einn maka alla tíð þá er það flókið samspil umhverf- is, samfélags og jafnvel erfða. Við vitum að kynferðisleg og rómant- ísk aðlöðun milli maka er ekki einföld formúla heldur þurfa marg- ir þættir að spila inn í. Þessi formúla getur svo orðið úrelt eða þró- ast í langtímasamband. Bæði kynin breytast og þroskast á æviskeiði sínu og því er erfitt að líkja okkur við dýraríkið, sem þó sýnir tölu- verða fjölbreytni í makavali. Við höfum sjálfstæðan vilja og getum tekið meðvitaðar ákvarðanir um hvort við viljum vera í sambandi við einn aðila eða fleiri, í langan tíma eða stuttan. Konur eru ekki and- stæður karla og það hjálpar fáum að stýra makaleitinni út frá þeim hugsunar hætti. Einstaklingurinn er það sem skal skoða og dæma. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Svo geta karlmenn líka gert sér upp stunur, líkt og konur, og sagst hafa fengið full- nægingu en ekki sáðlát. Gallerí 17, 14.990 kr. Gallerí 17, 16.990 kr. Zara, 7.995 kr. Zara, 6.995 kr. Spútnik, 6.800 kr. Topshop, 6.990 kr. Kron, 39.900 kr. Litríkar buxur fyrir vorið: Vertu til er vorið KALLAR Á ÞIG Tískuspámenn víða mæla með því að fólk pakki svörtu gallabuxunum inn í skáp og taki á móti vorinu í svolítið litríkari brók. Víða er hægt að finna litríkar galla- buxur eða harem-buxur og hér má sjá nokkrar slíkar. Aurum, 47.200 kr. Engin málamiðlun í gæðum 1 hylki á dag. Virkar strax! p ren tu n .is www.celsus.isFæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Fríhöfninni. Hjálpar ljósri húð að verða fljótt fallega brún í sól. AstaZan er yfirburða andoxunarefni sem nær til alls líkamans og er margfalt öflugra en hefðbundin andoxunarefni. Verndar húðina og augun fyrir skaðsemi af sólargeislum. Virkar vel fyrir marga gegn sólarexem. Náðu flottum lit í páskafríinu með AstaZan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.