Fréttablaðið - 15.04.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 15.04.2011, Síða 32
Vodafone IS 3G 10:32 Dýrð í Apphæðum! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. Nokia C5- 03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr. 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast F í t o n / S Í A Hrefna Björk Sverr- isdóttir hefur á stuttri ævi áorkað að gefa út tvö tímarit, reka tískuverslun í Noregi, framleiða sjón- varpsþætti og nú ætlar hún að opna Krakkaland ásamt sambýlismanni sínum. Viðtal: Sara McMahon Ljósmynd: Anton Brink Förðun: Harpa hjá MAC H refna Björk ólst frá átta ára aldri í Vesturbæ Reykjavíkur og kveðst kunna vel við sig í svo mikilli nálægð við mið- bæjarlífið. „Maður eyddi tíma sínum annaðhvort niðri í bæ eða á KR-vell- inum. Á unglingsárunum þótti mikill lúxus að geta rölt niður í bæ um helg- ar og tekið þátt í því sem var að gerast þar. Ef ég ætti ekki heima í miðsvæð- is mundi ég líklega vilja búa uppi í sveit þar sem ég gæti unnið að heim- an og verið með hund, hesta og rækt- að grænmeti. Ég væri alveg til í það,“ segir hún. Innt eftir því hvort hún sé gallharð- ur KR-ingur eins og sönnum Vestur- bæingi sæmir svarar hún því játandi en tekur fram að hún hafi þó aldrei æft með liðinu. „Ég hef reyndar tvisv- ar farið á handboltaæfingu og keppti svo með liðinu á einhverju móti. Á milli leikja nýttum við tímann í að æfa okkur að kasta á milli og ég end- aði á því að puttabrjóta björtustu von liðsins. Eftir það fór ferill minn í vaskinn og ég var ekkert sérstaklega velkomin í liðið aftur,“ útskýrir hún hlæjandi. FRUMKVÖÐULL Í NETÁST Hrefna Björk á dótturina Ronju með sambýlismanni sínum, Bjarna Sigurðs syni gítarleikara. Hún segir móðurhlutverkið skemmtilegt og að það verði sífellt skemmtilegra eftir því sem dóttirin eldist og vitkast. „Ég kann alltaf betur og betur við móður- hlutverkið eftir því sem Ronja eldist og maður getur rætt meira við hana á heimspekilegu nótunum. Þegar ég varð ólétt á sínum tíma var ég ung og ekki alveg tilbúin í þetta og fannst til dæmis mjög erfitt að vera í fæð- ingarorlofi því mér leiddist svo mikið. Bjarni er líka góður pabbi og það er hann sem sér oftast til þess að það sé heitur matur á borðinu á kvöldin.“ Parið kynntist árið 1999 í gegnum sameiginlega vini og í kjölfarið hóf það að spjalla saman á spjallrásinni Ircinu. „Við erum netfrumkvöðlar, ég kýs að kalla okkur það,“ segir hún brosandi. „Þetta endaði svo með því að við fórum í bíó saman og höfum verið saman síðan þá, ef frá er talin tveggja ára pása einhvern tímann upp úr árinu 2000.“ Bjarni er gítarleikari hljómsveitar- innar Mínus sem hefur löngum verið talin ein efnilegasta harðkjarna- sveit landsins. Hrefna Björk lýsir lífi rokkstjörnunnar sem frekar glamúr- snauðu enda hafi aðbúnaður sveitar- innar oft verið heldur látlaus og laus við hvers kyns þægindi. „Þetta var mjög gaman og það er skemmtilegt að hafa prófað þessar hliðar lífsins en þetta var frekar ógeðslegur lífs- stíll. Fyrst ferðuðust þeir um í litlum sendiferðabílum og fengu að gista á dýnum í einhverjum heimahúsum. Seinna voru þeir svo farnir að ferðast um í rútum og þá var í gildi sú regla að það mætti aldrei kúka í klósettið í rútunni.“ Spurð út í fylgifiska þess að vera með tónlistarmanni, líkt og ágang annarra kvenna, gefur Hrefna Björk lítið fyrir það. „Það hafa alveg komið upp slík atvik og þá sérstaklega í gamla daga. En Bjarni er svo traust- ur og trúr og gefur lítið færi á sér að þetta hefur aldrei verið neitt vanda- mál.“ ORÐLAUS Á GÖTUNA Tvítug kynntist Hrefna Björk að- standendum tímaritsins Undirtóna og heillaðist af fjölmiðlabransanum. Í kjölfarið ákvað hún að stofna tímarit- ið Orðlaus ásamt tveimur vinkonum sínum. „Mér fannst þetta alveg vera málið. Starfsfólkið á Undirtónum fékk frítt á alla viðburði og ókeypis geisla diska og mig langaði í sama pakka Tvær vinkonur mínar voru í sömu pælingum þannig við ákváðum bar að kýla á þetta og stofna okkar eigi blað. Það hjálpaði mikið hvað foreldr ar mínir sýndu mikinn stuðning o hvöttu mig endalaust áfram í þessu verkefni.“ Hrefna Björk viðurkennir að hún hafi verið ung og óreynd á þessum árum og gerði sér því litla grein fyri því hversu mikil vinna lægi að bak blaðaútgáfu. „Í byrjun sá ég fyrir mé að við gætum gefið út nokkur tölu blöð og svo hætt og hirt gróðann En það komu engir peningar og vi unnum streitulaust í þrjú ár,“ segi hún hlæjandi. „Blaðaútgáfa er mjö erfiður rekstur og mikið hark. Mör blöð koma og fara og þetta er sérstak lega erfitt því markaðurinn er lítill o margir að keppast um sömu auglýs endurna.“ Stúlkurnar seldu Orðlaus efti þriggja ára rekstur og í barneignarfrí sínu hófst Hrefna Björk handa við a leggja drög að öðru blaði. „Þegar vi rákum Orðlaus leigðum við aðstöðu hjá auglýsingastofunni Vatikaninu Þegar við vorum að hætta með Orð laus var Vatikanið að íhuga að stofn nýtt blað því það var ákveðið gat markaðinum. Ég vildi leggja áherslu á netið og vefþætti á netinu og þeim leist vel á það þannig að úr var Mónitor og monitor.is,“ segir Hrefn sem var gerð að útgáfustjóra Móni tors og miðla á borð við Myndir mán aðarins, B2.is og Leikjanet.is sem alli féllu undir hatt fyrirtækisins Media. LÆRIR AF REYNSLUNNI Gamanþátturinn Steindinn okka var frumsýndur á Stöð 2 fyrir viku og starfaði Hrefna Björk sem fram leiðandi þáttanna. Steindi vakti fyrs athygli fyrir vinsæl myndbrot sem hann samdi á sínum tíma fyrir vef þætti Mónitors og var það Hrefna sem uppgötvaði þennan hæfileikapilt. „É fann Steinda á Youtube ásamt nokkr um öðrum krökkum og talaði við þó nokkra um að gera vídeó fyrir Móni tor. Þó að margir þessara krakk hafi verið hæfileikaríkir þá sýnd Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur komið miklu í verk þrátt fyrir ungan aldur. Hún mun opna Krakkaland innan skamms ásamt sa VEKUR STEIND MORGN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.