Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 4
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Hvernig gekk meint samráð stóru gosframleiðendanna fyrir sig? Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífil- felli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grun- laus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áber- andi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskóla- stigi. Og það sem Samkeppniseftir- litið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn versl- ananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið ein- ráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þann- ig, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúð- inni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkja- framleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Niel- sen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekk- ert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt manns- morð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppnis- eftirlitið tekið við sér og rann- sakar málið sem lögbrot. Full- trúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrit- uðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is GENGIÐ 20.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,94 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,54 113,08 184,31 185,21 163,47 164,39 21,917 22,045 21,016 21,14 18,384 18,492 1,3592 1,3672 180,26 181,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan Vífilfell og Ölgerðin hafa um árabil skipt með sér verslunum og skipulagt uppröðun gosdrykkja í hillur og kæla hvort fyrir annað. Víða hangir mynd af samráðinu í verslunum. Samkeppniseftirlitið rannsakar málið. SVONA Á AÐ GERA ÞETTA Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 24° 23° 17° 26° 25° 15° 15° 20° 22° 19° 16° 32° 17° 23° 15° 12°Á MORGUN 5-10 m/s víðast hvar. LAUGARDAGUR Hvessir SV-til er líður á daginn. 7 5 3 6 5 6 7 8 4 8 2 12 10 7 9 7 6 7 9 6 13 9 7 5 8 10 5 6 2 4 7 4 GLEÐILEGA PÁSKA Í dag verð- ur stíf SA-átt við suðvesturströnd landsins. Á morgun verður að mestu hæglætisveður, þó strekkingur á annesjum A- og V- lands. Á laugardag- inn þykknar upp og hvessir SV-til er líður á daginn. Besta veðrið verður norðaustanlands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VESTMANNAEYJAR Einn maður af þremur sem urðu fyrir kolsýr- ingseitrun við störf um borð í togaranum Huginn VE við Vest- mannaeyjahöfn í gær var fluttur til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi. Leiki kom að kolsýrutanki neðan þilja í skipinu. Sá sem verst varð úti missti meðvitund. Hinir tveir komu honum til hjálpar og kölluðu eftir aðstoð. Aðstæður um borð voru erf- iðar en viðbrögð um borð voru hár- rétt. Mennirnir voru í gærkvöld ekki taldir í hættu en þeir verða undir eftirliti um sinn. - þj Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir kolsýringseitrun um borð í Hugin VE: Brugðust hárrétt við aðstæðum FLUTTUR FRÁ BORÐI Einn af mönnunum þremur sem urðu fyrir kolsýringseitrun var borinn meðvitundarlaus frá borði og síðar fluttur á Landspítalann. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SAMKEPPNISMÁL Ragnar Önundar- son, fyrrverandi forstjóri Kredit- korts hf., hefur kvartað til Persónuverndar yfir vefsíðunni Kortasamráð.is og krafist þess að umsjónarað- ilum vefjarins verði gert að afmá nafn hans úr gögnum sem þar eru birt. Sambærileg kvörtun hefur verið send Samkeppniseftirlitinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kortaþjónustunni, sem heldur vefsíðunni úti. Þar segist fyrir- tækið vera í fullum rétti til að birta gögnin og hyggist rökstyðja það fyrir Persónuvernd. Á vefsíðunni er að finna gögn úr máli Samkeppniseftirlitsins, þar sem greiðslukortafyrirtækin voru sektuð fyrir ólögmætt sam- ráð sem beindist gegn Korta- þjónustunni. Meðal gagnanna eru tölvupóstssamskipti Ragnars við Halldór Guðbjarnarson, þáverandi forstjóra Visa á Íslandi. - sh Ragnar Önundarson ósáttur: Vill nafn sitt máð af vefnum RAGNAR ÖNUNDARSON DANMÖRK Sex táningar og maður á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi í Austur-Jótlandi fyrir röð rána í Árósum og nágrenni. Þrír piltanna eru 14 ára. Mennirnir frömdu ránin meðal annars í kjörbúðum og skyndibita- stöðum og segir í frétt danska rík- isútvarpsins að í sumum tilfellum hafi starfsfólki fyrirtækjanna verið hótað með vopnum. Lögregla útilokar ekki að enn fleiri meðlim- ir ræningjahópsins gangi lausir og verði handteknir næstu daga. - þj Ræningjaflokkur í Árósum: Unglingar bak við lás og slá LÖGREGLUMÁL Sex bílar lentu utan vegar og einn valt á Holtavörðu- heiði í gærkvöld. Björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi aðstoðuðu ferðalanga á heiðinni en mikil hálka og hvassviðrið gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þá voru lögreglumenn frá Borgarnesi og Blönduósi einnig á vettvangi. Loka þurfti fyrir umferð um tíma í gærkvöld vegna umferðar- óhappanna. Ekki var vitað um meiðsl á fólki þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Illviðri á Holtavörðuheiði: Sex bílar lentu utan vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.