Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 21. apríl 2011 37 Sex sýningum er lokið á söng- leiknum Hárinu í Silfurtunglinu á Akureyri. Frumsýningin var á föstudaginn í síðustu viku í menn- ingarhúsinu Hofi og gekk hún eins og í sögu. Sýningarnar halda áfram um páskana, eða á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Með aðalhlutverk í Hárinu fara Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Magni Ásgeirsson, Erna Hrönn Ólafs- dóttir, Ólöf Jara Valgeirsdóttir, Pétur Örn Guðmundsson og Ívar Helgason. Hárinu vegnar vel LEIKHÓPURINN Sýningarnar á Hárinu hafa heppnast mjög vel. Hér er leikhópurinn að lokinni frumsýningunni. Söngkonan Lily Allen ætlar að halda gæsapartí sitt á glæsihót- elinu The Ritz í London. Allen ætlar að giftast unnusta sínum Sam Cooper í bænum Stroud í Glouchesterskíri 11. júní. „Lily vill að það verði smá glamúr í gæsapartíinu. Hún hefur spaugað með að hún sé orðin svo gömul að hún vilji bara drekka te og prjóna en ef maður þekkir Lily rétt mun það fljótt breytast í andhverfu sína,“ sagði vinkona hennar. Kjóllinn sem Allen ætlar að klæðast í brúðkaupinu verður hannaður af vini hennar, Chanel- tískumógúlnum Karl Lagerfeld. Gæsapartí á Ritz STUTT Í GÆSAPARTÍ Gæsapartí Lily Allen verður í glæsilegri kantinum. Rokkarahjónin Ozzy og Sharon Osbourne fengu heldur betur að finna fyrir því þegar þeim barst krafa frá skattayfirvöldum í Bandaríkjum sem hljóðaði upp á tæpar 190 milljónir króna. Hjón- in fengu fyrst veður af skatta- skuldinni gegnum blaðamann sem hafði nælt sér í pappírana. „Ég gaf mér ekki tíma til að sinna peningamálunum og var alltaf að aflýsa fundum með end- urskoðandanum okkar. Ég elska hreinlega sjálfa mig of mikið til að nenna sinna leiðinlegum pen- ingamálum,“ viðurkenndi Sharon í viðtalsþættinum The Talk. Þau virðast þó ekki vera á flæðiskeri stödd og hafa nú borgað skuldina háu. Í skattasúpu Matthew Rutler, hinn 25 ára kærasti söngkonunnar Christinu Aguilera, hefur sloppið við ákæru fyrir ölvunarakstur. Hann var handtekinn 1. mars grunaður um ölvun við akstur. Vegna skorts á sönnunargögnum sleppur hann við ákæru. Hin þrí- tuga Aguilera var einnig hand- tekin þetta sama kvöld fyrir að vera ölvuð á almannafæri. Stutt er síðan söngkonan skildi við eiginmann sinn Jordan Bratman. Saman eiga þau drenginn Max sem er þriggja ára. Kærastinn ekki ákærður KÆRASTINN SLAPP Kærasti Christinu Aguilera slapp við ákæru fyrir ölvunar- akstur. SKULDUÐU SKATT Ozzy og Sharon Osbourne fengu að vita af 190 milljóna króna skattaskuld í gegnum blaðamann. NORDICPHOTOS/GETTY Í PERLUNNI FRÁ 21. APRÍL TIL 15. MAÍ GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA ATH LOKAÐ FÖSTUDAGINN LANGA OG PÁSKADAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.