Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 34
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR26 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Finnið fólkið sem er að fara í nektarnýlenduna... Nei, þetta er ekki það sem átt er við með fugli! Fugl í einu höggi? Jú, vissulega! Innritun Pabbi, mig vantar far á hljómsveit- aræfingu. Palli, þegar þú biður fólk um greiða ættirðu að gera það þannig að viðkom- andi vilji hjálpa þér. Pabbi, mig vantar far á hljómsveitaræf- ingu. Annars þarf bandið að æfa hér. Ég næ í bíllyklana. Ég veit hvað er að þessari teikningu. Viltu að ég segi þér það? Nei takk. Ertu viss? Það er ekkert mál. Ég er góður. Bara ein lítil breyting myndi bæta þetta til muna. Ég held ég geri þetta bara sjálfur. Af hverju færðu ekki bara lánaða liti og teiknar sjálf? Ég kann það ekki. LÁRÉTT 2. hár aldur, 6. guð, 8. samhliða, 9. spendýr, 11. í röð, 12. smyrsl, 14. safna saman, 16. org, 17. léreft, 18. arr, 20. skóli, 21. klúryrði. LÓÐRÉTT 1. jurt, 3. í röð, 4. nennuleysi, 5. svelg, 7. fíflalæti, 10. angan, 13. kosning, 15. þefja, 16. þrá, 19. leita að. LAUSN LÁRÉTT: 2. elli, 6. ra, 8. með, 9. api, 11. tu, 12. salvi, 14. smala, 16. óp, 17. lín, 18. sig, 20. fg, 21. klám. LÓÐRÉTT: 1. gras, 3. lm, 4. letilíf, 5. iðu, 7. apaspil, 10. ilm, 13. val, 15. anga, 16. ósk, 19. gá. Reykjavík er malbik. Nær helmingur lands í borginni fer undir samgöngu- mannvirki. Ekki tíu prósent eða þrjátíu, held- ur tæp fimmtíu. Það er meira land en notað er undir byggð svæði. Byggingar fá 42%, bílar 48%. GOTT og vel – við þurfum að komast á milli staða. En er sjálfsagt að allir geti alltaf lagt bílum sínum hvar sem er, hvenær sem er, einungis nokkra metra frá áfangastað – og það ókeypis? Það kallar auðvitað á steypu og enn meiri steypu, heilan hafsjó af bílastæð- um sem saman teppaleggja borgina. Yfir Reykjavík liggur þykkt steyputeppi með rándýrum „ókeypis“ stæðum. ÞVÍ auðvitað er nákvæmlega ekkert ókeyp- is við þau. Öll gjaldfrjálsu bílastæðin við stofnanir, fyrirtæki, verslanir og fram- haldsskóla standa á rándýru landi og kosta formúu. Ekki er hins vegar rukkað gjald nema fyrir brotabrot af bílastæðunum á höfuðborgarsvæðinu: 99% stæðanna eru gjaldfrjáls. EITT stæði þarfnast að minnsta kosti 12 fermetra af landi. Eiga skilyrðis- laust að vera á lausu 12 fermetrar af „ókeypis“ malbiki hvert sem mér dettur í hug að aka bílnum mínum? Ef ég sjálf á skilyrðislaust að geta lagt bílnum heima við og hjá vinnu- staðnum er bíllinn minn búinn að eigna sér 24 fermetra af borgarlandinu án þess að ég hafi lagt það undir nokkurn mann. Ef ég á í ofanálag að geta skroppið í Smáralind, bíó eða niður að Tjörn – og valið úr stæðum sem þar skulu bíða eftir mér við hvert fótmál – þarf augljóslega enn meiri steypu, enn fleiri fermetra og enn meira land undir umferðar- mannvirki. AUÐVITAÐ er rugl að ekki sé meginregla að menn stafli bílum frekar en að búa til enda- laust af flötum bílastæðum þar sem einum bíl eru gefnir eftir 12 fermetrar. Bílastæða- hús og bílakjallarar eru vissulega einkar ósjarmerandi en á móti er sóun á landi að leggja ekki mörgum bílum á mörgum hæðum á sömu 12 fermetrunum í borginni. Halló, meirihluti borgarbúa býr í fjölbýli því það að stafla fólkinu er … tjah … hagkvæm og skyn- samleg nýting lóðarinnar … REYKJAVÍK er hafsjór af risavöxnum bíla- plönum. Nýlegt dæmi er að finna hjá Háskól- anum í Reykjavík sem fékk úthlutað lóð á einum besta stað í bænum. Og hvað var þá gert í útivistarparadísinni Nauthólsvík? Hellt malbiki yfir allt saman. Flottustu fermetrar borgarinnar voru lagðir undir flatt bílaplan með einum bíl í hverju plássi. PLANIÐ stendur hálftómt öll kvöld, allar nætur og allar helgar. Eins og öll hin bíla- stæðin við stofnanir og fyrirtæki í borginni. Dálítið mikil steypa? Steypa BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur Afgreiðslustarf Álafoss Mosfellsbæ vill ráða tvær lífsglaðar mann- eskjur til starfa í verslun sína í Mosfellsbæ í sumar. Vinnutími er frá 09-18 alla virka daga og tilfallandi helgarvinna. Æskilegt væri að hún hafi kunnáttu í prjónaskap og einhverja tungumálakunnáttu. Umsóknir sendast á addi@alafoss.is fyrir 28. apríl. Aðalfundur DC 3 Þristavinafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 3. maí n.k. kl. 17.30 í Flugröst við Nauthólsvík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.