Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 21. apríl 2011 21 mundssyni og Valgarði Péturssyni kemur einnig fram. Sérstakir gestir verða söngvararnir Egill Ólafsson og Böðvar Reynisson. SÖFN LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSIÐ Á laugardaginn verður opnuð útskrift- arsýning Listaháskóla Íslands kl. 14 í Hafnarhúsinu og verða útskriftarverk nemenda úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum til sýnis. Opið er í Hafnarhúsinu alla páskana en lokað á föstudaginn langa. Opið frá kl. 10-17. Opið til kl. 20 á skírdag. GERÐARSAFN Í KÓPAVOGI: Í tilefni aldarafmælis listakonunnar Barböru Árnason hefur verið opnuð yfirlitssýning með verkum hennar í Gerðarsafni. Sýningin stendur til 5. júní. Yfir 250 verk eftir listakonuna eru til sýnis. Opið er í Gerðarsafni á skírdag 21. apríl og á laugardaginn 23. apríl, en lokað á föstudaginn langa og páskadag. LISTASAFN REYKJAVÍKUR - KJAR- VALSSTAÐIR: Á öðrum degi páska, hinn 25. apríl, lýkur „Sýningu sýninganna - Ísland í Feneyjum í 50 ár“ á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni er þátttökusaga Íslands í Feneyjatvíæringnum rakin. Opið frá kl. 10-17 á fimmtudag, laugardag og mánudag, en lokað á föstudaginn langa og páskadag. Sérstakir páskatónleikar fara fram á Kjarvalsstöðum mánudaginn 25. apríl, en þá spila þær Guðný Jónasdóttir sellóleikari og Elisabeth Streichert píanóleikari sellósónötur eftir Brahms og Sjostakóvitsj og einleiksverk eftir Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Almennt miðaverð er kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir nemendur, börn og eldri borgara. HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS: Á skírdag kl. 14 mun forstöðumaður Hönnunarsafn Íslands ganga um sýn- ingarnar í safninu með gestum. Tvær sýningar eru í Hönnunarsafni Íslands um þessar mundir; sýning á verkum Gunnars Magnússonar innanhúss- og húsgagnahönnuðar og sýning á verkum Hrafnhildar Arnardóttur, en hún hlaut nýlega hin virtu norrænu textílverðlaun fyrir verk sín. Báðar sýningarnar standa til 29. maí. Opið er í Hönnunarsafni Íslands á skírdag og laugardaginn 23. apríl, en lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan dag páska. ÍSLENSK GRAFÍK: Sýningin „Hið holdlega fiðurfok“ verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur á skírdag kl. 17. Listamaðurinn, Alda Rose Cartwright, hefur unnið verk sín bæði í grafík og málun. Sýningin stendur til 1. maí. Opið verður frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Sýningar og verslun Þjóðmenningar- hússins verða opnar alla páskahá- tíðina frá kl. 11-17. Leiðsögn á ensku verður í boði kl. 15 daglega frá skír- degi til annars páskadags, að báðum dögum meðtöldum. Veitingastofan verður lokuð sömu daga. HAFNARBORG HAFNARFIRÐI: Hafnarborg verður opin alla páskana að undanskildum páskadegi. Á föstudaginn langa, laugardaginn 23. apríl og á annan í páskum er opið frá kl. 12-17 en frá kl. 12-21 á skírdag. Tvær sýningar eru nú í Hafnarborg, „Varanlegt augnablik“ og „Birgir Andrésson og vinir“. Báðar sýning- arnar standa til 1. maí. FÖSTUDAGURINN LANGI Seltjarnarneskirkja: Passíusálm- arnir verða lesnir af hópi 17 Seltirninga á ýmsum aldri í Sel- tjarnarneskirkju. Lesturinn stendur frá kl. 13-18. Organisti kirkjunnar, Friðrik Vignir Stefánsson, mun leika í lestrarhléum. Allir velkomnir og fólki heimilt að koma og fara að vild. Hallgrímskirkja: Passíusálmarnir verða lesnir af hópi íslenskukennara í Hallgrímskirkju í dag frá kl. 13-18. Um tónlist sjá söngkonurnar Magnea Tómasdóttir og Kristín Sigurðardóttir, en þær syngja upphafsvers hvers sálms við íslensk þjóðlög úr safni Smára Óla- sonar. Allir velkomnir. Fólki heimilt að koma og fara að vild. Kópavogs- kirkja: Passíusálmarnir verða lesnir frá kl. 15-19.30 í dag. Sálmarnir verða lesnir af prestum sem tengast Kópa- vogi með ýmsum hætti. Að loknum lestri verður kirkjan myrkvuð og íhugun þagnarinnar tekur við. Allir velkomnir og fólki velkomið að koma og fara að vild. Grafarvogskirkja: Félagar úr Sam- tökunum 78 sjá um lestur Passíusál- manna í Grafarvogskirkju í dag. Lesturinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Frumsamin tónlist sem tengist sálmunum verður flutt á milli lestra. Allir velkomnir. Fólki heimilt að koma og fara að vild. Akraneskirkja: Valdir Passíusálmar verða lesnir í Akranes- kirkju frá kl. 14 til kl. 15.30. Flytjendur eru lesarar úr Stóru upplestrar- keppninni. Fólki er heimilt að koma og fara að vild. Bessa- staðasókn: Helgiganga verður frá Bessastaða- kirkju að Garðakirkju kl. 16 á föstudaginn langa. Farið verður yfir písarsögu Krists á leiðinni, en Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir gönguna. Helgistund verður í Garða- kirkju kl. 17, en Sólveig Hannam les úr Passíusálunum og sr. Jóna Hrönn þjónar fyrir altari. Kór Vídalínskirkju flytur kórverk á milli sálmanna. Guðríðarkirkja: Pássíusálmarnir verða lesnir frá kl. 10-14 í Guð- ríðarkirkju á föstudaginn langa. Ekki verður gert hlé á milli lestra. Fólk getur komið og hlustað á alla sálmana eða komið og farið að vild. Grindavíkurkirkja: Passíusálmarnir verða lesnir af hópi Grindvíkinga á ýmsum aldri í Grindavíkurkirkju. Lesturinn hefst kl. 11 og stendur til kl. 16. Helga Bryndís Magnúsdóttir organisti leikur í lestrarhléum. Fólk getur komið og farið að vild. Húsavíkurkirkja: Passíusálmarnir verða lesnir í heild sinni í Húsavíkur- kirkju á föstudaginn langa. Lestur hefst kl. 11 og stendur til kl. 15.30. Allir velkomnir. Selfosskirkja: Passíusálmarnir verða lesnir í Selfosskirkju kl. 13 á föstudaginn langa. Tíu lesarar skipta með sér lestrinum. Sigurður Sigurðarson mun kveða sálma við fornar íslenskar stemmur. ■ LESTUR PASSÍUSÁLMANNA leiðina fyrir þig Eitt mínútuverð, frábær kjör! Magnaðir miðvikudagar fyrir viðskiptavini Símans Stærsta og hraðasta 3G dreifikerfi landsins Vinir óháð kerfi, bæði í Frelsi og áskrift Risa mínútupakki fyrir stórnotendur 0 kr. innan fjölskyldu og í heimasímann Vertu með vinina á 0 kr. Yfirsýn yfir alla þjónustu á þjónustuvefnum Þú færð meira hjá Símanum! Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.