Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 44
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR36 Leikkonan Kate Hudson á von á sínu öðru barni með kærastan- um, breska söngvaranum Matt Bellamy. Parið hefur verið saman frá því síðasta vor og er þetta fyrsta barn Bellamys. Hudson sagðist ekki hafa verið að leita að ástinni þegar hún féll fyrir Bellamy en að hún hafi ein- faldlega ekki getað haldið sig fjarri söngvaranum. „Ég vissi ekki hvort ég var tilbúin í samband og ég var alls ekki að leita eftir því. En ég gat ekki haldið mig fjarri. Ég vildi vera með honum öllum stundum og tala við hann stanslaust.“ Hudson við- urkennir jafnframt að þungunin hafi ekki komið þeim á óvart. „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Við vorum að leika okkur að örlögunum og svona fór það.“ Léku sér að örlögunum ÁSTFANGIN Leikkonan Kate Hudson er ástfangin og á von á sínu öðru barni með kærasta sínum, Matt Bellamy. NORDICPHOTOS/GETTY Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-myndunum, hefur mik- inn áhuga á að leika Jeff Buckley í nýrri kvikmynd um ævi tónlistar- mannsins sáluga. Leikarinn greindi nýverið frá því að hann hefði hitt móður Buck- leys og fór vel á með þeim. Hún tekur þátt í framleiðslu myndar- innar, sem Jake Scott mun leik- stýra. Pattinson, sem var fyrst orðaður við hlutverkið í janú- ar, segir óvíst hvort hann hreppi hnossið en vonar það besta. „Ég hitti móður hans sem er frábær kona. Ég ræð því ekki hvort ég fæ hlutverkið en ég elska tónlist Jeffs. Hann var æðislegur,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvort ég get sungið eins og Jeff því hann var einstakur tónlistarmaður. Ég get ekki heldur spilað á gítar eins og hann. Ég myndi þurfa að leggja mikið á mig. Ef einhver herm- ir bara eftir rödd Jeffs myndi það ekki hljóma sérstaklega vel,“ bætti hann við. „Þetta snýst allt- af um handritið. Maður veit aldrei hvernig það á eftir að endurspegla manneskjuna.“ Aðrir leikarar sem hafa áhuga á hlutverkinu er James Franco, sem var tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í 127 Hours. Jeff Buckley drukknaði í Memp- his árið 1997, aðeins þrítugur að aldri. Þá var hann að vinna að sinni annarri sólóplötu. Ræddi við móður Jeffs Buckley VILL LEIKA BUCKLEY Robert Pattinson vill leika tónlistarmanninn Jeff Buckley í nýrri mynd um ævi hans. Söngkonan Lady Gaga sendir á föstudaginn langa frá sér mynd- band við lagið Judas. Það er annað smáskífulagið af væntan- legri plötu hennar Born This Way. Í myndbandinu er Gaga klædd sem María Magdalena og hafa ljósmyndir úr því þegar vakið mikla hneykslan hjá fjölda trúarhópa. „Hún er að reyna að notfæra sér kristindóminn til að breiða yfir hæfileikaleysi sitt og hundleiðinlega sviðsframkomu,“ sagði einn trúarleiðtoginn. Ekki eru allir óánægðir með Gaga því Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliff hefur lýst yfir ánægju sinni með stuðning söngkonunnar við réttindi samkynhneigðra. Umdeilt myndband UMDEILT MYNDBAND Nýjasta mynd- band Lady Gaga verður vafalítið afar umdeilt. Lögreglan er að rannsaka lífláts- hótanir sem ungstirnið Rebecca Black, sem syngur lagið Friday, hefur fengið. Í síðasta mánuði fékk hún tvær hótanir, aðra í gegnum tölvupóst og hina þegar hringt var í plötufyrirtækið hennar. „Hótanirnar snerust um að það ætti að fjarlægja lagið hennar af netinu, annars yrði hún drepin,“ sagði talsmaður lögregl- unnar. „Við eigum erfitt með að meta hversu alvarlegar hótan- irnar eru en við tökum þær engu að síður alvarlega.“ Þrátt fyrir hótanirnar er Black hvergi af baki dottin og er að undirbúa sitt næsta lag. Black tvisvar hótað lífláti LÍFLÁTSHÓTANIR Rebecca Black hefur fengið tvær líflátshótanir vegna lagsins Friday.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.