Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 26
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR2 StyleVid, nýr lífsstílsþáttur á net- inu í umsjá Þórunnar Ívarsdótt- ur og Hildar Ársælsdóttur, fer í loftið á næstu vikum. Þórunn og Hildur stunda báðar nám í Los Angeles, við The Fashion Insti- tute of Design and Merchandising og eru í starfsnámi hjá fjölmiðla- fyrirtækinu Looking Hollywood. Þar höfðu þær búið til efni fyrir iPhone app og vefsíðu fyrirtækis- ins, þegar framkvæmdastjórinn, Thomas Tadayon, bauð þeim að búa til „online“ sjónvarpsþátt. „Við slógum auðvitað til og höfum unnið nótt sem nýtan dag við að búa til efni og taka upp. Þátturinn mun fjalla um allt milli himins og jarðar en mest um tísku, útlit og lífsstíl,“ segir Þórunn. „Þetta starfsnám snýst ekki um að sækja kaffi handa yfirmanninum, það er frekar hann sem eldar fyrir okkur,“ bætir hún við hlæjandi og segir þær Hildi heppnar að fá að vinna með atvinnufólki í brans- anum. „Thomas stofnaði snyrti- vörufyrirtækið The Hollywood Prescription, sem Paris Hilton var andlit fyrir, og í dag býr hann til sjónvarpsþætti. Við fáum einnig að vinna með fyrirtækinu One Stop en það er með samninga við merki á borð við Christian Louboutin, Nicole Miller, J Brand Jeans, Rac- hel Pally og fleiri. Hjá þeim fáum við fatnað, skó og skartgripi fyrir hverja einustu töku. Þetta var ekki eitthvað sem við ætluðum okkur, ég er að læra fatahönnun og Hild- ur að hanna og markaðssetja snyrtivörur, en svona tækifæri er ekki hægt að sleppa.“ Við þáttagerðina hafa stelpurnar fengið til liðs við sig fleiri Íslend- inga og verður öll grafík unnin af Pétri Erni Péturssyni og ljós- myndirnar tekur Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson. Þegar kom að því að velja tónlist í þáttinn ákváðu þær einnig að hafa hana íslenska. „Það kom ýmislegt til greina en við ákváðum að hafa tónlist með Steedlord, við erum báðar miklir aðdáendur.“ Þáttinn verður hægt að nálg- ast á heimasíðunni, www.style- vid.com en hún verður beintengd við YoutubeChannel. þar verður einnig hægt að gerast áskrifandi að efni Stylevid. En þekktust þær eitthvað áður? „Nei, ekki neitt. Við fundumst á Facebook og fórum á blint sushi- deit hér í borginni. Eftir það höfum við verið óaðskiljanlegar,“ segir þórunn en þeim hefur báðum verið boðið fast starf hjá Looking Holly- wood, eftir að námi lýkur. „Við setj- umst hér að í bili. Los Angeles er full af tækifærum og heldur ekki leiðinlegt að baða sig úti í sólinni á frídögum.“ heida@frettabladid.is Stjórna lífsstílsþætti í LA StyleVid er nýr þáttur þar sem fjallað verður um útlit og tísku í Los Angeles. Þáttastjórnendurnir eru tvær íslenskar stúlkur sem stunda nám í fatahönnun og framleiðslu og markaðssetningu á snyrtivörum í LA. Þórunn Ívarsdóttir og Hildur Ársælsdóttir stjórna eigin lífsstílsþætti í Los Angeles. MYND/ÞORSTEINN JÓNAS SIGURBJÖRNSSON Símunstraðir blómakjólar eru alltaf sætir og er um að gera að taka forskot á sumarsæluna og mæta blómleg í páskaboðin. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Opið alla Páskana nema Páskadag Álnavörubúðin Hveragerði sími 483-4517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.