Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 24
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1989 var nýtt kvennafang- elsi tekið í notkun í Kópavogi, að Kópavogs- braut 17, með formlegri opnun þáverandi dómsmálaráðherra, Halldórs Ásgrímssonar. Húsnæðið hýsti áður upptökuheimili fyrir unglinga en með breytingunni átti það að rúma tíu fanga í byrjun. Það átti að reka sem nokkurs konar „hálfopið“ fangelsi, að því er Haraldur Johannessen, þáverandi forstjóri Fangelsismála- stofnunar, sagði í viðtali daginn sem það var opnað. Að hans sögn átti fangelsið að vista alla kvenfanga, sama hvort þeir væru að afplána langa vist eða stutta. Auk þess átti fangelsið að vista „valda“ karlfanga sem stunduðu vinnu eða nám samhliða afplánun. Í tilefni af opnuninni hélt Halldór Ásgríms- son ræðu þar sem hann sagði meðal annars fangelsismál vera í ólestri en aðbúnaður og húsnæði væri mönnum ekki bjóðandi, hvorki í fangelsinu í Síðumúla né við Skólavörðustíg. Stefnan væri að leggja niður þau fangelsi sem hefðu verið í notkun og bæta aðbúnað fanga. ÞETTA GERÐIST: 21. APRÍL 1989 Nýtt kvennafangelsi tekið í notkun Leikfélag Sólheima fagnar 80 ára starfsafmæli í ár en leikfélaginu var hleypt af stokkunum aðeins ári eftir að Sólheimar sjálfir voru stofnaðir. Leikfélagið er því eitt elsta starf- andi áhugamannaleikfélag á land- inu. Árviss frumsýning Sólheima- leikfélagsins ber upp á sumardaginn fyrsta, líkt og venjan er, og hefst í dag klukkan 15. „Fyrsta sýning Sólheimaleikhúss- ins á sumardaginn fyrsta er alltaf mjög vinsæl og margir vinir Sólheima sem hafa gert það að hefð að mæta ár eftir ár og eru því orðnir fastagest- ir hjá okkur,“ segir Katrín Magnús- dóttir, forstöðumaður Sesseljuhúss, umhverfis seturs Sólheima. Verkið sem sýnt er í ár er samið sérstaklega fyrir Sólheima og kallast Verndarenglar. Höfundur þess, Þórný Björk Jakobsdóttir, er jafnframt leik- stjóri hópsins. Í verkinu koma ýmsar furðuverur við sögu, svo sem álfar, tröll og huldufólk, ásamt verndarengl- um. Lárus Sigurðsson, starfsmaður Sólheima, samdi tónlist við verkið. Sýningar verða alls fimm og síðasta sýning er sunnudaginn 1. maí. Til að panta miða er hægt að hringja í síma 847 5323. „Verkið sjálft er fullt af söng og gleði og er ætlað öllum aldurshópum. Leikarar í verkinu eru sjálfir á öllum aldri, yngsti leikarinn er átta ára og sá elsti er 69 ára en meðlimir leikfélags- ins eru íbúar Sólheima, bæði ófatlaðir og fatlaðir, og það má eiginlega segja að nær allir íbúar Sólheima séu eða hafi verið í leikfélaginu,“ segir Katr- ín. „Sumir eru alltaf með, aðrir stund- um, en það eru um fjörutíu manns sem taka þátt í leiksýningu ár hvert.“ Æfingar á verkinu hófust strax eftir áramót og síðustu daga hefur verkið verið æft frá morgni til kvölds. „Lykilatriðið á Sólheimum er að allir hafa sitt hlutverk, hver og einn skipt- ir máli. Það er eins með leikfélagið – þar er hver einstaklingur mikilvægur í verkinu og hlutverkin eru þannig úr garði gerð að þau miðast út frá styrk- leika hvers og eins þátttakenda. Þann- ig að aldrei eru gerðar meiri kröfur en við vitum að hver og einn getur upp- fyllt. Leikgleðin er því alltaf til staðar og smitar út frá sér.“ juliam@frettabladid.is LEIKFÉLAG SÓLHEIMA 80 ÁRA: FRUMSÝNING Á SUMARDAGINN FYRSTA Árviss hefð margra að mæta á frumsýningu í Sólheimum STÍFAR ÆFINGAR Leikarar í Sólheimaleikhúsinu hafa þessa vikuna verið við æfingar frá morgni til kvölds. 85 MERKISATBURÐIR 1910 Rithöfundurinn Mark Twain deyr, 74 ára að aldri. 1965 Lög um útgáfu nafnskírteina, til einstaklinga 12 ára og eldri, eru staðfest. Um leið eru nafnnúmer tekin upp. 1971 Fyrstu handritin koma til landsins frá Danmörku, Flateyjar- bók og Konungsbók Eddukvæða. Herskipið Vædderen flytur handritin hingað til lands. 1977 Söngleikurinn Annie er sýndur í fyrsta skipti á Broadway. 1989 Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur safnast saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína. ELÍSABET II. Englandsdrottning er 85 ára í dag. „Að elska kostar sorg.“ Kaffisala Skógarmanna í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg verður haldin í dag frá klukkan 14 til 18. Kaffisalan er til styrktar sumarbúðunum í Vatna- skógi sem Skógarmenn hafa starfrækt síðan 1923. Framkvæmdir við nýjan svefn- og þjónustuskála standa nú yfir, húsið er fullbúið að utan og vinna við innréttingar er fram undan. Þess má geta að skráning í sumarflokka Vatnaskógar stendur nú yfir og hægt er að skrá sig á netinu á www. kfum.is. - sg Styrkja Vatnaskóg með kaffisölu KRÆSINGAR Kaffisala Skógar- manna verður við Holtaveg í dag. HÁTÍÐARHÖLD Sigur lífsins, árleg páskahátíð á Kirkjubæjarklaustri, stendur yfir til 25. apríl. Árleg páskahátíð á Kirkjubæjarklaustri ber yfirheitið Sigur lífsins og stendur yfir til 25. apríl. Fléttað er saman fræðslu um Skaftáreldana 1783, útivist á söguslóðum og helgihaldi páskahátíðar- innar. Meðal dagskrárliða má nefna umfjöllun um séra Jón Steingrímsson eldklerk á skírdag, eld- messugöngu sama dag þar sem gengið er frá Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar vest- ur að Systrastapa. Kór- söngur og tónleikar með Lummósveit lýðveldisins verða á laugardaginn. Á páskadag verður páska- messa við sólarupprás klukkan 5. Nánari dagskrá má finna á www.klaustur.is Sigur lífsins Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, Halldórs Björnssonar Hátúni 10b. Sérstaklega viljum við þakka Guðrúnu Blöndal hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólki á deild 28 í Hátúni fyrir alla þá aðstoð og stuðning sem þau veittu Halldóri í veikindum hans. Áslaug Björnsdóttir Guðrún Björnsdóttir Páll Björnsson Guðmundur Björnsson Hafliði Björnsson Björn Björnsson Þorfinnur Björnsson Brynhildur Björnsdóttir Böðvar Björnsson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Stefáns H. Jónssonar Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður Hraunbæ 103, Reykjavík. Útförin fór fram 19. apríl í kyrrþey. Kristín Stefánsdóttir Valur Oddsson Sigurjón Stefánsson Hjördís Anna Hall Haraldur Stefánsson Erla Ingimarsdóttir Sigríður Stefánsdóttir barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.