Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 HÚSNÆÐISMÁL Fasteignamarkaður- inn er að taka við sér og mikið um að fyrstu kaupendur sé að koma út á markaðinn. Þetta er mat Grétars Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Eftirspurn eftir húsnæði er mun meiri en áður og alveg ljóst að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Grétar. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 668 í 1.115, eða um tæp 70 prósent, milli áranna 2010 og 2011, sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Borið er saman tímabilið frá 1. janúar til 14. apríl. Verðmæti kaupsamninga á þessu tímabili í ár er rúmir 34 milljarðar króna en var rúmir 19 milljarðar í fyrra. Árið 2008 var þinglýst 1.267 kaupsamningum á sama tímabili og var verðmæti þeirra um 45,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefur orðið veru- leg aukning í umsóknum einstak- linga undanfarna mánuði. Útlán til þeirra hafa aukist um helm- ing á milli ára, eða um 2 milljarða króna. Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó lítils háttar samdrátt vera í útlánum yfir heildina. „Útlán til leigufélaga hafa dreg- ist saman um 79,2 prósent, eða um 24 milljarða, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Sigurður. Hann segir útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um 400 millj- ónir, eða um 6,5 prósent, á tíma- bilinu frá ársbyrjun til 13. apríl. „Þetta tók tíma en einstaklings- markaðurinn er að taka við sér,“ segir Sigurður og bætir við að fólk sem hafi fengið greiðsluaðlögun vegna 110 prósent lána sé að koma aftur út á markaðinn. Spár um lækkandi verð fast- eigna hafa ekki gengið eftir en verð á fasteignum hefur nær staðið í stað síðustu tólf mánuði. - sv Fimmtudagur 21. apríl 2011 93. tölublað 11. árgangur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt l kirkjur Kirkjur Fimmtudagur 21. apríl • Kynning Páskar eru mesta hátíð kristninnar um allan heim. Sr. Kristján Valur Ingólfsson segir páskatímann einkennast bæði af gleði og sorg, og sé holl áminning fyrir okkur í daglegu lífi. „Kristnin hefur alltaf litið á vikuna fyrir páska sem heilaga viku. Páskarnir verða enda ekki skildir frá aðdraganda þeirra í dymbilvikunni. Atburðarásin hefst á pálma- sunnudegi þegar Jesús kemur til Jerúsalem og er fagnað innilega af íbúum og nær há- marki á páskadag,“ segir Kristján Valur. Hann segir merkilegt til þess að hugsa að sama fólk sem fagnað hafi Kristi geti nokkrum dögum síðar hafa hrópað, „krossfestið hann“. Fyrsti hápunktur dymb- ilvikunnar er skírdagur. „Þá kallaði Jesús saman sína nánustu fylgismenn og átti með þeim kveðj- umáltíð,“ segir Kristján Valur, og þar gaf Jesús lærisveinum sínum ákveðna fyrirmynd með því að taka að sér hlutverk þjónsins og þvo fætur gesta sinna. „Boðskapurinn í því er, að sá er mestur sem þjónar öðrum,“ útskýr- ir hann. Síðasta kvöldmáltíðin boðar einnig að við minnumst þess sem Jesús gerði fyrir okkur í hvert sinn sem við neytum þeirrar máltíðar saman í kirkjunni. Þá er hún líka áminning fyrir okkur sem freistumst til að grípa í bita og borða fyrir framan sjónvarp- ið að gleyma ekki að halda í borðsamfélagið í fjölskyldunni.“ Meðan á kveðjumáltíðinni stóð vissi Júdas að farið yrði út í garð eftir hana eins og venja var. Hann hafði látið æðstu prestana vita svo þeir gætu tekið Jesú höndum og fékk að launum hina frægu 30 silfurpeninga. „Á páskunum togast því á gleðin og sorgin. Þeir hefjast með mikilli gleði á pálmasunnudag og gleðin er einnig til staðar í síðustu kvöld- máltíðinni. Síðan kemur sorgin með svikum Júdasar, handtöku Jesú, dómi og krossfest- ingu,“ segir Kristján Valur. Sorgin nær hámarki á föstudaginn langa þegar æðstu prestarnir ákæra Jesú fyrir guðlast og landráð fyrir rómverska land- j ytri skilningurinn á ástæðum krossfesting- arinnar, en í innri skilningi trúarinnar er Jesús fæddur í þennan heim til að taka á sig öll afbrot mannanna og deyja fyrir þau á krossinum,“ segir Kristján Valur og útskýr- ir nánar: „Það sem kemur í veg fyrir að við getum öðlast eilíft líf er það sem við gerum af okkur á jörðu. Jesús tók á sig þessar synd- ir svo við gætum lifað fyrir hann.“ Sú mikla sorg sem einkennir föstudaginn langa er því ekki aðeins vegna dauð J ú h ld „Miklu skiptir að við hugsum þetta á þenn- an hátt, því í gegnum tíðina hefur mönnum þótt auðvelt að varpa ábyrgðinni sérstaklega á gyðinga.“ Hinn helga laugardag þegar Kristur dvelur í gröfinni bíða menn þess sem verða vill en síðan kemur páskadagur með mikilli gleði. Þar sem þetta var mikill hátíðisdagur sam- kvæmt gyðingatrú mátti ekki vinna eftir sól- arlag. Konurnar fóru því í bítið um morgun menn Jesú myndu ræna líkinu og ljúga því að hann væri upprisinn. En þegar konurnar bar að var búið að velta stórum steini frá gröfinni og Jesú var ekki í gröfinni. „María Magdalena stóð grátandi við gröfina þegar kom til hennar maður sem reyndist vera Jesús upprisinn. Konurnar hlupu til baka og sögðu frá þessu,“ segir Kristján Valur. Og hver er boðskapurinn? „Hann er sá að við sem trúu á G ð Gleðin og sorgin togast á Séra Kristján Valur Ingólfsson. Altaristaflan eftir Nínu Tryggvadóttur í Skálholtskirkju. MYND/ ÁRNI SVANUR DANÍELSSON Sölufulltrúi: Jóna Ma ría Hafsteinsdóttir jm h@365.is 512 5473 Sigríður María Sigur jónsdóttir er útskrif tarnemi úr fatahönn unardeild Listahásk óla Íslands. Skartgripi Konur no ta mun frekar skart- gripi en karlmenn. Up phaflega voru það þó karlmenn sem sk reyttu sig með gulli o g glingri til að sýna stöð u sína í samfélaginu. VIÐ LEGGJUM METNA Ð OKKAR Í AÐ BJÓÐA UPP Á SKÓFATNAÐ ÞA R SEM ÞÆGINDI OG FALLEG HÖNNUN FAR A SAMAN! ÁTTU Fjöldi þinglýstra kaupsamn- inga á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar til 14. apríl 2011. 1.115 Gleðilega páska www.lyfja.is Hjá okkur er opið alla páskana, einnig föstudaginn langa og páskadag. Lyfja Lágmúla kl. 7–01 Lyfja Smáratorgi kl. 8 –24 Pratik Kumar Vill hjálpa fólki að búa til arðbæran hugbúnað. tölvur 22 Mikill tímamótadagur 40 ár frá heimkomu handritanna menning 18 Úti og inni um páskana Fjölmargt er á seyði yfir páskana. afþreying 20 Tónleika hald er aftur í tísku á Íslandi Tónlist 32fólk 38 Hverjar eru fallegustu prinsessurnar? Fasteignaviðskipti glæðast Þinglýstum kaupsamningum vegna fasteignakaupa á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 70 prósent á milli ára. Verðmæti kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi er 34 milljarðar króna en var 19 milljarðar í fyrra. skoðun 16 Baráttan harðnar Arsenal missteig sig gegn Spurs og Chelsea skaust í annað sætið á Englandi. sport 40 GLEÐILEGT SUMAR Sumardagurinn fyrsti er í dag, en það er fyrsti dagur Hörpu samkvæmt gömlu tímatali. Ber þessi tímamót alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19. til 25. apríl. Ekki hefur verið sumarlegt veður undanfarið og leituðu þessar kanínur skjóls í Elliðaárdal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.