Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 4
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR4 REYKJAVÍK Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokks- ins hætti við það í fyrra að verja 400 milljónum til að kaupa upp gömul og niðurnídd hús í borginni og útvega atvinnulausum iðnaðar- mönnum störf við að gera þau upp. Óskar Bergsson, fyrrverandi for- maður borgarráðs fyrir hönd Fram- sóknarflokksins, furðar sig á því að borgaryfirvöld skuli hafa ákveðið að slá þetta verkefni af en barmi sér nú yfir því að illa gangi að koma hundruðum illa farinna húsa, eink- um í miðbænum, í samt lag. Hann bendir á að meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks hafi árið 2009 farið af stað með verk- efnið Völundarverk að sænskri fyrirmynd, þar sem atvinnulausum iðnaðarmönnum hafi verið gefinn kostur á því, í gegnum atvinnuleys- istryggingasjóð, að gera upp gömul hús. Í gegnum það verkefni hafi húsin við Lækjargötu 2 og 22 verið gerð upp, eins og Laugavegur 4 til 6. „Síðan settum við 400 milljóna króna eignakaupalið inn í fjár- hagsáætlun svo við gætum við- haldið þessu áfram, því við vissum að mörg gömul hús mundu koma til sölu í ljósi ástandsins. En þessi nýi meirihluti tók þessar 400 millj- ónir og setti þær í eitthvert óskil- greint atvinnuátaksverkefni og lagði Völundarverkið niður,“ segir Óskar, sem telur að borgaryfirvöld hefðu vel getað haldið þessu verk- efni gangandi. „En þeir bara kusu að gera það ekki.“ Dagur B. Eggertsson, núverandi formaður borgarráðs, segir rangt hjá Óskari að Völundarverk hafi verið lagt niður. Það verkefni hafi hins vegar aldrei átt að ná til þess- ara yfirgefnu húsa. Um milljónirnar 400 segir Dagur: „Þegar við tókum við um mitt síð- asta ár þá lágu ekki fyrir neinar áætlanir um hvernig ætti að verja þessu fé þannig að þá voru þessir peningar settir í verkefni sem gætu skapað atvinnu strax og þeim varið til viðhalds og framkvæmda.“ Yfirgefnu húsin hafi mörg hver verið í hálfgerðu „limbói“ eftir hrun út af óljósu eignarhaldi, en nú séu borgaryfirvöld búin að gefa fjármálastofnununum nægan tíma til að greiða úr þeim málum og því þurfti að fara að beita úrræðum á borð við dagsektum til að knýja á um úrbætur. „Ég er hins vegar ekkert viss um að það væri skynsamlegt að borgin færi að kaupa upp allar þessar eign- ir. Það er mjög dýr og seinleg leið til að gera bragarbót þarna á, því að þetta er það mikið og það færir ábyrgðina frá þeim sem hana raun- verulega bera, sem eru eigendur eignanna.“ stigur@frettabladid.is Hættu við uppkaup á illa förnum húsum Meirihlutinn í Reykjavík hætti við það í fyrra að kaupa niðurnídd hús fyrir 400 milljónir og fá atvinnulausa til að gera þau upp. Fulltrúi fyrrverandi meirihluta furðar sig á þessu. Dagur B. Eggertsson segir það ekki endilega skynsama leið. YFIRGEFIÐ HÚS Baldursgata 32 er eitt af húsunum í Reykjavík sem hafa staðið auð í nær áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GENGIÐ 20.04.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,94 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,54 113,08 184,31 185,21 163,47 164,39 21,917 22,045 21,016 21,14 18,384 18,492 1,3592 1,3672 180,26 181,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar- veisluborðið á www.gottimatinn.is FRÁ BINGÓINU Þónokkrir mættu til að spila bingó á Austurvelli í gær. MYND/EGILL SKEMMTUN Páskaegg og bækur voru meðal vinninga í árlegu páskabingói Vantrúar sem haldið var á Austurvelli upp úr hádeg- inu í gær. Bingóið hefur verið haldið síðustu ár á föstudaginn langa í því skyni að mótmæla því sem meðlimir Vantrúar kalla úrelta helgidagalöggjöf, en allt skemmtanahald, þar á meðal bingó, er bannað með lögum á þessum degi. Reynir Harðarson, formaður Vantrúar, sagði í samtali við Vísi. is að félagið hefði alltaf fengið að halda bingóið án afskipta lög- reglu. „Í fyrra sáum við lögreglu- bíl aka framhjá,“ segir hann, en það var allt og sumt. Sama var uppi á teningnum í ár, lögreglan ók framhjá en aðhafðist ekkert. Bingó Vantrúar haldið í gær: Löggan keyrði bara framhjá UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur ákveðið að áminna kalkþörungaverksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal til að ýta enn frekar á um umbætur í meng- unarmálum hjá fyrirtækinu. Umhverfis- stofnun hefur í allnokkurn tíma gert kröfur um úrbætur sem fyrirtækið hefur orðið við, til dæmis með bættum og breyttum meng- unarvarnabúnaði. Þrátt fyrir það hefur ekki náðst stjórn á styrk ryks í útblæstri en í síðustu mælingu reyndist ryk vera rúm- lega sjöfalt meira en starfsleyfi segir til um. Mörk fyrir styrk ryks í útblæstri eru 20 mg á normalrúmmetra en við síðustu mælingu mældist styrkur ryks 150 mg. Auk áminningar gerir Umhverfisstofn- un kröfu um að rekstraraðili setji upp full- nægjandi hreinsibúnað eða hafi gert aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að ákvæði starfsleyfis séu uppfyllt fyrir 15. júní. Enn fremur skal rekstraraðili fram- kvæma mælingar á rykmagni eigi síðar en 1. júlí 2011 og senda niðurstöður þessara mælinga til Umhverfisstofnunar eins fljótt og unnt er en eigi síðar en 1. ágúst 2011. Umhverfisstofnun hefur bent fyrirtækinu á heimild til að leggja dagsektir á fyrirtækið, allt að 500 þúsund krónur á dag, sinni það ekki úrbótum innan gefins frests. - shá Umhverfisstofnun krefst umbóta hjá kalkþörungaverksmiðjunni vegna rykmengunar: Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal áminnt FRÁ BÍLDUDAL Verksmiðjan er gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífið á Bíldudal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn gerir ráð fyrir að lítið dragi úr atvinnu- leysi á næstu mánuðum því enn séu fleiri fyrirtæki að segja upp fólki en ráða fólk. Spá Seðlabank- ans um atvinnuhorfur er þó bjart- sýnni en nýleg spá forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank. Þetta kemur fram í peninga- málum, efnhagsriti Seðlabank- ans. Þar segir að þróun á vinnu- markaði hafi að undanförnu verið í samræmi við sýn bankans í síð- asta riti Peningamála sem kom út í febrúar síðastliðnum. Enn séu fleiri fyrirtæki sem íhugi að segja upp fólki en að ráða fólk. Spá Seðlabanka Íslands: Lítið dregur úr atvinnuleysinu Héðinn efstur Héðinn Steingrímsson er efstur á Íslandsmótinu í skák þegar ein umferð er eftir. Héðinn hefur 6,5 vinning, hálfs vinnings forskot á Braga Þorfinnsson og Henrik Danielsen. Héðinn og Bragi gerðu jafntefli í næstsíðustu umferðinni eftir mikla baráttuskák. Síðasta umferðin verður leikin í dag en þá mætast Héðinn og Henrik, og Bragi og Guðmundur Kjartansson. Sigur í dag tryggir Braga fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Teflt er á Eiðum. SKÁK Gerðu aðsúg að lögreglu Hópur ungmenna gerði aðsúg að lög- reglu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags. Lögreglumenn ætluðu að taka áfengi af sextán ára pilti þegar ólætin byrjuðu. Lögreglumenn- irnir beittu kylfum og piparúða til að verjast ungmennunum. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 20° 23° 16° 25° 24° 14° 14° 19° 24° 20° 16° 31° 17° 25° 16° 12°Á MORGUN Strekkingur eða hvass- viðri. MÁNUDAGUR Strekkingsvindur en dregur úr vindi síð- degis. 6 6 4 5 6 4 5 7 7 6 -2 8 7 5 4 3 5 3 6 2 4 1 5 5 4 7 3 5 5 5 7 7 SÓLARGLÆTA verður á talsverð- um hluta lands- ins fram eftir degi en svo þykknar upp með rigningu sunnan- og vestan- lands síðdegis og í kvöld. Páskadagur og annar í páskum verða vinda- og úrkomusamir, sér- staklega sunnan og vestan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BRUNI Feðgar voru fluttir á slysa- deild Landspítalans með reyk- eitrun eftir að eldur kom upp í íbúð við Furugrund í Kópa- vogi um fjögurleytið í fyrrinótt. Eldurinn kom upp í baðherbergi íbúðarinnar. Drengurinn er á leikskólaaldri og voru þeir báðir sofandi þegar eldurinn kom upp. Þeir komu sér sjálfir út úr íbúðinni áður en slökkvilið kom á vettvang. Líðan feðganna er eftir atvik- um ágæt en drengurinn virðist hafa sloppið betur en faðir hans. Miklar reykskemmdir urðu á íbúðinni. Eldur í Furugrund í Kópavogi: Feðgar fluttir á slysadeildina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.