Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 34
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR2
Stuðningsþjónusta
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja
í störfum hjá borginni.
Stuðningþjónusta
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að ráða
fólk til starfa til að sinna stuðningsþjónustu.
Stuðningsfjölskyldur
Leitað er eftir samstarfi við fjölskyldur sem eru
reiðubúnar til að taka reglubundið börn til dvalar á
heimili sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
Taka á móti barni/ börnum til sólarhringsdvalar á
heimili sín með það að markmiði að styðja foreldra,
veita þeim hvíld og eða/styrkja stuðningsnet barns.
Hæfniskröfur
Góð almenn menntun
Hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Áhugi og reynsla á vinnu með börnum
Verktakasamningur er gerður við stuðningsfjölskyldur.
Liðsmenn og persónulegir ráðgjafar
Ráða til starfa starfsfólk til að sinna liðveislu og
persónulegri ráðgjöf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Veita börnum og fullorðnum persónulegan og
félagslegan stuðning út frá forsendum og markmiðum
hvers og eins.
Hæfniskröfur
Góð almenn menntun
Hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og Starfsmannfélags
Reykjavíkurborgar
Nánari upplýsingar veitir Bára Aðalsteinsdóttir í síma
4111600 eða með því að senda fyrirspurnir á bara.
adalsteinsdottir@reykjavik.is
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um
störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is/storf fyrir 27.05. 2010.
Velferðarsvið
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa
frá 1. Jjúlí 2011.
Upplýsingar veitir Guðný H. Guðmundsdóttir
hjúkrunarforstjóri í síma: 522 5600.
HJÚKRUNARHEIMILI
ó ú
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn.
Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta
starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í
verðlagsmálum. Seðlabankinn á enn fremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast
hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að
virku og öruggu fjármálakerfi , þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til
starfa á fjárhagssvið bankans. Um er að ræða 100%
starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík.
Fjárhagssviðið hefur umsjón með bókhaldi, uppgjöri
og fjárhagsskýrslugjöf Seðlabankans og dótturfélaga.
Auk þess sinnir sviðið allri bakvinnslu bankans þ.m.t.
umsjón með SWIFT-færslum og greiðslum fyrir
bankann, ríkissjóð og ríkisfyrirtæki, auk annarra tilfal-
landi verkefna.
Helstu verkefni:
• Samstæðuuppgjör og greining fjárhagsupplýsinga
• Skýrslugerð og upplýsingavinnsla
• Samskipti við endurskoðendur og fjármálastofnanir
• Þátttaka í mótun tilfallandi verkefna sviðsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf, framhaldsmenntun á
sviði reikningsskila
• Reynsla af reikningshaldi og uppgjörsvinnu skilyrði
• Reynsla af samstæðuuppgjörum mikill kostur
• Starfsreynsla af fjármálamarkaði æskileg
• Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu
og riti. Færni í einu norðurlandamáli kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, nákvæmni, skipulögð vinnubrögð
og metnaður til að ná árangri í starfi
Nánari upplýsingar veitir Kristín Hannesdóttir,
framkvæmdarstjóri fjárhagssviðs, í síma 569 9600.
Sótt skal um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands,
www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunndaginn 8. maí
næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Laust starf hjá Seðlabanka Íslands
Sérfræðingur á fjárhagssviði
Matreiðslumaður/meistari
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða
faglærðan matreiðslumann/meistara. Um er að ræða
spennandi framtíðarstarf og þátttöku í metnaðarfullu
og framsæknu veitingateymi.
Kraftmiklir, metnaðarfullir og jákvæðir matreiðslumenn
sem hafa áhuga á spennandi framtíðarstarfi hjá traustu
fyrirtæki eru hvattir til að sækja um.
Viðamikil veitingastarfsemi er hjá Bláa Lóninu,
veitingstaðurinn LAVA, Blue Cafe og Lagoon bar.
Glæsilegir funda- og ráðstefnusalir eru einnig í Bláa
Lóninu og í Eldborg í Svartsengi.
Bláa Lónið er reyklaus vinnustaður. Frekari upplýsingar
veitir Magnús Héðinsson,rekstrarstjóri veitingasviðs hjá
Bláa Lóninu, netfang; magnush@bluelagoon.is.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2011
og eru umsækjendur beðnir um að sækja um starfið
á heimasíðu Bláa Lónsins;
www.bluelagoon.is/Umfyrirtaekid/Atvinna/Atvinnuumsokn/
Dynax ehf. • Kirkjustétt 2-6 • 113 Reykjavík • sími: 412 9800 • fax: 412 9801 • www.dynax.is • sala@dynax.is
Vegna aukinna verkefna þurfum að ráða forritara/ráðgjafa til starfa eftirfarandi:
1. Alhliða forritari með reynslu í sem flestu af eftirfarandi: dotNet, Visual Studio, Sharepoint
og með þekkingu á stýriskerfisforritun rafeindabúnaðar.
2. Axapta forritara (IT pro) með góða bókhaldsþekkingu og reynslu sem styður við
hæfni viðkomandi.
3. Hæfan rekstrarráðgjafa tölvudeilda stórfyrirtækja. Hér er horft til þekkingu á vélbúnaði
tölvusala, arkitecture, netbúnaði og öðru viðkomandi.
Fyrst verður horft til reynslu umsækjenda af sambærilegum störfum og síðan menntun
sem styður þá í ofangreindum störfum.
Umsóknum sé skilað á rafrænu formi á netfangið birgir@dynax.is fyrir 1. maí nk.
titilmerkt „Dynax-atvinna“.
Um fyrirtækið:
Dynax ehf er alhliða þjónustufyrirtæki á sviði hugbúnaðar og rekstri tölvukerfa.
Helstu þjónustuliðir eru Axapta, Xal, SharePoint, SQL, BI, rekstur tölvukerfa, ráðgjöf og eftirlit.
Starfsmenn Dynax sem flestir eru jafnfram eigendur fyrirtækisins hafa áralanga reynslu af
rekstri tölvukerfa og hugbúnaðarsmíð hjá stærstu fyrirtækjum landsins.