Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 6
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR6 DÝRAHALD Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loð- dýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafn- framt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er við- tekin venja. Forsvarsmaður loð- dýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingar- leysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að frétta- flutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktun- arinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýra- rækt hafi dregist saman í mörg- um löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýr- anna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar regl- ur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað.“ Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferð- in er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunar- lögum. Þetta er ekki leyft í Dan- mörku sem dæmi, en þar verð- ur að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra.“ Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að telj- ast sérstakt. Björn Halldórsson, formað- ur Sambands íslenskra loðdýra- bænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert sam- band hafi verið haft við loðdýra- bændur. Reglugerðin um loð- dýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heim- inum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evr- ópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel.“ Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoð- un. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýravernd- unarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er ein- faldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi,“ segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira. svavar@frettabladid.is Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af. SIF TRAUSTADÓTTIR DÝRALÆKNIR UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Nafn eins barns á aldrinum 7–9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á UEFA Champions League úrslitaleikinn á Wembley 2011 og fær að leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 14. apríl–15. maí 2011. Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í UEFA Champions League úrslitaleiknum á Wembley 28. maí 2011 í London Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is HÚSNÆÐISMÁL Samráðshópur vel- ferðarráðuneytisins um húsnæð- isstefnu hefur skilað tillögum um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Meðal annars er lagt til að tekn- ar verði upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta til að stuðla að jafnari húsnæðis- stuðningi hins opinbera óháð búsetuformi. Samráðshópurinn var skipaður í nóvember 2011. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er formaður hópsins. Hópurinn leggur áherslu á að húsnæðisstefna skuli hafa það meginmarkmið að tryggja hús- næðisöryggi heimila í land- inu og stuðla að félagslegri samheldni. Stórbætt grein- ing á húsnæðis- markaðinum sé forsenda fyrir árangursríkri húsnæðisstefnu og er lagt til að slík greining fari fram fyrir lok árs. „Lagt er til að ríkisstjórnir hverju sinni innleiði húsnæðis- stefnu sína með gerð húsnæð- isáætlunar. Húsnæðisáætlun verði hluti af landsskipulags- stefnu sem sveitarfélög taki mið af við gerð skipulagsáætlana eða breytinga á þeim,“ segir í til- kynningu frá hópnum. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að eiga sér skýra langtímastefnu í húsnæðismál- um. Hann mun meta tillögurnar á næstu vikum og tekur þá við forgangsröðun, nánari útfærsla þeirra og framkvæmd. - sv Starfshópur velferðarráðuneytis leggur fram nýjar tillögur að húsnæðisstefnu: Teknar verði upp húsnæðisbætur GUÐBJARTUR HANNESSON LEIGUMARKAÐUR Í REYKJAVÍK Starfs- hópurinn telur bætta greiningu á hús- næðismarkaðinum vera forsendu fyrir árangursríkri húsnæðisstefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Þrátt fyrir þverr- andi vinsældir er Barack Obama Bandaríkjaforseti enn sigur- stranglegastur meðal líklegra frambjóðenda í forsetakosning- um næsta árs. Helgast það fyrst og fremst af óánægju repúblikana með þá valkosti sem nú eru í boði. Í könnun sem Washington Post birti fyrir skemmstu kom fram að þrátt fyrir að innan við helming- ur svarenda væri ánægður með frammistöðu Obama á forseta- stóli er innan við helmingur repú- blikana og óháðra sem hallast að repúblikönum sáttur við núverandi hóp frambjóðenda. Það sést einnig á því að þegar fólk í þessum hópi er beðið um að velja einn frambjóðanda sem það gæti hugsað sér að kjósa í forkosn- ingum er aðeins einn með yfir tíu prósenta fylgi. Það er Mitt Rom- ney, sem er með sextán prósent, en þar á eftir kemur viðskiptajöfur- inn umdeildi Donald Trump með átta prósent. Romney og Mike Huckabee mældust með mest fylgi hugsan- legra frambjóðenda í samanburði við Obama, en samkvæmt könn- uninni myndi Romney tapa fyrir Obama með fjórum prósentustig- um og Huckabee með sex. Fyrstu forkosningarnar fara fram í febrúar en sigurvegarinn verður útnefndur á flokksþingi í ágúst 2012. - þj Frambjóðendur repúblikana fyrir forsetakosningar á næsta ári: Enginn ógnar Obama ennþá ENGAR ÁHYGGJUR Barack Obama þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af vinsældum mótframbjóðenda sinna enn sem komið er. NORDICPHOTOS/AFP Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra Ný félagasamtök um dýravelferð gagnrýna aðbúnað á loðdýrabúum. Bændur vísa gagnrýninni alfarið á bug og telja greinina standast allar kröfur í alþjóð- legum samanburði. Helst er stærð búra og aflífun dýranna gagnrýnd. MINKUR Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. KJÖRKASSINN Eiga borgaryfirvöld að taka harðar á vanrækslu húseigenda í miðborginni? JÁ 88,1% NEI 11,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ferð þú í fermingarveislu þetta árið? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.