Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 32
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR2
segir Kristín Eva brosandi og
getur þess að stundum bætist þá
við afar og ömmur sem kunna vel
að meta góða matseld ekki síður
en samveruna við barnabörnin.
Þessa helgi dregur þó til tíð-
inda því á morgun, páskadag,
verða endurfundir við ættingja
frá Noregi sem fjölskyldan hefur
ekki hitt lengi. Svo fer útvarps-
þáttur, 70 síður, í loftið á Rás 1
í dag klukkan 14.40. Þar ætla
Kristín Eva og Brynhildur, ásamt
Marteini Jónssyni og Magnúsi
Sigurðssyni, að beina sjónum
sínum að bókinni á alþjóðlegum
degi hennar. „Þetta er svona þátt-
ur sem kemur úr öllum áttum og
á óvart,“ segir hún og lofar góðri
skemmtun.
Spurð hvort börnin eigi ekki
eftir að sitja límd yfir tækinu að
hlusta á mömmu, hristir Kristín
Eva höfuðið og brosir. „Nei,
þau spá nú ekkert í það. Hafa
reyndar tekið að sér hlutverk
fréttaritara Leynifélagsins og
fannst það spennandi en lengra
nær áhuginn nú ekki.“ Þau ætla
þá ekki að feta í þín fótspor þegar
þau verða stór? „Nei, Kolfinna
stefnir á tannlæknirinn eins og
amma hennar og Huga langar að
verða tölvuleikjahönnuður eða
fornleifafræðingur og bæði gætu
hugsað sér að verða vísindamenn.
Þau eru með framtíðarplönin
alveg á hreinu.“
roald@frettabladid.is
Kristín Eva á góðri stundu með þeim
Huga og Kolfinnu.
Viðbúið er að ekki verði dropi eftir
á tanknum þegar helstu kraftajötn-
ar landsins hafa tekist á í keppninni
Mini-Expo í Hveragerði í dag. Boð-
beri nýrra tíma í íþróttasögu lands-
ins, segja félagarnir Hjalti Úrsus
og Egill „Gillz“ Einarsson sem
standa á bak við keppnina.
„Þetta er það allra nýjasta og
ferskasta sem er að gerast í brans-
anum núna, það er bara ekkert
flóknara en það, því þarna verð-
ur keppt í blöndu af crossfit og
boot camp sem eru að ná mestri
útbreiðslu á heimsvísu í dag,“
segir Hjalti brattur og bætir við
að í keppninni reyni ekki síður
á úthald en krafta. „Hún ætti að
höfða til þeirra sem hlaupa til jafns
við þá sem lyfta allt árið um kring.
Menn þurfa bæði að hafa mjög gott
þol og vera grjótsterkir, en það fer
ekki alltaf saman.“ Meðal þess
sem keppendur fá að spreyta sig á
í keppninni í dag er fimm kílómetra
hlaup, sekkjahlaup, ketilbjöllur,
„reps“ og bekkpressukeppni, sem
Egill reiknar með að verði „hrika-
lega skemmtileg“.
„Allir eru vigtaðir og síðan eru
reiknuð út stig. Sá sem er 120 kíló
þarf því að lyfta oftar en sá sem er
60 kíló,“ segir hann og Hjalti skýt-
ur inn í að allir geti tekið þátt. „Það
er meira að segja hægt að skrá sig
á staðnum en mótið hefst klukkan
10.“
Spurðir hvort þeir félagar ætli
sjálfir að taka slaginn segist Hjalti
ekki eiga lengur sjens í karla eins
og Egil. Sá ætlar hins vegar að slá
til. „Ég ætla að hjóla í þetta. Alltof
langt síðan maður hefur verið með
í svona keppni. Auðvitað vill enginn
að ég vinni nokkurn skapaðan hlut,
því menn vita að þá verð ég óþol-
andi næstu vikur; á ekki eftir að
tala um annað en eigið ágæti. Þann-
ig að ég reikna með að menn reyni
að pakka mér saman. Sem verður
mjög erfitt, því ég er hrikalegur,“
segir hann og glottir.
Verðlaunin eru heldur ekki af
verri endanum, benda þeir á. „Nei,
yfirleitt eru þetta kannski prótín-
baukur og bikar en nú eru í boði
peningar, 50.000 krónur fyrir
„reps“ keppnina,“ segir Egill og
Hjalti bætir við að sigurvegarar í
heildarflokki karla og kvenna fái í
sinn hlut flugmiða frá Icelandair,
gistingu á Hótel Örk og úr frá G
Shock. Hægt er að fá upplýsingar
og skrá sig með því að senda tölu-
póst á hjaltiar@simnet.is.
roald@frettabladid.is
Jötnaslagur í Hveragerði
Egill „Gillz“ Einarsson skorar á hvern sem vill í keppni um krafta og þol í Hveragerði í dag. Egill stendur á
bak við keppnina ásamt Hjalta Úrsus sem segir hana koma með ferska vinda inn í íþróttalíf landsins.
Hrikalegir saman. Hjalti Úrsus og Egill „Gillz“ Einarsson standa fyrir keppni um krafta og þol í Hveragerði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í speglinum sefur kónguló
nefnist nýtt leikrit eftir Kristínu
Ómarsdóttur sem Útvarpsleik-
húsið frumflytur á annan dag
páska klukkan 14.
Leikritið, sem Kristín skrifaði
sérstaklega fyrir Útvarpsleik-
húsið, er í leikstjórn Kristínar
Jóhannesdóttur en hljóðvinnslu
annaðist Einar Sigurðsson. Leik-
arar eru Álfrún Helga Örnólfs-
dóttir, Ævar Þór Benediktsson,
Sigurður Skúlason og Ragnheiður
Steindórsdóttir.
Verkið fjallar um stelpu og strák
sem stofnun hefur valið til að eign-
ast saman barn. Leikritið gerist í
óvenju vel skipulagðri borg þar
sem mannlegum breyskleika hefur
verið sagt stríð á hendur og fram-
farir í vísindum hafa þróað mann-
eskjuna svo nú fæðist fólk kvilla-
laust og nær fullkomið á líkama og
sál. Borgin hreykir sér af að vera
staður þar sem hin hreina fegurð
ríki. Undir eftirliti og leiðbeining-
um stofnunarinnar gengur stúlk-
an með barn piltsins, en viðbrögð
unga fólksins reynast ekki jafn
útreiknanleg og ráð var fyrir gert.
Þær Kristínar, Kristín leikskáld
og Kristín leikstjóri, eru í fremstu
röð hvor á sínu sviði og hafa
báðar hlotið ýmsar viðurkenning-
ar og athygli fyrir störf sín. Þær
hafa báðar unnið töluvert fyrir
Útvarpsleikhúsið á liðnum árum.
Þetta er enn einn frum flutningur
íslensks leikrits hjá Útvarpsleik-
húsinu, sem hefur meðvitað þá
stefnu að frumflytja eingöngu
íslensk leikrit. Hefur ekkert leik-
hús landsins lagt jafn mikið að
mörkum í því tilliti á síðustu
misserum. - fsb
Í speglinum sefur kónguló
flutt í Útvarpsleikhúsinu
Kristín Ómarsdóttir skrifaði leikritið Í speglinum sefur kónguló sérstaklega fyrir
Útvarpsleikhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Framhald af forsíðu
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Grensásvegur 16, sími 553 7300
Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17
Slæðukjólar
one size
stuttir 3.990 kr.
síðir 5.990 kr.
Teygjubolur
1.990 kr.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
MENNING
Fæst í Bónus og Inspired,
Keflavíkurflugvelli
HOLLUR
BITAFISKUR
+ 80% prótín
Fiskneysla er góð
fyrir heilabúið
Páskalitaleikur verður á blómatorgi Kringl-
unnar í dag. Allir krakkar sem taka þátt fá
glaðning frá Nóa Síríus og geta unnið páskaegg.