Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 24
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR24
FORSÍÐUR ÚR SÖGU FRÉTTABLAÐSINS Svipmót blaðsins hefur haldist áþekkt frá því að blaðið kom fyrst út.
M
EST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Mánudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fasteignir.is
11. apríl 2011
84. tölublað 11. árgangur
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Þ úsunduþjalasmiðnum Hrafni Magnússyni fell-ur sjaldan verk úr hendi. Á sumrin starfar hann sem verktaki hjá Vegagerðinni og á veturna þegar vertíð lýkur gefst tími í helsta áhugamálið, smíði. Á liðnum mánuðum hafa ýmsar skemmtilegar hugmyndir lifnað við, þar á meðal grill sem Hrafn hyggst setja á markað með sumrinu.„Þetta er ekta grill undir kræs-ingar sem fólk nennir að eyða púðri í,“ segir hann um gripinn, listilega smíðað snúningsgrill fyrir kol á fjórum fótum. Hugmyndin aðþví kviknaði fyrir síð
grill og útkoman var bara svo góð
að okkur datt í hug að hefja fram-
leiðslu,“ segir hann brattur. Félag-
arnir sátu ekki við orðin tóm held-
ur leigðu húsnæði í Dugguvogi þar
sem þeir hafa smíðað í allan vetur.
Markmið er að búa til 400 grill
fyrir sumarið.En er ekki tíma-
skekkja að hefja framleiðslu á
kolagrillum?Hrafn hristir höfðuðið. „Gasgrill
eru góð út af fyrir sig en fátt jafn-
ast þó á við matinn sem kemur af
góðu kolagrilli. Munurinn á bragði
er ævintýralegur, það vita þeir
sem til þekkja.“Grillið hefur hlotið portúgalska
heitið Piri Piri með vísan í heima-
land Franciscos en er þó að öllu
leyti íslensk framleiðsla og verð-
ur fáanlegt á völdum sölustöðum
í sumar.„Þetta hef k
Ævintýralegur munur
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Páskarnir eru fram undan og margir sem leggja
upp úr fallegum páskaskreytingum. Á dönsku heima-
síðu tímaritsins Bolig Liv, boligliv.dk, er að finna virki-
lega fallegar hugmyndir að páskaskreytingum.
Hrafn Magnússon og Francisco Reveira setja nýtt grill á markað í sumar:
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900 - www.jarngler.is
Myndlistavörur í miklu úrvali
FASTEIGNIR.IS
Heimili fasteignasala hefur til sölu vandað parhús við Fjallalind 87 í Kópavogi. Opið hús verður í dag frá klukkan 17.30 til 18.
Mjög vandað parhús með fallegum garði. Húsið er á tveimur hæðum
Nánari lýsing eignar: Neðri hæð. Komið er inn í flísalagða for-stofu. Inn af forstofu er gott park-etlagt gestaherbergi ásamt því að innangengt er í bílskúrinn. Hol parketlagt og gengið úr holinu inn í stofu, borðstofu og eldhús, sem eru samliggjandi. Úr borðstofunni er gengið út á ö d
Þar er hjónaherbergi með falleg-um fataskápum úr eik og tvö góðbarnaherbergi. Því til viðbótar er stórt sjónvarpsherbergi. Á hæð-inni er flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu ásamt þvotta-hú i með skápum og innrétting-um. Úr sjónvarpsherbergi er geng-
Vandað parhús í Kópav g
Fjallalind 87 í Kópavogi er parhús með verönd og garði.
15. TBL.
11. APRÍL 2011
Kíktu inn á www.landmark.is!Þú hringir, við sjáum um rest 512 4900
Er sláttuvélin í stofunni? Vantar þig bílskúr?
þér hentugri eign með bílskúr!
Betra brauð með súpunni!
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Lactoghurt
daily
þ j
ginnar og komið á jafnvægi.
Ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag.Lactoghurt fæst í apótekum.
S
1
1
3
0
1
3
Einstök blanda mjólkursýrugerla
Úrslit atkvæðagreiðslunnar Niðurstaðan úr þjóðaratkvæða-greiðslunni um Icesave-málið var afgerandi. Rétt tæp sextíu prósent þátttakenda völdu að hafna samningnum.
SÍÐA 4
ICESAVE-SAMNINGUNUM HAFNAÐ AF ÞJÓÐINNI
Forsetinn sendir forsvarsmönnum atvinnulífsins tóninn
ICESAVE Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að innan fárra daga eða vikna verði metið hvort ríkisstjórnin hafi nægilegan þingstyrk til að koma í gegn mikil-vægum málum. Svo kunni að fara að reynt verði að styrkja stjórnina.
„Það er mikil-vægt að ríkis-stjórnin hafi traustan þing-meirihluta á bak við sig og það mun koma í ljós hvort svo sé þegar við förum að vinna úr þeim stóru verkefnum sem við þurfum að takast á við á næst-unni,“ sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Verkefnin eru innanlands og utan. „Það þarf að tala máli Íslands á erlendum vettvangi og hér innanlands stöndum við í þessum stóru verkefnum sem við vorum kosin til eins og breyting-um á fiskveiðistjórnunarkerfinu og ESB-ferlinu. Það er mjög mik-ilvægt að reyna að sameina þjóð-ina og fylkja henni að baki því sem þarf að gera til að endurreisa Ísland.“
Jóhanna kveðst hafa verulegar áhyggjur af áhrifum höfnunar á Icesave-lögunum á kjaraviðræð-ur. „Við þurfum að sjá hvort þetta hafi orðið til þess að aðilar vilja einungis semja til skamms tíma.“ Fundað verði með aðilum vinnu-markaðarins í dag eða á morgun og þá muni stærð viðfangsefnisins skýrast.
„Þegar við erum búin að kort-leggja þessi viðfangsefni öll sem við þurfum að fara í þá verðum við að meta hvort við höfum fyrir þeim meirihluta og ef ekki gæti komið til endurmats á ríkisstjórn-inni; að við með einhverjum hætti reynum að styrkja stjórnina. En það verður bara að koma í ljós.“ Jóhanna segir að þetta muni skýrast fljótlega en vill ekki ræða þessar hugleiðingar frekar. - bþs
Metur styrk ríkisstjórnarinnarRíkisstjórnin verður hugsanlega styrkt að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hún hefur áhyggjur af afleiðingum synj-
unar þjóðarinnar á Icesave-samningunum á laugardag. Afstaða Svía talin skipta miklu um hnökralaust framhald AGS-áætlunarinnar.
Landið allt
59,8%
40,2%
Já Nei
Auð og ógild: 4890 atkvæðiÁ kjörskrá: 232.422
Kjörsókn: 75,3%
FORSETINN HORFIR FRAM Á VEGINN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsvarsmenn atvinnulífsins fyrir bölsýni
á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Hann hvatti þá til þess að segja unga fólkinu í landinu og þjóðinni frá allri þeirri upp-
byggingu sem væri í íslensku atvinnulífi en ekki tala það sífellt niður.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ólíklegt er að ákvörðun meirihluta kjósenda, sem felldi Icesave-samningana í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag,
hafi neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir þrotabú gamla Landsbankans afar sterkt. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái rúmlega þúsund milljarða króna greiðslu vegna Icesave-reikninganna úr búinu og sé ólíklegt að þau setji stein í götu íslenskra stjórnvalda í aðildarvið-ræðum við Evrópusambandið.„Ég óttast ekki á neinn hátt að þessi úrslit muni hafa neikvæð áhrif á fjármagnsstreymi til Íslands. Ef okkur tekst
að koma því til skila á alþjóðlegum vettvangi að Bretar og
Hollendingar eru með öruggt í hendi sjö til níu milljarða Bandaríkjadala úr þrotabúinu þá lítur málstaður Íslands
öðruvísi út en reynt hefur verið að halda fram bæði hér og erlendis,“ sagði forsetinn og gagnrýndi harkalega for-ystumenn atvinnulífsins fyrir að tala það niður. „Ég segi af
fullri alvöru: Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf. Farið
að segja unga fólkinu í landinu og þjóðinni frá allri upp-byggingu sem er í íslensku atvinnulífi.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir gagnrýni forsetans ómaklega. „Við höfum ekki verið með neinar hörmungarspár heldur talað
um það sem skiptir máli. Við höfum þvert á móti talað atvinnulífið upp og reynt að skapa trúverðugar væntingar
svo fjárfestingar sem nú eru í algjöru lágmarki verði meiri.“
- jab / sjá síður 4, 6 og 8
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
Afstaða Svía ræður mikluStjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að neikvæð áhrif verði á efnahagsáætlun Íslands. Miklu ræður að Svíar taki tillit til breyttra aðstæðna. Aðrir muni þá fylgja í kjölfarið.
SÍÐA 8
STJÓRNMÁL Guðfríður Lilja Grétars-dóttir var felld úr embætti þing-flokksformanns Vinstri grænna á fundi í gær. Árni Þór Sigurðs-son, sem hefur gegnt embættinu á meðan Guðfríður Lilja var í fæð-ingarorlofi, var kosinn í hennar stað. Hún sneri til baka úr orlof-inu í gær.
Guðfríður Lilja sagðist í sam-tali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki hafa átt von á þessu á sínum
fyrsta þingflokksfundi eftir orlof-ið. „Kona fer úr stöðu sinni í fæð-ingarorlof, heldur henni meðan hún er í orlofi og gengur í hana þegar hún kemur aftur.“ Ein-hverra hluta vegna hafi legið á að koma henni frá.
Aldrei hefur verið kosið á milli þingmanna í embætti þingflokks-formanns heldur hefur verið sjálf-kjörið.
Guðfríður segist ekki hafa tekið
ákvörðun um neitt annað en að halda áfram í þingflokki VG. „Ég er oddviti VG í fjölmenn-asta kjördæmi landsins, ég var kosin út á stefnumál sem mér eru mjög kær eins og umhverfismál, jafnréttismál, að standa með fólki en ekki fjármagni og svo fram-vegis og ég ætla að halda áfram að berjast fyrir þeim á þingi eins og ég hef gert hingað til.“
- þeb
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur velt úr stóli þingflokksformanns VG á fyrsta fundi:Lá á að koma Guðfríði frá
Málið hverfur ef við borgum
Málarekstri um Icesave er sjálf-hætt ef Íslendingar sannfæra EFTA um að þeir muni bæta Bretum og Hollend-ingum lágmarks-tryggingu inn-
stæðueigenda.
Þetta segir Per
Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.
SÍÐA 4
2001 23. APRÍL 2001 12. SEPTEMBER 2006 1. OKTÓBER 2008 25. ÁGÚST 2010 13. APRÍL 2011 11. APRÍL
leikurinn stendur yfir allar helgar fram að páskum...
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
Afgreiðslutími páskar: Páskadagur - Lokað, Annar í páskum 12-18
sendum um allt land
Smurt brauð
m/hangikjöti
490,-
kaffi
einfaldlega betri kostur
25% AFSLÁTTUR
af öllum kertum til og með 25. apríl
Þ
róunin alls staðar í
kringum okkur var
sú að smærri blöðum
fækkaði og við sáum
að blöð yrðu að vera
stærri og færri þegar
internetið yrði komið almennilega
í gang,“ segir Eyjólfur Sveinsson
en þeir faðir hans, Sveinn R. Eyj-
ólfsson, leiddu Frjálsa fjölmiðlun,
útgáfufélag DV, sem um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar eignað-
ist flokksblöðin Tímann, Alþýðu-
blaðið og Vikublaðið /Þjóðviljann
og felldi undir hatt dagsblaðsins
Dags. „Við sáum þó sumarið 2000 að
Dagur var ekki þetta þriðja blað sem
við leituðum að en tapreksturinn á
honum gekk mjög nærri Frjálsri
fjölmiðlun. Þá fórum við að horfa í
kringum okkur til að leita að öðrum
hugmyndum.“
Útgáfunni var þó fram haldið
þangað til í mars 2001 einum mán-
uði áður en Fréttablaðið hóf göngu
sína. Eyjólfur segir að það hafi ekki
verið inni í myndinni fyrir útgáfu-
félagið Frjálsa fjölmiðlum að láta
sér útgáfu DV nægja. „Okkur leist
ekki á það, við töldum að það myndi
koma út þriðja blaðið á markað þar
sem fyrir voru Morgunblaðið og DV.
Ef við myndum ekki gefa það út þá
yrði einhver annar til þess og það
gæti orðið DV skeinuhætt,“ segir
Eyjólfur.
Fríblöðin fönguðu athyglina
„Þegar við fórum að skoða hvað
var að gerast erlendis þá sáum
við að metróblöðin sem dreift
var á samgöngumiðstöðvum voru
orðin nokkuð sterk til dæmis í
Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi.
Okkur leist ágætlega á þessa hug-
mynd. Við vorum með alla þessa
reynslu og búin að fara með
allan þennan herkostnað í Dag
til að þreifa fyrir okkur hvern-
ig þriðja blaðið ætti að líta út og
vorum sannfærð um að við ættum
að gera þetta,“ segir Eyjólfur.
Á þessum tíma var Eyjólfur að
vísu hættur sem framkvæmdastjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar og segir hann
föður sinn hafa hvatt sig til að leiða
þetta blað. „Ég var tregur til að
steypa mér út í ný tvísýn verkefni
en freistingin að sjá drauminn um
þriðja dagblaðið rætast varð til að ég
ákvað að láta slag standa.“
Veturinn 2000 til 2001 var svo
unnið að undirbúningi Fréttablaðs-
ins í samstarfi við starfsmenn
Frjálsrar fjölmiðlunar enda mikil
reynsla í því fyrirtæki af útgáfu.
Smám saman mótuðust hugmynd-
irnar um það hvernig Fréttablaðið
ætti að vera að útliti og innihaldi.
„Við litum meðal annars til metró-
blaðanna sem voru með stuttar frétt-
ir. Við vildum að fólk ætti auðvelt
með að staðsetja sig í blaðinu og svo
höfðum við það auðvitað í huga að
blaðið var gestur á heimilum, kom
óboðið í hús ef svo má segja. Þann-
ig að það varð að gæta ákveðinnar
hógværðar,“ segir Eyjólfur. Einn-
ig var leitað aðstoðar ýmissa aðila
utan fyrirtækisins við undirbúning
Fréttablaðsins, meðal annars auglýs-
ingastofunnar Mekkanó. „Þar unnu
þeir einmitt báðir Einar Karl Har-
aldsson, fyrsti ritstjóri Fréttablaðs-
ins, og Gunnar Smári Egilsson sem
alla tíð var lykilstarfsmaður, fyrst í
umbroti, svo leiddi hann auglýsinga-
deild og loks tók hann við af Einari
sem ritstjóri.“
Frjáls fjölmiðlun átti að vera
aðaleigandi að blaðinu en fljótlega
kom í ljós að fyrirtækið væri ekki
í stakk búið til að styðja við blaðið
umfram það sem gert var á undir-
búningstímanum. „Við ákváðum
samt að koma blaðinu á laggirnar
og til þessa dags er ég undrandi á
þeim eldmóði og hugsjónakrafti sem
starfsfólk og samstarfsaðilar sýndu.
Þó þetta væri vissulega galin hug-
mynd vorum við frá byrjun viss
um að við hefðum spennandi hlut í
höndunum. Allt gekk þetta eins og í
sögu. Blaðið var frá upphafi gefið út
með sama sniði og er í dag og hitti
í mark.“
Þrátt fyrir að margir hafi komið
undirbúningi blaðsins var það með-
vituð ákvörðun að undirbúning-
urinn færi frekar hljótt. Eyjólfur
segir það hafa verið strategíska
ákvörðun á sínum tíma að tala blað-
ið niður áður en það hóf göngu sína.
„Við vildum ekki vekja of mikla
athygli samkeppnisaðila okkar.
Þetta var línudans því við vildum
heldur ekki fæla frá okkur auglýs-
endur. En við vissum sem var eftir
áratuga reynslu af útgáfu að um
leið og við fengjum lestrartölur þá
myndu auglýsendur hoppa á vagn-
inn. Sama hvar þeir eru í pólitík og
sama hvað þeim fyndist um okkur
þá myndu þeir kaupa auglýsingar
ef blaðið væri mikið lesið. Annað
umtal þyrftum við ekki.“
Nutu ekki pólitískrar velvildar
Auglýsendur tóku við sér fyrir
alvöru á vormánuðum 2002 að sögn
Eyjólfs. „Þá var lestur Fréttablaðs-
ins á dreifingarsvæði þess orðinn
meiri en Morgunblaðsins, sam-
kvæmt könnun sem við létum gera
í júní 2002 og seldir dálksentímetr-
ar fleiri.“ Fjárbinding í útistand-
andi kröfum voru hins vegar meiri
en fyrirtækið réði við. „Þá er óhætt
að segja að við nutum ekki pólitískr-
ar velvildar. Áhugasamir fjárfestar
héldu að sér höndum og biðu þess
að við neyddumst til að selja blaðið
ódýrt. Það varð raunin og í lok júní
2002 létum við blaðið frá okkur
gegn loforði um uppgjör á ógreidd-
um dreifingarkostnaði. Nýir eigend-
ur tóku stutt útgáfusumarfrí, eins
og tíðkast víða, og svo hélt útgáfan
áfram með sama sniði, á sama stað
og að mestu leyti með sama starfs-
fólki,“ segir Eyjólfur.
Nokkur eftirmál urðu af rekstr-
inum en Eyjólfur hlaut dóm fyrir
að hafa ekki staðið skil á vörslu-
sköttum. „Það reyndust samtals
vera um fimm milljónir sem höfðu
verið greiddar og seint, í flestum til-
fellum nokkrum dögum eða vikum.
Það varð úr þessu mikið havarí en
ég sat sem betur fer einn í súpunni
sem stofnandi. Við allt þetta bras
hefðum við eflaust getað losnað með
meiri varkárni.“
„Ég verð að viðurkenna að fyrir
mig þá var málið að láta þetta ganga
upp, við vorum búin að vinna að því
að skapa stórblað í hálfan áratug og
það var mjög gaman og gefandi að
sjá það gerast.“
Stefndu að nýju stórblaði
Hinn 23. apríl 2001 kom fyrsta tölublað Fréttablaðsins út. Útgáfa blaðsins átti sér nokkurn aðdraganda, segir Eyjólfur Sveinsson
stofnandi Fréttablaðsins. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Eyjólf og Einar Karl Haraldsson fyrsta ritstjóra blaðsins.
Einar Karl Haraldsson var fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins. Hann var starfandi á
auglýsingastofunni Mekkanó þegar útgefendur báðu um úttekt á því hvort
hægt væri að dreifa fríblaði með sama hætti hér og erlendis, í tengslum
við almenningssamgöngur og á fjölförnum stöðum. „Okkar niðurstaða var
einföld, hér á landi væru engir slíkir staðir og því vonlaust að dreifa blaðinu
nema búa til kerfi sem biði upp á dreifingu í hvert hús. Ef það tækist gæti
það verið mikill auglýsingatrukkur.“ Eftir að ákveðið var að fara þá leið vann
Einar Karl að undirbúningi blaðsins einkum í félagi við Gunnar Smára Egils-
son. „Við horfðum töluvert til bandarískra blaða, til dæmis USA Today, en
hugmyndin var sú að blaðið gæfi yfirlit yfir helstu tíðindi, það væri hófsamt
og ekki skoðanaglatt.“ Einar Karl bendir á að blaðið beri enn sterkan svip af
því sem lagt var upp með fyrir tíu árum og að því leyti hafi undirbúnings-
vinnan verið vel heppnuð.
DREIFING Í HVERT HÚS NAUÐSYNLEG
FYRSTA TÖLUBLAÐIÐ SKOÐAÐ Í ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Hér má sjá frá hægri þá Svein R. Eyjólfsson útgefanda, Einar Karl
Haraldsson ritstjóra, Gunnar Smára Egilsson fulltrúa útgefenda, Pétur Gunnarsson fréttastjóra og Eyjólf Sveinsson útgefanda.