Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 43
5 MENNING „Það er hluti af þér líka. Núna.“ „Það er aðskotahlutur,“ sagði Edda. Það reif í saumana á bring- unni þegar hún krosslagði hendur. „Ekki segja þetta, Edda mín.“ „Það er það og líkaminn veit það. Annars þyrfti ég ekki að taka þessi ónæmisbælingarlyf.“ „Líkaminn veit ekki alltaf hvað honum er fyrir bestu.“ „Veit hugurinn það?“ „Já.“ „Er hann ekki hluti af líkaman- um?“ „Æ, Edda, gerðu það, láttu ekki svona,“ bað Ragnheiður. Mamma hennar hafði fengið sitt fram. Þau tóku gamla hjartað með sér aftur til Íslands eftir aðgerð- ina. Mamma hennar gætti þess að Edda sæi kassann ekki nema einu sinni og Edda var því fegin. Hún sá það fyrir sér í krukkunni. Í gulu formalíni og allt of stórt. Æðarnar holar og gúlpandi. Edda hafði óttast að mamma hennar myndi taka frá gröf fyrir hana strax. Jarða hjartað þar og svo myndi gröfin bíða hennar, þol- inmóð og næstum tóm. Eins og útfyllt ávísun án dagsetningar. En mamma hennar lét grafa hjartað hjá ömmu Jónu. Til fóta, eins og þægan kettling. Hjartað var grafið í kyrrþey. Eddu fannst ekki viðeigandi að vera viðstödd. Þegar mamma hennar kom heim skömmu síðar hafði hún horft rannsakandi á hana. „Þú lítur ekki út eins og kona sem var að jarða dóttur sína,“ sagði Edda. Mamma hennar brosti dauf lega. Hún var þreytuleg og með bauga undir augunum. „Ég var ekki að jarða dóttur mína. Hún er hérna bráðlifandi fyrir framan mig.“ „Þú varst að grafa hjartað úr henni og það kemur í sama stað niður.“ „Æ, Edda mín,“ sagði Ragnheið- ur og fór inn í eldhús að laga mat- inn. Hún virtist segja: „Æ, Edda mín,“ talsvert oft þessa daga. Edda fór stundum og vitjaði hjartans, og ömmu Jónu auðvitað líka. En eiginlega var þetta ekki sanngjarnt. Núna var amma Jóna með tvö hjörtu í gröfinni sinni en kona, tuttugu og átta ára var ekki með eitt einasta í sinni. Hildur Knútsdóttir Hildur er 26 ára gömul. Hún er með BA-gráðu í ritlist fá Háskóla Íslands en vinnur sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsinga- stofunni Pipar/TBWA. Sláttur er fyrsta skáldsaga Hildar. Hugmyndina að sögunni fékk hún fyrir nokkrum árum þegar hún las frétt um að fáir voru viljugir til að þiggja líffæragjafir úr föngum sem teknir voru af lífi fyrir morð. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir bloggsíðu í nafni hliðarsjálfs síns, tískubloggarans H. Lífsstíls- bók í anda tískubloggsins er væntanleg á vegum forlagsins ÓkeiBækur í haust. ÆTLAR ÞÚ Í HÁSKÓLA Í HAUST? Umsóknarfrestur um grunnnám á háskólaárinu 2011–2012 er til 5. júní 2011. Móttaka rafrænna umsókna er hafin á www.hi.is YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Í HÁSKÓLA ÍSLANDS SPENNANDI NÁM OG ÖFLUGT FÉLAGSLÍF PIPA R\TBW A • SÍA • 11103 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.