Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 8
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR Vodafone IS 3G 10:32 App, app mín sál! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 29.990 kr. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. LG Optimus Me F í t o n / S Í A Falleg gjafavöruverslun til sölu. Verslunin er í miðbæ reykjavíkur. Mikill lager fylgir og góð sambönd erlendis. Skemmtileg vinna við verslun og heildsölu. Skipti á fasteign kemur til greina. Uppl. kolbrun@augnakonfekt.is DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Vesturlands til að greiða 75 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir að ærast í ölvunarástandi á almannafæri, meðal annars með því að liggja á dyrabjöllu lögreglu- stöðvarinnar á Akranesi. Maðurinn mætti kófdrukk- inn á lögreglustöðina og talaði um að berja þyrfti tiltekinn lög- reglumann. Yfirlögregluþjónninn spurði hann hvort hann væri að hafa í hótunum, að því er segir í frumskýrslu lögreglu, en maðurinn spurði þá á móti hvort yfirlögreglu- þjónninn teldi sig „svo vitlausan að hafa vitni að því“. Maðurinn hafði síðan á orði að hann væri búinn að flæma einn lögreglumann úr liði lögreglunnar á Akranesi og hann ætlaði sér að losna við fleiri. Maðurinn var beðinn um að yfirgefa lögreglustöðina en sturl- aðist þá og barði í rúðu af miklu afli. Honum var þá stungið í fanga- klefa. Í dómskjölum kemur enn fremur fram að maðurinn hafi neitað að hafa haft í hótunum við lögreglu- manninn, en sagt honum að hann væri „skepna og sadisti“. Hann kvaðst koma reglulega á stöðina til að segja þeim lögreglumönnum sem hann ætti sökótt við að þeir væru óþverrar. - jss Dæmdur til að greiða sekt í ríkisjóð eftir ölvunarlæti á almannafæri: Hellti sér reglulega yfir lögregluna AKRANES Heimsókn á lögreglustöðina kostaði 75 þúsund krónur. EVRÓPUMÁL Túlkaþjónusta fram- kvæmdastjórnar ESB gerir ráð fyrir að þurfa allt að fjörutíu íslenskumælandi túlka til starfa í Brussel, fast- og lausráðna. Framkvæmdastjórnin aðstoðar því Háskóla Íslands við að bjóða upp á nám í ráðstefnutúlkun í vetur. Nemar geta einnig sótt um náms- styrki. Yfirmaður skipulags- og ráðn- ingasviðs þjónustunnar, David Baker, hefur verið í Háskólanum að hæfnisprófa fólk vegna þessa. Þar sem tiltölulega fáir kunna íslensku á strax að byrja að byggja upp mannafla sem geti túlkað orð embættis- og stjórnmálamanna á íslensku. Baker segir að reynsla Möltu (410.000 íbúar) sýni að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, því nú fyrst anni maltneskt skólakerfi þessu, en Malta gekk í ESB 2004. „Hluti af aðstoð okkar er að senda sérstaka þjálfara í Háskóla Íslands, kannski viku í senn, því námið felur í sér meira en þekk- ingu á tungumálum,“ segir Baker og vísar þar til tækni til að bæta minni og einbeitingu, jafnvel til betri leikrænnar tjáningar. Nú þegar starfa nokkrir Íslend- ingar við að túlka á fundum samn- inganefndar Íslands í yfirstandandi rýniferli í Brussel. Þeir eru til stað- ar fyrir íslenska sérfræðinga, til dæmis í sjávarútvegsmálum, sem vilja tala íslensku og að orð fulltrúa ESB séu þýdd fyrir þá. Í Evrópusambandinu eru 23 opin- ber tungumál og á stærstu fundum þess, til dæmis á Evrópuþinginu, eru þau öll þýdd og túlkuð samtím- is. Með aðild Íslands yrði íslenska einnig opinber tunga sambandsins en Baker segir málstefnu ESB endurspegla kjarna pólitískrar stefnu þess, sem birtist í slagorð- inu: „Sameinuð í fjölbreytileika“. Áður var franska helsta tunga ESB en enskan fékk aukið vægi eftir að Finnland, Svíþjóð og Austur ríki gengu inn 1995. Full- trúar þessara ríkja kunnu ensku betur en frönsku. Hnignun frönsk- unnar varð enn meira áberandi í 2004 stækkuninni, þegar A-Evrópu- þjóðirnar gengu inn og kunnu helst ensku og þýsku. klemens@frettabladid.is Evrópusambandið vantar íslenska túlka Fulltrúi túlkaþjónustu Evrópusambandsins segir þörf fyrir allt að fjörutíu ís- lenska túlka í Brussel. Því aðstoðar ESB Háskóla Íslands við að bjóða upp á nám í ráðstefnutúlkun. Fulltrúar landsins í Brussel eiga að geta tjáð sig á íslensku. DAVID BAKER Hinn breski Baker vill benda áhugamönnum um tungumál á að fylgjast með störfum túlka ESB í beinni útsendingu Evrópuþingsins á netinu. Þar má heyra þingmennina tala á 23 tungum samtímis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.