Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 30
MENNING 4 dda kláraði að ganga frá samn- ingnum og prent- aði hann svo út. Hún slökkti á tölvunni áður en hún stóð á fætur og sótti blöðin. Samningurinn fyr ir Álf hóls- veginn skrifaði hún á bleikan hjartalaga post- it-miða, límdi hann á blöðin og lagði þau á borð- ið hjá Brynjari, eiganda stofunn- ar. Hún þoldi ekki þessa bleiku miða, fannst alltaf eins og hún væri að skilja eftir ástarjátningar á þeim. Hún náði í jakkann sinn, kvaddi Ástríði og gekk út í síðdeg- ið. Það var farið að kula. Hún fann haustlyktina af gróðrinum bland- ast útblæstri bílanna þegar hún gekk inn Bergstaðastrætið í átt að Bankastræti. Laufin á trján- um voru farin að gulna og bráð- um myndu þau falla eitt af öðru. Það lá hvass vindstrengur niður Laugaveginn. Hann yrði verri á Hverfisgötunni. Hún hryllti sig við tilhugsunina um að þurfa að bíða eftir strætó þar svo til óvar- in. Þessi strætóskýli hlífðu ekki neinum. Hún gat ekki á sér setið að kíkja inn um gluggann á kaffihúsinu á horninu á Skólavörðustígnum. Hana langaði inn. Hún gat næst- um fundið lyktina sem lá þarna í loftinu. Samt hafði hún aldrei komið þangað. Þetta var eitt af þessu óútskýran- lega sem hafði gerst eftir aðgerð- ina. Eitt af því sem varð til þess að læknarnir hölluðu undir f latt og fóru að fitla við pennana sína. Byrjuðu svo strax að ræða álagið sem fylgdi svona aðgerð og áhrif- in sem hún gæti haft á andlega líðan. Svo stungu þeir upp á því að hún færi oftar til sálfræðings- ins. Hvort hún hefði rætt þetta við hana? „Þetta er líkamlegt,“ sagði hún en læknarnir þögðu bara. Fitluðu aðeins meira við pennana sína eða bindin og ræsktu sig síðan. „Smekkur fólks breytist með aldrinum.“ „Ekki svona mikið.“ Henni hafði aldrei þótt lakkrís góður. Hafði heldur aldrei mátt borða hann. Eftir aðgerðina þráði hún skyndilega lakkrís, þótt hún mætti enn ekki fá sér. Og aðrar langanir helltust yfir hana líka. Hnetusmjör, rósavín. Lyktin af nellikum vakti skyndilega ljúf- sárar tilfinningar og heilu næt- urnar dreymdi hana dans. Að hún svifi um gólfið í f lóknum skref- um sem hún kunni ekki en fæt- urnir höfðu öðlast sjálfstætt líf og stýrðu henni. Hún hafði aldrei dansað. Aldrei mátt það. Það var svo margt sem hún hafði aldrei gert. Edda var tuttugu og fjögurra ára gömul og hafði aldrei verið ástfangin. Hún vissi vel hvernig stóð á því. Hún hafði verið með latt hjarta. Það nennti hreinlega ekki að slá. Það vissi enginn af hverju. Hægsláttur. Bradycardia. Orsakir óþekktar. Hjartað var skorið úr henni áður en það gafst alveg upp á lífinu og sló sitt síðasta. Hún fékk nýtt fyrir fimm árum, þegar hún var nítján, en hún gæti samt aldrei orðið ást- fangin. Í aðgerðinni var skorið á allar taugar og það var ekki hægt að tengja þær aftur. Þannig að hjartað í brjósti hennar lifði sjálf- stæðu lífi og sló úr takt við líkam- ann. Hún bar engar taugar til nýja hjartans og nýja hjartað bar engar taugar til hennar. Edda huggaði sig við að hún gæti heldur aldrei lent í ástarsorg, því það þarf taugar til að bera sársaukaboð. Nýja hjartað tilheyrði hvort eð var öðrum. Hjartagjafanum, konu, tuttugu og átta ára. Það voru einu upplýsingarnar sem hún hafði fengið um gjafann. Það tók því heldur ekki að verða ástfangin. Það voru ekki nema um það bil helmingslíkur á því að hún lifði næstu fimm árin. Hún hafði lesið alla bæklingana. Edda þekkti tölfræðina eins og lófann á sér. Mamma hennar hafði stungið upp á því að jarða gamla hjartað hennar. Edda hafði horft á hana stóreyg. „Af hverju?“ „Af því það er hluti af þér, elsk- an mín,“ sagði Ragnheiður eins og ekkert væri sjálfsagðara. „Ónýtur hluti af mér.“ „En hluti af þér samt sem áður.“ „Hvað með nýja hjartað?“ Mamma hennar hikaði. Sláttur, fyrsta skáldsaga Hildar Knúts- dóttur, er væntanleg frá Forlaginu 17. maí næstkomandi. Bókin fjallar um Eddu, 24 ára hjartaþega sem reynir að hugsa sem minnst um framtíðina því tölfræðin bendir til að hún eigi ekki endilega langt eftir. En hún er forvitin um fyrri eiganda hjartans og sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt því. Stundum veit hún jafnvel ekki hvað tilheyrir henni sjálfri og hvað hún fékk með hjartanu. Fréttablaðið birtir brot úr sögunni. Í aðgerðinni var skorið á allar taugar og það var ekki hægt að tengja þær aftur. Þannig að hjartað í brjósti hennar lifði sjálfstæðu lífi og sló úr takt við líkam- ann. Hún bar engar taugar til nýja hjart- ans og nýja hjartað bar engar taugar til hennar. Hjartað VAR GRAFIÐ Í KYRRÞEY LÚR - BETRI HVÍLD www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Frábært úrval sófa og hvíldarstóla FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.