Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 52
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR32 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman RECEPTIE KONINGINNEDAG 2011 De Consul Generaal der Nederlanden, de heer Bjarni Finnsson, en zijn echtgenote heten alle Nederlanders hartelijk welkom op de Koninginnedagreceptie te houden op Vrijdag 29.april van 17.00 – 19.00 uur in Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi við Elliðarár, 110 Reykjavík. Wie aan de uitnodiging gehoor wil geven wordt verzocht zich vóór 27. april op te geven bij het Consulaat, tel. 533 1002. Op werkdagen geopend tussen 10:00 en 12:00. Of via e-mail: holland@holland.is LÁRÉTT 2. búsmali, 6. í röð, 8. með- vitundarleysi, 9. sigað, 11. guð, 12. traðk, 14. úðadæla, 16. tveir eins, 17. landspilda, 18. eyrir, 20. frú, 21. umkringja. LÓÐRÉTT 1. úrgangur, 3. klukka, 4. undirbún- ingspróf, 5. borða, 7. fugl, 10. hestas- kítur, 13. mas, 15. sjá eftir, 16. verkur, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. búfé, 6. rs, 8. rot, 9. att, 11. ra, 12. tramp, 14. úðari, 16. tt, 17. lóð, 18. aur, 20. fr, 21. króa. LÓÐRÉTT: 1. hrat, 3. úr, 4. forpróf, 5. éta, 7. strútur, 10. tað, 13. mal, 15. iðra, 16. tak, 19. ró. Fyrir ekkert svo mörgum ár, þegar ég var ungur og fallegur, hitti ég stelpu og varð rosalega skotinn í henni. Hún varð líka skotin í mér og ekki leið á löngu þar til við vorum byrjuð að staðfesta ást okkar á lostafullan hátt sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum. Með grunnskólakynfræðsluna í fersku minni taldi ég ekki ráðlegt að gera það án þess ganga úr skugga um að skag- firskt ofursæði mitt myndi ekki barna stúlk- una. Þess vegna notaði ég smokkinn frá upp- hafi sambandsins. Í fyrstu kláraði ég birgðir sem mér hafði áskotnast hér og þar, en allt í þessum heimi er hverfult og einn af öðrum urðu smokkarnir ónothæfir um leið og þeir uppfylltu tilgang sinn. Þá voru góð ráð dýr. ÉG þurfti semsagt í fyrsta skipti á ævinni að fara út í búð og kaupa pakka af smokkum. Ég var á viðkvæmum aldri og tilhugsunin um að afgreiðslustúlkurnar á Olís á Selfossi myndu vita persónulegustu persónuupplýs- ingar sem til eru um mig var skelfileg. Ég bað því eldri og reyndari vin minn um að leysa málið og keypti mér þannig gálgafrest. Vandamálið leystist síðar sjálfkrafa. Ég kyngdi stoltinu og hóf að kaupa smokka sjálfur og geri enn þann dag í dag með eftirtektarverðum árangri. FYRR í vikunni hrintu nokkur góð samtök og fyrirtæki á Íslandi af stað góðu átaki til að hvetja fólk til að nota smokkinn. Tíðni kynsjúkdóma á Íslandi segir okkur að allt of fáir nenna að smeygja á sig þessum óþreytandi varnarjaxli og kjósa þess í stað að taka sénsinn á hinum og þessum afleiðingum lárétta mambósins. Það er sorglegt miðað við þægindin sem við upplifum í dag. ÞETTA hefur nefnilega ekki alltaf verið jafn auðvelt. Forfeður okkar reyndu til að mynda ýmsar skapandi aðferðir, sem reynd- ust misvél. Í Asíu á 15. öld settu menn lítinn klút framan á vininn og bundu hann fastan með borða. Það hefur eflaust tekið sinn tíma. Þá var aðeins á færi yfirstéttarinnar að nota aðferðina enda áttu ekki allir efni á klútum og borðum. Seinna á sömu öld voru Evrópubúar byrjaðir að nota ýmis innyfli úr dýrum í sama tilgangi, til dæmis þarma og þvagblöðrur. Miklu síðar byrjuðu menn að framleiða smokka úr gúmmíi og latexi. NÚ vil ég ekki hljóma eins og riddari póli- tískrar rétthugsunar, ríðandi um á skjanna- hvítum hesti hins eina sanna sannleika, slátrandi öllu því sem rúmast ekki innan skynsamlegra og siðsamlegra marka hins fullkomna ferhyrnings. Ég er samt á þeirri skoðun að smokkanotkun eigi að vera jafn sjálfsögð og regluleg næring, enda njótum við góðs af þróunarvinnu sem hefur staðið yfir áratugum saman. Sæðisdrepandi og sleipiefnasmurðir smokkar nútímans eru nefnilega lúxus miðað við það sem forfeður okkar máttu þola. Smokkur > þvagblaðra Þetta er ísjaki fíflin ykkar!! Ísjaki! Leiðinlegasti dagur barns er skemmtilegri en besti dagurinn hjá fullorðnum. Góðar fréttir Maggi! Þú getur kvatt bæði skólann og heima- námið! Ha? Þú ert á leiðinni á sjóinn! Þú ferð með Vladimir í Smuguna! Þú byrjar á morgun! Sjáumst eftir fimm mánuði! Er hann búinn að taka sig á? Ef hann stendur sig vel gæti hann fengið vinnu hjá mér á skrif- stofunni eftir nokkur ár! Rólegur! Ég ætlaði bara aðeins að ýta við stráknum!... ... Góðan daginn, ég ætla að eyðileggja líf sonar míns með því að niðurlægja hann allrækilega. Kvittaðu hérna. Ég sagði bara að ég væri kominn með son minn í tíma hjá barnalækninum. Sama dæmi. Hvernig var í skólanum í dag Solla? Leiðinlegt. Það eina sem ég man eftir er hlaup, hlátur og kökuát í hádeginu. Kannski við ættum að borða meira af kökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.