Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 62
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
VILTU
VINNA
MIÐA?
WWW.SENA.IS/SCREAM4
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL SC4 Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
9. HVER
VINNUR!
FJÖLDI
AUKAVINNINGA
KOMIN Í BÍÓ!
sport@frettabladid.is
FYLKIR OG VALUR spila til úrslita í Lengjubikar karla í fótbolta
í Kórnum klukkan 19.00 á mánudagskvöldið. Fylkir vann KR 1-0 í
undanúrslitunum en Valur vann 2-1 sigur á FH í framlengdum leik.
Hlynur Bæringsson, körfuboltamaður
Ég skrifaði pistil nýverið um það sem ég hefði getað
gert betur á ferlinum. Þar var af nokkru að taka en helst
hvernig ég eyddi mörgum sumrum þegar lið eru ekki að
æfa mikið, almennileg vinna á sumrin hefði skilað mér
miklu.
Nú er þetta tímabil hafið hjá körfuboltamönnum og
nú ættu flestir að athuga hvernig þeir nýta tímann. Flestir
þurfa pásu en vont er að hafa hana of langa því það er
ekki gaman að mæta eins og sekkur í næsta tímabil,
ég þekki það. Oft er sorglegt að sjá ástandið á ungum
mönnum eftir sumarið, ég held þeir hugsi oft ekki
dæmið til enda.
Ég ætla að nýta
sumarið vel. Æfa mjög
mikið og rétt og setja
mér markmið.
Til þess verð
ég að hafa
aðgang að
fólki sem veit meira en
ég um t.d. lyftingar.
Ég mun nýta mér
góðan mann í því í sumar því af
gefinni reynslu veit ég að það skilar litlu að mæta
af og til og gera bara eitthvað.
Þó að tvíhöfðinn lúkki vel þá er óþarfi að
eyða mestum tímanum í að dást að honum
fyrir framan spegil. Ég berst við stóra og sterka menn
og finnst ég þurfa meiri styrk og kraft í þeirri baráttu.
Stefnan er að bæta örfáum kílóum á mig og þá í formi
vöðva en ekki með því að dýfa hausnum í snakkskálina.
Það krefst vinnu og eljusemi.
Mér finnst að allir ættu að æfa jafnvel meira á sumrin
en á veturna, það skilar sér þegar byrjar að draga af
mönnum er líður á veturinn, bæði andlega og líkamlega.
Ég hef gert of lítið af því að setja mér markmið, í
sumar mun ég gera það og jafnvel opinbera þau. Það
setur örlitla aukapressu á mig að standa mig, það er
góð pressa. Markmiðin
geta verið mælanleg,
t.d. í lyftingasalnum,
setja sér
markmið í
samanlagðri
hnébeygju, bekkpressu
og réttstöðulyftu.
Einnig er hægt að setja
sér markmið um hve miklum tíma þú verð
í íþróttasalnum, t.d. 12 tímar á viku þar sem
skot og tækniatriði eru æfð.
Afraksturinn af því er erfiðara að mæla
en það er augljóst að það skilar sér. A.m.k.
mun það skila því að þú verður ekki
haustsekkurinn.
Ekki vera haustsekkurinn
FÓTBOLTI Það er lítið páskafrí í
enska boltanum og er leikið í deild-
inni í dag, á morgun sem og á mánu-
dag. Topplið Man. Utd. hefur aðeins
verið að gefa eftir upp á síðkastið
og eru aðeins sex stig í næstu lið
sem eru Chelsea og Arsenal.
United mætir Arsenal um næstu
helgi og Chelsea þar á eftir. Þrír
sigrar í síðustu fimm leikjunum
ættu að duga til þess að Man. Utd.
taki titilinn.
Í dag mun Man. Utd. taka á móti
Everton í hádegisleiknum. Chelsea
tekur á móti West Ham en Arsenal
spilar á sunnudegi eins og venju-
lega. United má alls ekki við því að
misstíga sig á heimavelli í dag og
þarf öll þrjú stigin til að færast nær
19. meistaratitli sínum.
United hefur ekki gengið sérstak-
lega vel á útivelli í vetur en á heima-
velli er liðið í toppformi eins og 17
sigrar í síðustu 18 leikjum bera vitni
um. Það er einnig hughreystandi
fyrir stuðningsmenn Man. Utd. að
Everton hefur ekki unnið leik á Old
Trafford í 19 ár.
Dimitar Berbatov og Rio Ferdin-
and eru báðir tæpir vegna meiðsla.
Darren Fletcher er enn veikur en
Rafael er klár í slaginn. Tim Cahill
og Mikel Arteta gætu leikið með
Everton en eru þó báðir tæpir.
„Það er aldrei auðvelt að spila
gegn Everton. Moyes hefur byggt
upp gott lið. Við höfum aftur á móti
verið frábærir á heimavelli í vetur
og vonandi heldur það góða gengi
áfram,“ sagði Sir Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd., en hann vill sem
minnst ræða leikina gegn Arsenal
og Chelsea sem bíða handan við
hornið.
„Ef við vinnum Everton verður
munurinn enn að minnsta kosti sex
stig og aðeins fjórir leikir eftir. Á
endanum verður búið að spila alla
leikina,“ sagði Sir Alex sem þó
fagnar samkeppninni.
„Það er gott að einhverjir elta.
Það heldur okkur á tánum og við
megum ekki við því að missa damp-
inn núna. Núna mun reynslan spila
inn í og hjálpa okkur.“
West Ham er í mikilli fallbar-
áttu og mun án efa ekki gefa Chel-
sea neitt í dag. Róðurinn verður þó
þungur enda hefur Chelsea unnið
sex af síðustu sjö leikjum sínum og
er komið í titilbaráttuna af fullum
krafti.
Chelsea verður án Brasilíu-
mannanna Alex og Ramires en
Ashley Cole ætti að geta spil-
að. Fernando Torres og Nicolas
Anelka munu líklega fá tækifæri í
byrjunarliðinu í dag þó svo Torres
hafi ekki enn skorað fyrir Chelsea.
Það munar mikið um það hjá
West Ham að Scott Parker spilar
líklega ekki vegna meiðsla.
henry@frettabladid.is
Mikið undir um páskana
Topplið Man. Utd. má alls ekki við því að misstíga sig gegn Everton í dag því
fram undan eru leikir gegn Arsenal og Chelsea sem bíða tækifæris til að saxa á
sex stiga forskot Man. Utd. Everton hefur ekki unnið á Old Trafford í 19 ár.
GLERHARÐUR STUÐNINGSMAÐUR Þessi ágæti stuðningsmaður Man. Utd. setur
menn eins og George Best, Eric Cantona og Gary Neville á sama stall og sjálfan Jesú
Krist. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Helgin í sjónvarpinu
Laugardagur:
Man. Utd. - Everton 11.45
Aston Villa - Stoke 14.00
Blackpool - Newcastle 14.00
Liverpool - Birmingham 14.00
Sunderland - Wigan 14.00
Tottenham - WBA 14.00
Wolves - Fulham 14.00
Chelsea - West Ham 16.30
Valencia - Real Madrid 16.00
Barcelona - Osasuna 18.00
Sunnudagur:
Flensburg - Gummersbach 13.45
Bolton - Arsenal 15.00
Philadelphia - Miami 17.00
Sunnudagsmessan 17.00
Mánudagur:
Blackburn - Man. City 19.00
Staða efstu og neðstu liða:
Man. United 33 20 10 3 70-32 70
Chelsea 33 19 7 7 61-27 64
Arsenal 33 18 10 5 66-34 64
Man. City 32 16 8 8 50-30 56
------------------------------------------------------
Blackburn 33 9 8 16 40-54 35
Wigan 33 7 13 13 32-53 34
Blackpool 33 9 6 18 47-69 33
West Ham 33 7 11 15 39-58 32
Wolves 32 9 5 18 36-56 32