Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 10
10 23. apríl 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
F
réttablaðið á tíu ára afmæli í dag. Blaðið var fyrst gefið út
23. apríl árið 2001. Þá voru ekki margir aðrir en aðstand-
endur blaðsins sem höfðu trú á því að útgáfan gæti gengið,
eins og Eyjólfur Sveinsson, stofnandi blaðsins, segir frá í
viðtali í blaðinu í dag. Tilraunir með útgáfu fríblaða höfðu
gefizt vel í ýmsum öðrum ríkjum, en að dreifa slíku blaði heim til
fólks var nýbreytni sem margir töldu að yrði alltof dýr. Hún var þó
nauðsynleg vegna skorts á fjölförnum samgöngumiðstöðvum, þar
sem hægt væri að dreifa fríblaði.
Fréttablaðið náði fljótt þeirri
stöðu að verða mest lesna blað
landsins og þar með bezti kostur-
inn fyrir auglýsendur. Blaðið er
nú í einstakri stöðu á heimsvísu,
lesið af um 60 prósentum lands-
manna á hverjum útgáfudegi
samkvæmt könnunum Capacent.
Fríblöðin hafa haslað sér völl
víða, ekki sízt í Evrópu, en hvergi eru þau meira lesin en á Íslandi
og hvergi annars staðar hefur eitt blað slíka stöðu.
Lengst af hefur rekstur Fréttablaðsins skilað hagnaði. Fyrsta
útgáfufélagið fór í gjaldþrot, en eftir að nýir eigendur tóku við
rekstrinum árið 2002 hefur blaðið og dreifing þess verið rekið með
hagnaði öll árin nema hrunárið 2008. Í fyrra lögðu Fréttablaðið og
dreifingarfyrirtækið Pósthúsið samanlagt um fjórðung til rekstrar-
hagnaðar útgáfufyrirtækisins 365 miðla, sem er í samræmi við
hlutdeild þeirra í veltu samstæðunnar.
Fríblaðsmódelið hefur reynzt sveigjanlegt og auðvelt að laga
það að sveiflum í auglýsingatekjum; þannig var frídreifingarsvæði
blaðsins minnkað til að lækka kostnað við dreifinguna eftir að aug-
lýsingatekjurnar tóku dýfu eftir bankahrun. Minna dreifisvæði
hefur verið mætt með lausasölu blaðsins úti um land og þar er
eftirspurnin stöðug og vaxandi. Jafnframt hefur verið lögð áherzla
á að lesendur blaðsins hvar sem er í heiminum eigi auðvelt með að
nálgast það ókeypis í hvers konar nettengdum tækjum.
Sterk staða Fréttablaðsins leggur starfsfólki þess mikla ábyrgð á
herðar. Enn á við það sem lagt var upp með í upphafi, að fréttaflutn-
ingurinn sé áreiðanlegur og settur fram af nauðsynlegri hógværð
og að blaðið sé ekki boðberi skoðunar eins flokks eða hagsmuna-
hóps heldur vettvangur breiðrar og fjölbreyttrar umræðu.
Eigendur Fréttablaðsins hafa staðið þétt við bakið á útgáfufyrir-
tækinu í efnahagslegum ólgusjó undanfarinna ára. Aðaleigendurnir
eru umdeilt fólk. Það lítur starfsfólk ritstjórnar Fréttablaðsins ein-
faldlega á sem staðreynd og fjallar um þá með sama hætti og aðra
þátttakendur í viðskiptalífinu. Ritstjórnin leggur mikið upp úr siða-
reglum 365 miðla, sem kveða meðal annars á um að hagsmunir
eigenda eða auglýsenda ráði aldrei efnistökum blaðsins. Það er
ánægjuefni fyrir þá sem starfa á ritstjórninni að samkvæmt nýlegri
könnun MMR fer þeim fjölgandi sem bera traust til Fréttablaðsins.
Starfsfólk Fréttablaðsins fagnar ánægjulegum áfanga og hlakkar
til næsta áratugar í þjónustu lesenda sem vilja fá fréttir, afþreyingu
og umræðu í vönduðu blaði.
Forseti Íslands greindi umheiminum frá því að fjármálaráðherra Hollands væri skrýtinn og aðstoðar-
fjármálaráðherra Bretlands væri
fávís. Einn fyrrum utanríkisráð-
herra Dana sagði um forsetann að
hann væri flónskur og annar að
hann væri lýðskrumari. Flestir
eru ánægðir með hvernig forsetinn
talar til ráðamanna annarra þjóða
en virðast láta sér fátt um finnast
hvernig talað er til hans.
Nokkrir hafa þó skotið skildi
fyrir forsetann vegna ummæla
dönsku stjórnmálamannanna. Þeir
koma fyrst og fremst úr röðum and-
stæðinga Icesavesamninganna.
Þá telur innanríkisráðherrann
að Danir hafi
minnimáttar-
kennd gagnvart
lýðræði nýrrar
aldar.
Helstu ákafa-
m e n n u t a n
Alþingis gegn
Icesavesamning-
unum krefjast
þess ennfremur
að ríkisstjórnin
fari frá eftir að hafa tapað þjóðar-
atkvæði um málið í tvígang. Fyrir
því eru gild rök sem byggjast á
þeim klassísku stjórnskipulegu
gildum að valdi fylgi ábyrgð. En
það var einmitt þessi ábyrgð sem
forsetinn aftengdi þegar hann
fyrst beitti synjunarvaldinu. For-
setinn hefði aldrei neitað að stað-
festa lög ef hann hefði þurft að
leggja embættið að veði. And-
stæðingar Icesavelaganna nýttu
sér þessa sýn forsetans þegar þeir
hvöttu hann til að synja. Þverstæð-
an í röksemdafærslu þeirra nú felst
í því að ábyrgðarleysiskenningin er
gagnvirk. Ríkisstjórnin getur eins
brugðið henni fyrir sig og forsetinn.
Stjórnin situr einfaldlega hlé-
megin við ábyrgðarleysiskenn-
ingu forsetans. Hitt er annað hvort
hún hefur burði til að stjórna.
Málum er svo komið að líkurnar á
áframhaldandi setu hennar mæl-
ast í öfugu hlutfalli við kröfur um
málefnalegan árangur.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Þjálfað er í rólegu, þægilegu umhverfi og undir stöðugu eftirliti
fagfólks, sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðings
með áralanga reynslu og mikla þekkingu.
Kynntu þér málið.
Nánari upplýsingar undir hópþjálfun á heimasíðunni www.gigt.is
Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í.
Ármúla 5, sími 5303600
Leikfiminámskeið vorsins
27. apríl – 31. maí
Einnig júnínámskeið í vatnsleikfimi
Fjölbreytt úrval tíma - skráðu þig á skrifstofu GÍ
STOTT-PILATES
jóga
karlahópur
vatnsleikfimi
Almenn leikfimi
Í öfugu hlutfalli við árangur
Evrópusambandið er eldfimasta mál ríkis-stjórnarinnar. Samning-ur flokkanna um aðildar-
umsóknina byggist á sömu hugsun
og ábyrgðarleysiskenning forseta
Íslands. Samkomulagið felst í því
að aðeins annar flokkurinn ætlar
að bera ábyrgð á málinu þegar
kemur að því að ljúka samningum.
VG hefur reynt að bregða fæti
fyrir framgang viðræðnanna með
svipuðum stjórnsýsluráðum og
notuð hafa verið til að tefja orku-
nýtingaráformin. Þetta heitir að
vera með viðræðum en á móti
aðlögun. Nú hefur hluti vinstri-
arms VG einangrast í sérþing-
flokki. Spurning er hvort þeir
sem eftir sitja halda áfram að
rugga bátnum með sama hætti.
Það gæti lengt viðræðurnar fram
yfir kosningarnar 2013.
Erfitt verður hins vegar fyrir
forystu VG að standa fyrir við-
ræðum um aðild sem hún er á
móti á sama tíma og hún óskar
eftir nýju umboði í kosningum.
Til að komast hjá því gæti hún
gert kröfu um hlé í viðræðunum.
Með því myndi VG láta Sam-
fylkinguna svara hvort hún taki
Evrópumálstaðinn fram yfir líf
vinstristjórnarinnar.
Framsóknarflokkurinn hefur
snúið við blaðinu í Evrópumálum.
Á sama tíma hefur forysta Sjálf-
stæðisflokksins herst í andstöðu
við aðildarviðræðurnar. Þessar
breytingar draga úr líkum á því að
stjórnarandstaðan komi málefna-
fleyg í stjórnarsamstarfið. Þá er
spurning hvort VG vogar að hefja
þann fleyg á loft í viðleitni til að
sameina flokkinn.
Eldfimasta málið
Undanfarna áratugi hafa fjórir til sjö flokk-ar endurspeglað vilja fólksins á Alþingi. Nú
eiga fimm flokkar fulltrúa þar í
sex þingflokkum. Í síðustu kosn-
ingum höfðu þrír þeirra aðild að
Evrópusambandinu á dagskrá.
Nú er aðeins einn eftir. Það felur
í sér alvarlega lýðræðisflækju því
að kjósendurnir hafa ekki skipt
um skoðun á sama veg. Áður var
það kjördæmaskipanin en nú er
það flokkakerfið sem veldur því
að hugmyndir kjósenda endur-
speglast ekki í réttum hlutföllum
á Alþingi.
Kannanir benda til að um það
bil sextíu hundraðshlutar þjóðar-
innar vilji ljúka aðildarviðræð-
unum og um fjörutíu af hundraði
styðji aðild nú þegar. Aðeins tæpur
helmingur þessara kjósenda fylgir
Samfylkingunni að málum. Ívið
stærri hluti fylgir öðrum flokkum.
Þannig eru stuðningsmenn aðild-
ar og aðildarviðræðna stór minni-
hluti í kjósendahópi Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins
og talsverður hluti kjósenda VG.
Eins og sakir standa hafa þess-
ir minnihlutahópar þriggja flokka
að mestu frosið úti frá áhrifum
á Alþingi með þetta mál. Að öllu
óbreyttu verður sama staða uppi á
teningnum eftir næstu kosningar.
Evrópumálin verða þá enn í upp-
námi og stefnuleysi í peningamál-
um allsráðandi. Að sjálfu leiðir að
líklegasta stjórnarmynstrið eftir
kosningar er áframhaldandi seta
núverandi stjórnarflokka með
Framsóknarflokknum.
Eigi Alþingi að endurspegla
viðhorf þjóðarinnar þarf að finna
Evrópusjónarmiðum kjósenda
fjögurra flokka eðlilegan far-
veg til áhrifa þar. Í ljósi þess að
aldarfjórðung tók að leiðrétta kjör-
dæmaskipanina má draga í efa að
sú lýðræðisumbót sé í augsýn.
Stór hluti kjósenda frýs úti
Fréttablaðið er tíu ára í dag.
Sterk staða
– mikil ábyrgð