Fréttablaðið - 07.05.2011, Qupperneq 4
7. maí 2011 LAUGARDAGUR4
TÆKNI Margar tækninýjungar síð-
ustu ára og áratuga komu fyrst
fram sem hugmyndir til að bæta
líf fatlaðra. Þetta segir Hilmar B.
Janusson, framkvæmdastjóri hjá
Össuri hf, sem heldur fyrirlestur
í Háskóla Íslands í dag.
Hilmar fjallar um rannsóknir
Össurar á hreyfingu og hreyfi-
hömlun og hvernig þær auka
skilning á tilgangi og mikilvægi
hreyfingar. Hann segir rannsókn-
ir Össurar, sem er annar stærsti
stoðtækjaframleiðandi í heimi,
hafi sett fyrirtækið í fremstu röð.
„Á sjóndeildarhringnum í rann-
sóknum og þróun fyrir fatlaða
eru tæki og tækni sem eiga eftir
að nýtast við þróun á almennum
tæknivörum.“
Fyrirlesturinn er hluti af röð
hátíðarfyrirlestra háskólarektors
í tilefni af aldarafmæli skólans.
Hann hefst klukkan 14 í hátíðar-
sal Háskólans og er öllum opinn.
- þj
Fjallar um tæki fyrir fatlaða:
Tækninýjungar
sem nýtast vel
SVEITARSTJÓRNARMÁL Hugmynd um
sérstakan húsbílagarð í Reykjavík
hefur verið rædd innan kerfis ins
en ekki hefur verið unnið neitt
frekar með hana, að sögn Hrólfs
Jónssonar, sviðstjóra fram-
kvæmda- og eignasviðs borgar-
innar.
„Svona framkvæmd skapar
ekki bara störf á meðan á henni
stendur, heldur gæti hún hugsan-
lega skapað tvö til þrjú störf til
framtíðar,“ segir Hrólfur.
Á tjaldstæðinu í Laugardal geta
48 húsbílar fengið rafmagn sam-
tímis, að því er Markús Einars-
son, framkvæmdastjóri Farfugla,
greinir frá. ,,Það koma dagar
þegar allt er fullt en við getum
gert ráð fyrir að við sinnum þessu
vel 80 prósent af dögunum.“
Flestir húsbílagestanna eru
útlendingar eða 80 til 90 prósent.
,,Íslendingar hafa farið á Vífils-
staða túnið. Það er rólegra þar.“
Aðstöðunni til losunar úrgangs
á tjaldstæðinu í Laugardal var
lokað þegar borgin kom upp slíkri
aðstöðu í Sundahöfn. ,,Það var
orðið töluvert um að Íslendingar
kæmu í helgarlok og vildu fá að
losa sig við úrganginn hjá okkur
áður en borgin kom upp aðstöð-
unni í Sundahöfn.“ - ibs
Rædd hefur verið hugmynd um sérstakan húsbílagarð í Reykjavík:
Stundum fullt í Laugardalnum
VINSÆLL FERÐAMÁTI Ferðalöngum á
húsbílum fjölgar stöðugt.
DANMÖRK Dönsk ungmenni hafa
fengið gríðarlegan áhuga á sagn-
fræði. Lesendum tímaritsins
Historie og vefsíðu þess, www.
historienet.dk, fjölgaði um 600
prósent í fyrra.
Í hverjum mánuði heimsækja
130 þúsund gestir síðuna og er
fjórði hver þeirra á aldrinum 15
til 25 ára.
Svipuð þróun hefur átt sér stað
hjá keppinautnum, tímaritinu
Alt om Historie. Ritstjóri þess,
Thomas Oldrup, telur helstu
ástæðuna vera þá að ný kynslóð
sagnfræðinga miðli fræðunum á
hátt sem nær betur til unga fólks-
ins. - ibs
Ungir Danir skoða söguna:
600 prósentum
fleiri lesendur
BEIRÚT, AP Öryggissveitir skutu
til bana þrjátíu mótmælendur í
nokkrum borg-
um og bæjum í
Sýrlandi í gær.
Fólkið krafðist
afsagnar
Bashars Assad
forseta og víð-
tækra umbóta á
stjórnarháttum
landsins.
Mótmæli
gegn stjórn-
völdum hafa staðið yfir víða um
land frá lokum síðasta árs. Harka
stjórnarhersins gegn þeim hefur
færst mjög í aukana þrátt fyrir
andstöðu alþjóðasamfélagsins.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins (ESB) samþykkti
í gær að beita þvingunum
gegn Sýrlandi til að draga úr
ofbeldinu. Aðgerðirnar fela í sér
að þrettán ráðherrum er meinað
að ferðast til ESB-ríkjanna. - jab
ESB beitir sér gegn Sýrlandi:
Þrjátíu myrtir í
mótmælum
EFNAHAGSMÁL Gistinóttum á hótel-
um í mars síðastliðnum fjölgaði
um 1,5 prósent samanborið við
mars í fyrra, samkvæmt saman-
tekt Hagstofu Íslands. Gistinóttum
Íslendinga fjölgar milli ára en
heldur færri erlendir ferðamenn
gistu hér á landi í mars.
Alls voru gistinætur í mars
96.900 talsins, sem þýðir að hverja
nótt mánaðarins gistu að meðal-
tali 3.126 á hótelum landsins.
Gistinóttum fjölgaði í öllum lands-
hlutum nema á Suðurlandi og
Norðurlandi. - bj
Gistinóttum fjölgar lítillega:
Heldur færri
erlendir gestir
BASHAR ASSAD
GENGIÐ 06.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,999
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,71 113,25
184,98 185,88
163,72 164,64
21,952 22,080
20,584 20,706
18,155 18,261
1,4032 1,4114
181,09 182,17
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Í Fréttablaðinu í gær birtist frétt
um sýningu nemenda í Myndlista-
skólanum í Reykjavík. Fram kom að
um útskriftarnema væri að ræða en
það er rangt; nemendurnir hyggjast
útskrifast á næsta ári.
Ranghermt var í Fréttablaðinu á
fimmtudag að dr. Daniel Levin væri
stjórnarformaður Íslandsbanka. Hið
rétta er að hann er nýr stjórnarmaður.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Vegna fréttar í blaðinu í gær um
frestun framlaga Reykjavíkurborgar til
íþróttamannvirkja vill Haukur Haralds-
son, framkvæmdastjóri ÍR, undirstrika
að ákveða á fyrir 1. febrúar 2014
hvað verður um áður ákveðið tveggja
milljarða framlag til félagsins.
ÁRÉTTING
Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn
með hreindýraveiðum
Umhverfisstofnun auglýsir fyrirhugað
námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn
með hreindýraveiðum.
Námskeiðið verður haldið á Egilsstöðum
9-12. júní og námskeiðsgjaldið er 160.000 kr.
Eingöngu verður tekið við umsóknum í
gegnum umsóknarkerfi á hreindyr.is en
opnað verður fyrir skráningu kl.12 mánu-
daginn 9. maí. Umsóknir sem berast á
annan máta verða ekki teknar gildar.
Allar nánari
upplýsingar
eru á ust.is og
hreindyr.is
Umsóknafrestur er
til og með 16. maí
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
25°
24°
19°
26°
27°
16°
16°
20°
22°
24°
22°
31°
17°
25°
15°
14°
Á MORGUN
5-10 m/s.
MÁNUDAGUR
Stíf NA-átt NV-til,
annars víða 5-13 m/s.
11
10
9
9
9
5
8
9
9
8
5
12
4
4
4
2
5
10
6
10
7
3
4
6
8
14
5
8
10
5 10
9
VÆTA EYSTRA Það
þykknar heldur upp
austan til á landinu
í dag og má jafn-
vel búast við væta
norðaustanlands í
kvöld. Skýjað norð-
an og austan til og
kólnar á morgun
en horfur á bjart-
viðri um sunnan
og suðvestanvert
landið og allt að 17
stiga hita.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
FRÉTTASKÝRING
Hvaða áhrif geta kjarasamningar ASÍ
og Samtaka iðnaðarins haft á íslenskt
efnahagslíf?
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins
(SA) og Alþýðusambands Íslands
(ASÍ), undirrituðu á fimmtudag
kjarasamninga eftir eina hörðustu
samningalotu seinni ára. Samning-
arnir hljóða upp á 11,0 prósenta
launahækkun á þremur árum auk
75 þúsund króna sem verða greidd-
ar út í þrennu lagi. Nokkrir fyrir-
varar eru gerðir við samninginn
sem þurfa að ganga eftir.
Álitsgjafar um íslenska efna-
hagsþróun segja samningana tefla
endurreisn efnahagslífsins í tví-
sýnu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort
hluti atvinnulífsins sem ekki hafi
tekjur sínar af útflutningi geti
borið þær byrðar sem kjarasamn-
ingarnir fela í sér næstu ár. Þá
kunni væntanlegar launahækkanir
að auka verðbólgu næstu misserin.
Þessi þróun muni éta upp þá kaup-
máttaraukningu sem kjarasamn-
ingarnir eigi að fela í sér.
„Mér finnst vel í lagt og óttast
að afleiðingin geti orðið sú að inn-
lendi geirinn velti áhrifunum út
í verðlag, segi upp fólki, minnki
vinnutíma starfsfólks eða hægi
á ráðningum,“ segir Þórarinn
G. Péturs son, aðalhagfræðingur
Seðlabankans. Hann bætir við að
þetta sé að gerast fyrr en búist
var við miðað við hvað vinnu-
markaðurinn sé enn veikur.
Þórarinn segir að hlutverk
seðlabanka við þessar aðstæður
sé að koma í veg fyrir víxlverk-
un launa og verðlags. Þetta gæti
því þýtt aðhaldssamari peninga-
stefna og hærra vaxtastig en ella
hefði verið. Miðað við núverandi
atvinnuleysi væri æskilegra að
geta lækkað stýrivexti meira.
„Mér finnst þetta miður,“ bætir
Þórarinn við.
Í svipaðan streng tekur Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðumaður
Greiningardeilar Arion banka.
„Ég held að samningarnir muni
auka verðbólgu næstu misserin
og halda atvinnuleysi hærra uppi
en ella,“ segir hún og bætir við
að djarft sé teflt; efnahagsbatinn
sé veikur og þurfi lítið til að ýta
honum út af sporinu.
jonab@frettabladid.is
Telja djarft teflt í
nýjum samningum
Launahækkanir sem ASÍ og SA sömdu um í fyrradag þykja háar. Líklegt þykir
að þær fari út í verðlag og éti verðbólga upp þá kaupmáttaraukningu sem í
þeim á að felast. „Þetta er miður,“ segir aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Kaupmáttur launa jókst um 50 prósent á þeim tólf árum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn var í ríkisstjórn, um 3,5 prósent á ári. Það hefði átt að vera sterk
vísbending um að eitthvað yrði að gefa eftir þar sem kaupmáttaraukning
umfram eitt til 1,5 prósent á ári er ekki raunhæf til lengdar. Þetta kemur
fram í nýjasta tölublaði vikuritsins Vísbendingar. Þar segir að þrátt fyrir
hrunið hafi árleg kaupmáttaraukning frá 1995 numið nærri 1,8 prósentum,
sem sé enn of mikið.
Þá segir enn fremur að áætla megi að kjarasamningarnir og aðgerðir þeim
tengdar muni kosta ríkissjóð um sextíu milljarða króna á samningstímanum.
Það rími illa við áætlun um hallalaus fjárlög árið 2013. „Hér virðist farin
gríska leiðin um að láta hverju ári nægja sína þjáningu,“ segir í Vísbendingu
og er hnýtt við að lærdómurinn af hruninu sé ekki meiri en þetta.
Kaupmáttur var allt of mikill fyrir hrun